Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Síða 56
föstudagur 23. febrúar 200756 Helgarblað DV Hljómsveitin Beastie Boys hefur tilkynnt komu sína á tónlistar- hátíðina Sasquatch! í Washington í Banda- ríkjunum í maí. Bea- stie Boys hefur ekki verið svo iðin við að spila síðustu misseri en hljómsveitin hefur ákveðið að henda í eina tónleika í tilefni hátíðarinnar. Fleiri flott nöfn hafa þegar skráð sig, til dæmis Björk, Arcade Fire, Inter- pol, Spoon, M.I.A, Dandy War- hols og fleiri. Hátíðin fer fram á þremur útisviðum, stendur yfir í þrjá daga og kostar 55 dollara inn á hvern dag á hátíðinni. Beastie Boys á sasquatch! Söngvarinn Chris Cornell er hættur í hljómsveitinni Au- dioslave, eins og greint var frá í vikunni. Chris sem áður var í hljómsveitinni Soundgarden stofnaði Au- dioslave árið 2001 ásamt Tom Morello, Brad Wilk og Tim Comm- erford. Segir Cornell að þrátt fyrir að hljómsveitin hafi gefið út þrjár plötur saman hafi þeim ekki samið. “Það er erfitt að láta sér lynda við hljómsveit- armeðlimi, þannig er það bara og því miður samdi okkur ekki,” segir söngvarinn í viðtali við tímaritið Rolling Stones. hætti vegna ágreinings Nýjasta myndband popp- arans Justins Timberlake slær þessa dagana öll niðurhals- met á netinu. Myndbandið, sem er við lagið What Goes Around Comes Ar- ound af nýj- ustu plötu kappans, skartar þokkadísinni Scarlett Johansson. 50.000 eintökum af myndbandinu hefur verið halað niður á innan við fjórum dögum á iTunes. Lengri útgáfa mynd- bandsins hefur verið vinsælust en hún er um átta mínútur á lengd. Smáskífa lagsins verður svo gefin út þann 3.mars. MyndBand J.t. slær Met Það verður dragdrottningin DQ sem verður fulltrúi Dana í Evró- visjón í Finnlandi 2007. DQ sem heitir í raun Peter Andersen sigraði dönsku forkeppnina fyrir skemmstu eftir að hafa komist með síðasta lag inn í úrslit. Lagið Drama Queen sem að DQ flytur var valið sem aukalag eða svokallað “wild card” inn í úr- slitin af dönskum útvarpshlustend- um . Líkt og hér heima er lagt mikið upp úr forkeppninni fyrir Evróvi- sjón. Dæmi um það er að breska poppsveitin Take That kom fram á úrslitakvöldinu. Það kom mörgum á óvart að DQ skildi sigra með lagi sínu Drama Queen þar sem veðbankar í Dan- mörku sem og þarlendir evróvi- sjónspekingar töldu nokkuð víst að rokklag myndi sigra keppnina. Enda voru fjórir keppendur af tíu með heila rokkhljómsveit með sér á sviðinu á úrslitakvöldinu. DQ er einna helst þekktur í Danmörku fyrir sýninguna Turn On Tina þar sem hann bregður sér í líki ömmu rokksins. Það verður því nóg um skæra liti og húllum hæ þeg- ar DQ verður 52. þáttakandinn á vegum Danmerkur til að taka þátt í Evróvisjón tíunda maí næstkom- andi. asgeir@dv.is Dragdrottningin Peter Andersen sigraði í dönsku Eurovisionforkeppninni: DQ fyrir hönd Dana í Evróvisjón Syngur lagið Drama Queen í Helsinki. Draq Queen eða DQ Heitir í raun Peter Anderson. Síðasta lag í úrslit Var valið í úrslit af útvarpshlustendum. dönsk dragdrottning í evróvisJón „Jú platan er loksins að koma, þetta stefndi á að vera okkar eig- in Chinese Democrazy,“ segir Hugi Garðarsson, söngvari hljómsveitar- innar Wulfgang og vísar í plötu Guns ‘N’ Roses sem hefur verið mörg ár á leiðinni. Wulfgang senda frá sér sína fyrstu plötu þann 4. apríl, eða 4. 4. Platan hefur verið lengi á leiðinni en það var síðasta sumar sem lögin Machinery og Life and Habits náðu miklum vinsældum á X-inu 977 og biðu þá margir spenntir aðdáendur eftir plötu í kjölfarið. „En allt er gott sem endar vel,“ segir Hugi og bæt- ir við, „Það góða við að vera svona lengi með plötu er að við erum líka hálfnaðir með næstu plötu og ætlum að reyna að hefja upptökur í lok sum- ars.“ En fáar hljómsveitir geta státað af svipuðum dugnaði. Leynd yfir nafni plötunnar „Við viljum ekki segja fólki hvað platan heitir og það fær ekkert að koma í ljós fyrr en daginn sem hún kemur út“, segir Hugi. Á plötunni eru 12 lög en snið hennar verður öðru- vísi en gengur og gerist. „Lögunum er skipt upp í fjóra kafla, svo þetta er smá konsept verk.“ Lögin eru öll sungin á ensku og textarnir samdir af Huga sjálfum. Upptökur fóru nær allar fram í Sýrlands-upptökuverinu fyrir utan nokkur smáatriði sem tekin Hljómsveitin Wulfgang átti tvö vinsæl lög á X-inu síðasta sumar. Plata frá þeim pilt- um hefur verið í vændum lengi og nú loks er búið að ákveða útgáfudag, 4. 4. 2007. DV sló á þráðinn til Huga Garðarssonar söngvara hljómsveitarinnar sem sagði nafn plötunnar vera leyndarmál og að næsta plata væri langt á leið komin. dularfull plata væntanleg í apríl voru upp í heimastúdíói Wulfgang. Þá hafa þau lög sem voru í spilun í fyrra sumar verið tekin upp aftur og eru nú miklu „massífari“ að sögn söngvarans. Algjörlega eðlilegir „make“ draumar Hugi segir að hljómsveitarmeð- limir séu allri frekar jarðbundn- ir og að heimsfrægðin sé þeim ekki ofarlega í kolli. „Eins og ann- að ungt fólk á Íslandi ætlum við að sigra heiminn, en við ætlum ekk- ert að halda í víking strax.“ Á dög- unum kom svo út nýtt lag með hljómsveitinni að nafni Rise Of the Underground. “Það er í spilun á X- inu, ég veit reyndar ekki hve mik- illi spilun, en það er þarna,” segir Hugi. Það er Cod Music sem gefur út Wulfgang, en fyrir hafa þeir gef- ið út bönd á borð við Jet Black Joe, Lay Low, Togga og Dr. Mister & Mr- .Handsome. Þeir sem vilja kynna sér Wulfgang betur er bent á vef- síðuna myspace.com/wulfgangt- heband. dori@dv.is Ný smáskífa Rise of the underground

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.