Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Qupperneq 56
föstudagur 23. febrúar 200756 Helgarblað DV Hljómsveitin Beastie Boys hefur tilkynnt komu sína á tónlistar- hátíðina Sasquatch! í Washington í Banda- ríkjunum í maí. Bea- stie Boys hefur ekki verið svo iðin við að spila síðustu misseri en hljómsveitin hefur ákveðið að henda í eina tónleika í tilefni hátíðarinnar. Fleiri flott nöfn hafa þegar skráð sig, til dæmis Björk, Arcade Fire, Inter- pol, Spoon, M.I.A, Dandy War- hols og fleiri. Hátíðin fer fram á þremur útisviðum, stendur yfir í þrjá daga og kostar 55 dollara inn á hvern dag á hátíðinni. Beastie Boys á sasquatch! Söngvarinn Chris Cornell er hættur í hljómsveitinni Au- dioslave, eins og greint var frá í vikunni. Chris sem áður var í hljómsveitinni Soundgarden stofnaði Au- dioslave árið 2001 ásamt Tom Morello, Brad Wilk og Tim Comm- erford. Segir Cornell að þrátt fyrir að hljómsveitin hafi gefið út þrjár plötur saman hafi þeim ekki samið. “Það er erfitt að láta sér lynda við hljómsveit- armeðlimi, þannig er það bara og því miður samdi okkur ekki,” segir söngvarinn í viðtali við tímaritið Rolling Stones. hætti vegna ágreinings Nýjasta myndband popp- arans Justins Timberlake slær þessa dagana öll niðurhals- met á netinu. Myndbandið, sem er við lagið What Goes Around Comes Ar- ound af nýj- ustu plötu kappans, skartar þokkadísinni Scarlett Johansson. 50.000 eintökum af myndbandinu hefur verið halað niður á innan við fjórum dögum á iTunes. Lengri útgáfa mynd- bandsins hefur verið vinsælust en hún er um átta mínútur á lengd. Smáskífa lagsins verður svo gefin út þann 3.mars. MyndBand J.t. slær Met Það verður dragdrottningin DQ sem verður fulltrúi Dana í Evró- visjón í Finnlandi 2007. DQ sem heitir í raun Peter Andersen sigraði dönsku forkeppnina fyrir skemmstu eftir að hafa komist með síðasta lag inn í úrslit. Lagið Drama Queen sem að DQ flytur var valið sem aukalag eða svokallað “wild card” inn í úr- slitin af dönskum útvarpshlustend- um . Líkt og hér heima er lagt mikið upp úr forkeppninni fyrir Evróvi- sjón. Dæmi um það er að breska poppsveitin Take That kom fram á úrslitakvöldinu. Það kom mörgum á óvart að DQ skildi sigra með lagi sínu Drama Queen þar sem veðbankar í Dan- mörku sem og þarlendir evróvi- sjónspekingar töldu nokkuð víst að rokklag myndi sigra keppnina. Enda voru fjórir keppendur af tíu með heila rokkhljómsveit með sér á sviðinu á úrslitakvöldinu. DQ er einna helst þekktur í Danmörku fyrir sýninguna Turn On Tina þar sem hann bregður sér í líki ömmu rokksins. Það verður því nóg um skæra liti og húllum hæ þeg- ar DQ verður 52. þáttakandinn á vegum Danmerkur til að taka þátt í Evróvisjón tíunda maí næstkom- andi. asgeir@dv.is Dragdrottningin Peter Andersen sigraði í dönsku Eurovisionforkeppninni: DQ fyrir hönd Dana í Evróvisjón Syngur lagið Drama Queen í Helsinki. Draq Queen eða DQ Heitir í raun Peter Anderson. Síðasta lag í úrslit Var valið í úrslit af útvarpshlustendum. dönsk dragdrottning í evróvisJón „Jú platan er loksins að koma, þetta stefndi á að vera okkar eig- in Chinese Democrazy,“ segir Hugi Garðarsson, söngvari hljómsveitar- innar Wulfgang og vísar í plötu Guns ‘N’ Roses sem hefur verið mörg ár á leiðinni. Wulfgang senda frá sér sína fyrstu plötu þann 4. apríl, eða 4. 4. Platan hefur verið lengi á leiðinni en það var síðasta sumar sem lögin Machinery og Life and Habits náðu miklum vinsældum á X-inu 977 og biðu þá margir spenntir aðdáendur eftir plötu í kjölfarið. „En allt er gott sem endar vel,“ segir Hugi og bæt- ir við, „Það góða við að vera svona lengi með plötu er að við erum líka hálfnaðir með næstu plötu og ætlum að reyna að hefja upptökur í lok sum- ars.“ En fáar hljómsveitir geta státað af svipuðum dugnaði. Leynd yfir nafni plötunnar „Við viljum ekki segja fólki hvað platan heitir og það fær ekkert að koma í ljós fyrr en daginn sem hún kemur út“, segir Hugi. Á plötunni eru 12 lög en snið hennar verður öðru- vísi en gengur og gerist. „Lögunum er skipt upp í fjóra kafla, svo þetta er smá konsept verk.“ Lögin eru öll sungin á ensku og textarnir samdir af Huga sjálfum. Upptökur fóru nær allar fram í Sýrlands-upptökuverinu fyrir utan nokkur smáatriði sem tekin Hljómsveitin Wulfgang átti tvö vinsæl lög á X-inu síðasta sumar. Plata frá þeim pilt- um hefur verið í vændum lengi og nú loks er búið að ákveða útgáfudag, 4. 4. 2007. DV sló á þráðinn til Huga Garðarssonar söngvara hljómsveitarinnar sem sagði nafn plötunnar vera leyndarmál og að næsta plata væri langt á leið komin. dularfull plata væntanleg í apríl voru upp í heimastúdíói Wulfgang. Þá hafa þau lög sem voru í spilun í fyrra sumar verið tekin upp aftur og eru nú miklu „massífari“ að sögn söngvarans. Algjörlega eðlilegir „make“ draumar Hugi segir að hljómsveitarmeð- limir séu allri frekar jarðbundn- ir og að heimsfrægðin sé þeim ekki ofarlega í kolli. „Eins og ann- að ungt fólk á Íslandi ætlum við að sigra heiminn, en við ætlum ekk- ert að halda í víking strax.“ Á dög- unum kom svo út nýtt lag með hljómsveitinni að nafni Rise Of the Underground. “Það er í spilun á X- inu, ég veit reyndar ekki hve mik- illi spilun, en það er þarna,” segir Hugi. Það er Cod Music sem gefur út Wulfgang, en fyrir hafa þeir gef- ið út bönd á borð við Jet Black Joe, Lay Low, Togga og Dr. Mister & Mr- .Handsome. Þeir sem vilja kynna sér Wulfgang betur er bent á vef- síðuna myspace.com/wulfgangt- heband. dori@dv.is Ný smáskífa Rise of the underground
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.