Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 13
DV Fréttir föstudagur 30. mars 2007 13 Reykingabanni fRestað Sunnudagurinn fyrsti apríl átti að vera dagurinn sem Danir myndu láta af reykingum á opinber- um stöðum. Vandræðagangur í dönsku stjórnsýslunni og óánægja meðal veitingahúsaeigenda varð hins vegar til þess að gildistöku laga um reykbann var frestað fram til 15. ágúst. Viðhorf Dana til reykinga hef- ur hingað til verið frjálslegt og höft á reykingamönnum ákaflega lítil. Það þarf því ekki að koma á óvart að andstaðan við allsherjarbann við reykingum á opinberum stöð- um í landinu hafi verið mikil. Jafn- vel þó að danskir reykingamenn hafi innst inni vitað að einn dag- inn myndu þeir, líkt og nágranna- þjóðirnar þurfa að drepa í. Svíar og Norðmenn hafa til dæmis búið við reykingabann í tvö ár. Umræð- an um bann við reykingum hófst fyrir alvöru fyrir ári síðan og var frumvarpið samþykkt á þinginu síðastliðið haust þrátt fyrir að tveir þingmenn hafi hótað því að láta af þingmennsku fengju þeir ekki að reykja áfram inn á skrifstofum sínum. Illa hefur gengið að koma saman reglum um hvernig bann- inu skuli framfylgt og sætta alla hagsmunaaðila. Þess vegna hefur gildistöku bannsins verið frestað í rúma fjóra mánuði. Konunglegt tóbak Kannski er ein ástæðan fyrir af- slappaðri afstöðu Dana til reykinga sú að drottningin sjálf er þekktasti reykingamaður landsins. Ósjald- an hefur hún sést með sígarettu í munni og ekki hikað við að kveikja sér í fyrir framan þegna sína. Í haust kvað hins vegar kvað við nýjan tón þegar tilkynnt var að hún myndi hér eftir ekki reykja á almanna- færi. Var mikið gert úr því í dönsk- um blöðum enda ekki furða þar sem versnandi heilsufar hennar er á allra vitorði. Drottningin er samt ekki sú eina sem tengir kóngahúsið við tóbak því vinsælustu sígarettu- tegundirnar í dönskum sjoppum eru kenndar við prinsa og kónga. Framleiðandinn er Skandínavíska tóbaksfyrirtækið sem er danskt og breiðir anga sína víða í samfélag- inu. Er til dæmis aðaleigandi Tívolí í Kaupmannahöfn og styrkir dagskrá Konunglega leikhúsins þar í borg. Bareigendur ósáttir Í þeirri umræðu sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum um bannið hafa raddir eigenda lítilla bara ver- ið háværar. Þeir sjá banninu flest til foráttu og hafa látið í veðri vaka að þeir kunni að grípa til örþrifaráða svo fastakúnnar þeirra geti haldið uppteknum hætti og fengið sér síg- arettu með ölinu. Sumir hafa talað um að breyta börunum í meðlima- klúbba og þannig komast í kring- um reglurnar. Reyndar er útlit fyr- ir að hluti þeirra muni fá sitt í gegn því lögin gera ráð fyrir að þeir bar- ir sem eru undir fjörtíu fermetrum og selja ekki mat megi áfram leyfa reykingar. Þetta hefur valdið pirr- ingi meðal þeirra sem eiga stærri bari og talað um grófa mismun- un. Hafa sumir þeirra sagst ætla að minnka bari sína vegna þessa eða leggja út í kostnaðarsamar endur- bætur á þeim. Félag veitingahús- eigenda hefur ráðlagt félögum sín- um að gera það ekki enda kunni lögin að verða enn stífari innan nokkurra ára og taka fyrir reyking- ar í sérstökum reykherbergjum. Aðrir segja reykingabannið ganga að börunum dauðum og eigendur þeirra standi uppi með verðlausar eignir. Hafa nokkrir bareigendur á Jótlandi tekið sig saman og ætla að höfða skaðabótamál gegn ríkinu. Undanþágur Fyrirhugað reykingabann hef- ur ekki aðeins valdið hugarangri meðal veitingamanna. Forstöðu- menn dagheimila fyrir heimilis- lausa og fíkla hafa þannig fengið sérstaka undanþágu, eftir að hafa viðrað áhyggjur sínar, af því að bannið kynni að verða til þess að skjólstæðingar þeirra hyrfu á braut. Réttarstaða atvinnulausra hefur einnig komið upp í umræðunni um nýju lögin. Veltu menn því fyrir sér hvort hægt væri að neyða atvinnu- lausan einstakling til að þiggja vinnu á bar þar sem reykingar eru leyfðar og þannig eiga á hættu að verða fyrir heilsuskaða af óbeinum reykingum. Atvinnumálaráðherra landsins stóð fastur á sínu og sagði að ekki kæmi til grein að gera und- anþágu á lögum um atvinnulausa, þeir yrðu einfaldlega að taka þeirri vinnu sem þeim yrði boðin. Stuttu síðar þurfti hann hins vegar að éta allt ofan í sig og veita þeim þessa undanþágu. Í bréfi til heilbrigðis- málaráðherra landsins segir hann að það hefði strítt gegn nýju lög- unum ef atvinnulausir hefðu ekki notið sömu réttinda og aðrir og yrðu verndaðir fyrir óbeinum reyk- ingum. Bann strax Því fer fjarri að allir veitinga- menn pirri sig á væntanlegu banni. Þannig hefur veitingamaðurinn Kenn Husted sem á þrjá vinsæla bari í Kaupmannahöfn ákveðið að innleiða reykingabann á sín- um stöðum frá og með sunnudeg- inum. Í viðtali við dagblaðið Pol- itiken segist hann hafa hlakkað til reykingabannsins eins og litlum krakka til jólanna. Hann hafi því ákveðið að láta af reykingabann- inu verða þó stjórnmálamennirn- ir hafi dregið lappirnar í málinu. Starfsfólk baranna var með í ráð- um og segir Husted að meirihluti þeirra hafi verið sammála honum, líka þeir sem reykja enda vilji allir vinna í reyklausu umhverfi. Hann segir tímasetninguna heppilega því með hækkandi sól færist gest- irnir út á götu og því minni líkur á að þeir verði súrir yfir því að mega ekki reykja á meðan þeir drekka bjór og kaffi. Hann bíður spennt- ur eftir því að sjá hvaða viðtök- ur bannið fær meðal fastakúnna sinna. Tóbaksframleiðendur sýna reykherbergi Dönskum veitingamönnum hefur staðið til boða ferðir til Osló- ar og Stokkhólms til að kynna sér hvernig norskir og sænskir veit- ingahúsaeigendur hafa aðlagað sig að breyttu umhverfi. Ferðirnar eru í boði tóbaksframleiðanda og hafa tugir þegið boðið. Haft er eft- ir almannatengslafulltrúa tóbaks- fyrirtækisins Philip Morris í Pol- itiken fyrr í mánuðinum að þau vilji gjarnan aðstoða danska veit- ingamenn við að kynna sér hvern- ig aðrar þjóðir hafa leyst vanda- málin sem tóbaksbann hefur í för með sér. Hún segir það enga laun- ung að fyrirtækið vilji að fólk hafi áfram möguleika á því að reykja. Í sama streng tekur fulltrúi Skandín- avíska tóbaksfyrirtækisins og bætir við að margir veitingamenn óttist að missa viðskipti vegna banns- ins og vilji því grípa til aðgerða svo gestir sínir geti reykt. Tveir bareig- endur sem þáðu boð fyrirtækjanna sjá ekkert athugavert við að hafa þegið það og segja alla meðvitaða um tilganginn með boðinu. Þeir eru báðir ósáttir við að nýju regl- urnar mismuni stöðum eftir stærð og hvort þeir bjóði upp á mat eða ekki. Skandinavíska tóbaksfyrir- tækið hefur einnig boðið veitinga- mönnum ódýr teppi og gaslampa svo ekki væsi um reykingafólk sem þarf í framtíðinni að standa úti. Danskir reykingamenn og ís- lenskir ferðalangar þar í landi geta því notið þess að reykja innan- dyra fram undir lok sumars þó hér heima verði allar reykingar bann- aðar í júní. Ingvi Steinar Ólafsson, veitingamaður á The Laundromat Café: Vitleysa að banna reykingar í skrefum „Þetta hefur allt verið í lausu lofti og við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um reglurn- ar“, segir Ingvi Steinar Ólafsson veitingamaður í Kaupmannahöfn sem rekur tvö kaffihús í borginni. „Samt er það þannig að stað- irnir þurfa ekki langan tíma til að bregðast við reykingabanni. Menn hafa vitað að þetta er það sem koma skal og því var þetta aldrei spurning um hvort held- ur hvenær. Mér finnst vitleysa að gera þetta í skrefum eins og Dan- irnir ætla að gera. Miklu betra er að rífa plásturinn bara af í einum rykk“, vísar hann þar til yfirlýsinga um að algert reykingabann verði innleitt árið 2010. Fram að þeim tíma mega veitingastaðir með- al annars útbúa sér reykherbergi. „Hér eru menn að banna reyk- ingar en reyna um leið að gera öllum til geðs og því eru reglurn- ar mjög óljósar“, segir Ingvi Stein- ar. „Það er alveg á hreinu að nýju lögin mismuna veitingastöðum. Til dæmis geta minni staðir hér í götunni leyft viðskiptavinum sín- um að reykja en ekki þar sem við erum með eldhús. Það væri miklu nær að taka alveg fyrir reykingar“, segir hann. Unndanþágan sem staðir undir fjörtíu fermetrum fá telur Ingvi Steinar vera sérsniðna að „þessum gömlu dönsku krám“, þar sem viðskiptavinirnir eru oftar en ekki stórreykingamenn. Hann óttast ekki að bannið hafi neikvæð áhrif á viðskiptin þó hann búist við að reykingamenn muni draga úr heimsóknum á kaffihús fyrst í stað. „Það kæmi mér samt ekki á óvart þó Danir myndu grípa til fjöldamótmæla vegna reykinga- bannsins þegar þar að kemur enda vanir því að mótmæla“, bætir hann við og brosir út í annað. Ingvi Steinar Ólafsson, veitingamaður í Kaupmannahöfn „Ekki spurning um hvort heldur hvenær reykinga- bann yrði sett“ Thomas Bjorn Þekktasti golfari dana fær sér eina sígarettu á milli hola. Skilti fyrir framan kaffihús Efnt var til keðjureykingakvölds á kaffihúsinu Props í gærkvöld en reykingar verða bannaðar þar frá 1. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.