Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Qupperneq 31
DV Sport föstudagur 30. mars 2007 31 Eggert Magnússon hefur verið eigandi West Ham í nærri fjóra mánuði. Margt hefur gengið á hjá félaginu og rak Egg- ert stjórann Alan Pardew og réð nafna hans Curbishley í staðinn. West Ham er átta stigum frá öruggu sæti í ensku deildinni en með mun lakara marka- hlutfall en önnur lið og eiga því erfitt verkefni framundan. „Ég hef verið í fótbolta nánast allt mitt líf,“ sagði Eggert. „Ég hef stundum þurft að taka þær erfiðu ákvarðanir að reka þjálfarann, en sem stjórnarfor- maður verður maður að taka ákvarð- anir sem eru bestar fyrir félagið. Partur af vandamálinu er að á fyrsta tímabil- inu þínu í úrvalsdeildinni ertu með ákveðinn meðbyr og þig langar að sýna þig og sanna. Þegar það er búið halda einhverjir að hlutirnir komi að sjálfum sér.“ West Ham lenti í níunda sæti ensku deildarinnar á sínu fyrsta tíma- bili í ensku úrvalsdeildinni og voru sekúndum frá því að landa bikarnum. Núna eru þeir í harðri fallbaráttu og eftir að Curbishley tók við hefur liðið aðeins unnið tvo af þrettán leikjum. Eggert segir að hann muni gera allt sem í hans valdi stendur til að sann- færa nokkra leikmenn um að vera áfram hjá félaginu en allt að 15 leik- menn eru sagðir á förum frá félaginu fari það niður um deild. Hann segir enn fremur að hann sjái ekki eftir að hafa eytt öllum þessum peningum í félagið. „Ég hef aldrei haft neina eftirsjá. Þetta er búið að vera áskorun, en ég er viss um að takmarki okkar mun takast fyrr en síðar. Ég ætla ekki að fara í smá- atriði en það eru nokkur atriði sem hafa komið mér á óvart sem viðkem- ur rekstri á þessu félagi. Viðskiptalegi hlutinn og einnig á frammistaðan á vellinum.“ Eggert sagði ennfremur að hann vildi að félagið myndi spila á nýjum velli áður en Ólympíuleikarnir verða haldnir í London árið 2012. Einnig vill hann styrkja unglingastarfið sem hef- ur framleitt nokkra af bestu leikmönn- um Englands. „Við verðum að fá einhvern inn sem hefur betri þekkingu á evrópsk- um markaði. Það er ekki bara á Eng- landi sem við verðum að leita. Það er Spánn, Frakkland og jafnvel austur Evrópa. Við verðum að fylgjast með bestu leikmönnum allra landa líkt og Arsenal og Tottenham eru að gera þessa stundina,“ sagði Eggert að lok- um benni@dv.is Eggert Magnússon eigandi West Ham var í ítarlegu viðtali við The Times fyrir skömmu. Þar kennir hann leikmönnum um gengi liðsins og að hanns sjái ekkert eftir því að hafa eytt 12 milljörðum í félagið Engin Eftirsjá Norður-Írar hafa aldrei komist í loka- keppni Evrópumóts landsliða í knatt- spyrnu. Landslið þjóðarinnar hefur þrisvar komist í lokakeppni HM en það gerðist síðast árið 1986 þegar keppnin var haldin í Mexíkó. Besti knattspyrnumaður Norður- Íra frá upphafi er án efa George Best. Norður-Írar komust hins vegar aldrei á stórmót þegar hann lék með lands- liði þjóðarinnar og oft hefur verið sagt að Best sé besti leikmaður sög- unnar sem aldrei lék á HM. Í seinni tíð hefur landslið Norð- ur-Íra hefur verið byggt upp á leik- mönnum sem leika í neðri deildum á Englandi. Við og við hafa leikmenn frá þjóðinni þó skotið upp kollinum í stórum liðum og staðið sig vel. Má þar t.d. nefna Pat Jennings, fyrrum markvörð Arsenal, og Norm- an Whiteside, fyrrum leikmann Manchest- er United, sem er yngsti leikmað- ur sem hefur leikið á HM í knatt- spyrnu, og að sjálf- sögðu George Best. Nýjasta stjarnan Nú hafa Norður-Írar eignast nýja stjörnu, David Hea- ly. Öfugt við Best, Jennings og Whit- eside hefur Healy þó aldrei slegið í gegn í efstu deild Englands. Í raun hefur honum gengið illa að finna netmöskvana með félagsliðum sín- um. Það er þó enginn skortur á mörkum hjá honum með landsliði Norður-Íra. Healy hefur slegið rækilega í gegn í undankeppni EM 2008. Hann hefur skorað níu mörk í sex leikjum. Norð- ur-Írar hafa skorað tíu mörk í keppn- inni til þessa og Healy hefur því skor- að öll mörkin nema eitt fyrir þjóð sína. Hann varð fyrsti leikmað- urinn í sögu Norður-Ír- lands til að skorað tvær þrennur fyr- ir landslið- ið, gegn Spánverjum og Liechtenstein, og er markahæsti leikmaður Norður-Íra frá upphafi með 29 mörk í 56 leikj- um. Til samanburðar hefur hann aðeins skorað 76 mörk í 272 leikjum með þeim deildarliðum sem hann hefur leikið með. Ofur varamaðurinn Healy er fæddur í Killy- leagh í Norður-Írlandi 5. ágúst 1979. Hann hóf knattspyrnuferil sinn með unglingaliði í ná- greninu og skólaliði Down Academy. Útsendarar Manchester United komu auga á strákinn og Sir Alex Fergu- son fékk hann til liðsins árið 1999. Healy náði aldrei að brjóta sér leið inn í byrjunar- lið Manchester United. Hann kom aðeins þrisvar inn á sem vara- mað- ur á ferli sín- um hjá Manchester United og var á endanum seldur til Preston North End í janúar 2001. Healy náði heldur ekki að festa sig í sessi hjá Preston og á þeim rúmu þremur árum sem hann dvaldi hjá liðinu var hann lánaður til Norwich City. Leeds United festi kaup á Healy í október 2004. Hann er í miklu uppáhaldi hjá stuðn- ingsmönnum Leeds en helsti ókostur Healy er óstöðugleiki. Hann hefur oft verið kallaður ofur varamaðurinn og virðist sjaldan láta ljós sitt skína þeg- ar hann er í byrjunarliðinu. Það sem gerir árangur hans með Norður-Írum í undan- keppni EM 2008 enn ótrúlegri en sú staðreynd að Healy hefur aðeins skorað átta mörk í 38 leikj- um sem hann hefur komið við sögu í á þessari leiktíð með Leeds. Þrátt fyrir það hefur hann verið orðaður við nokkur lið í úrvals- deildinni eftir frammistöðu sína með landsliðinu. Í hóp með George Best Healy komst í fréttirnar 7. sept- ember 2005 þegar hann skoraði sig- urmark Norður-Íra gegn Englend- ingum á heimavelli, en þetta var fyrsti sigur Norður-íra á Englending- um frá árinu 1927. David Healy er kominn í sama hóp og George Best, Norman Whit- eside og Pat Jennings í augum Norð- ur-Íra, sem eigja nú von um að kom- ast í lokakeppni EM í fyrsta skiptið í sögunni. dagur@dv.is David Healy hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir leik sinn með Norður-Írum í undankeppni EM. Hann er markahæsti leikmaður undankeppninnar með níu mörk eftir sex leiki. GulldrenGur norður-Íra Algeng sjón samherjar Healy fagna hér þriðja marki hans gegn spánverjum á síðasta ári. George Best frægasti knattspyrnumaður Norður-Íra er án efa snillingurinn george Best. Átta mörk í 38 leikjum Healy hefur aðeins skorað átta mörk í 38 leikjum fyrir Leeds á leiktíðinni. Ótrúlegur markaskorari david Healy er markahæsti leikmaður Norður-Íra með 29 mörk í 56 landsleikjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.