Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Qupperneq 35
DV Sport föstudagur 30. mars 2007 35 stjórn Binnamanna eins og stuðn- ingsmannasveit HK kallar sig. „Þeir eru búnir að vera frábærir í vetur. Það var vel mætt í síðasta leik og HK menn og konur eru kannski að átta sig á því að þeir eiga lið í toppbaráttu sem getur orðið íslands- meistari,“ segir Gunnar í léttum tón. Valsmenn með 14 frábæra leikmenn Valsmenn hafa verið feyknarlega öflugir í undanförnum leikjum og fáa veikleika að sjá á liðinu. „Það sem ég óttast mest er að þeir hafa rosalega breidd. Þó svo að ein- hver leikmaður nái sér ekki á strik, hvort sem það er Markús Máni eða Ernir Hrafn þá kemur einhver ann- ar í staðin, Þeir eru með 14 frábæra leikmenn á skýrslu. Eru með tvo frábæra markmenn sem verja mik- ið, maður veit reyndar aldrei hvor spilar, þannig að þeir eru með alveg svakalega breidd. Þeir eru hraðir og skora mikið í hraðaupphlaupum. Ég held að þetta sé besta liðið sem hefur spilað á Íslandi í langan tíma. Við erum svolítið bundnir okk- ar lykilmönnum og að þeir nái sér á strik.“ Sergey Petraytis varnartröll þeirra HK manna hefur verið frábær í allan vetur og það viðurkennir Gunnar. „Hann er búinn að vera frábær varnarlega í vetur. Hann er enginn smásmíði, rosalega stór, Petkevicus nýtir hann vel og þeir er u að vinna rosalega vel saman. Við höfum ekki náð að nýta hann nógu vel sóknar- lega í síðustu leikjum. En hann er mikið tröll og menn fá að hanga mik- ið í honum. Það er búið að kaupa fimm eða sex treyjur á hann og hann fær ansi óblíðar viðtökur frá and- stæðingum. Mikið hefur verið rætt og ritað um þennan leik sem algjöran úrslitaleik. Valur er eitt sigursælasta liðið í ís- lenskum handbolta og þekkir það að vera í toppbaráttu en HK er að berj- ast þar í fyrsta sinn. Gunnar segir að hann óttist ekki að stressið yfirbugi sína leikmenn. „HK er ekki með mikla reynslu úr toppbaráttu, þrátt fyrir að nokkr- ir leikmenn hafa reynslu úr öðrum liðum. Hins vega vill ég meina að við höfum verið að gera fína hluti í vetur og það er enginn pressa á okkur. Við förum bara í þennan leik til þess að njóta þess að spila hann og reyna að stríða Valsmönnum og vinna þá. Þó hann tapist þá verður enginn krísu- fundur á mánudaginn. Ef við vinn- um ekki Val á laugardag þá eigum við einfaldlega ekki skilið að verða Íslandsmeistarar. Annað hvort liðið stendur uppi sem sigurvegari Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals segir að hann muni ekki koma með nýtt í leikinn og leggi hann upp eins og hvern annan leik. „Það er kannski aðeins meiri spenningur í leikmönnum fyrir leik- inn en ég still þessu alveg eins upp. Þó að gamla klisjan sé að allir leikir séu tvö stig þá eru bæði lið taplaus eftir jól og hafa verið að leika vel og það er að öllum líkindum annað hvort þessara liða sem stendur uppi sem sigurvegari. Það er líka gömul og góð klisja að taka einn leik fyrir í einu og það hef- ur gefist okkur vel.“ Val var spáð Íslandsmeistaratit- ilinum fyrir mótið og hafa verið við toppinn í allan vetur. HK var spáð að lenda í miðri deild og hafa sumir bent á að þeir séu að koma á óvart. Óskar er ekki sammála því. „Ég held að HK hafi verið spáð of neðarlega, og í mínum huga eru þeir ekki að koma á óvart. Þeir voru að spila besta boltann á haustmánuð- um og hafa Valdimar Þórsson, sem er búinn að vera einn af betri leik- mönnum mótsins. Svo eru þeir með Petkevisius sem varð meistari með Fram og KA, fjóra útlendinga tvo frábæra þjálfara. Og ef þetta heitir að koma á óvart þá veit ég ekki hvað skal segja. Ég neita að trúa því að HK séu eithvað saddir, það kæmi mér á óvart en væri kannski bara þægilegt fyrir okkur. Þeir koma dýrvitlausir til leiks. Mér finnst við hafa höndl- að spennustigið mjög vel. Við erum ungir og ég held að liðin hafi spáð okkur titlinum til að setja pressu á unga liðið, sumir spá þessu með einhverja taktík í huga, ég hef nú aldrei skilið það.“ Valsmenn hafa á að skipa gríðar- lega sterkum hópi og segir Óskar að styrkur Vals sé góður og hópurinn samheldinn. „Við erum með góðan mann- skap, góða breidd og þarna mætast lið sem eru með mestu breiddina og nota hana mest. Við erum með góðar fyrirmyndir, sem er mikilvægt í félagsliðum. Góðir félagsmenn og miklir Valsmenn sem styðja vel við félagið og ungu leikmennina og þetta er þáttur sem skiptir al- veg rosalega miklu máli. Breidd- in er mikil og leikmenn sem eru að spila minna en aðrir gera sér held ég ekki grein fyrir hversu mikilvæg- ir þeir eru. Við erum með leikmenn fyrir utan hóp, sem væru í flestum öðrum hópum í flest öllum liðum í deildinni. Þeir eru að skila miklum árangri.“ Valur hefur á að skipa tveim- ur góðum markvörðum þeim Ólafi Hauki Gíslasyni og Pálmari Péturs- syni sem hafa verið að verja gríðar- lega vel í allan vetur. Þeir hafa skipt leikjunum í vetur bróðurlega á milli sín og þar sem Pálmar lék á móti Stjörnunni um síðustu helgi mun Ólafur væntanlega spila á móti HK. „Ég get ekki séð annað en að þeir hafi unnið vel úr þessu og ég held að það þurfi að vera með tvo góða markmenn til að ná langt og Valur og HK eru með það.“ „Þó við séum á toppnum eru væntanlega margir sem vildu hafa stærra hlutverk og spila meira, Pálmr og Óli eru báðir í landsliðs- klassa, og mér finnst persónulega mjög asnalegt að gefa þeim ekki tækifæri báðum, því þeir hafa varla farið undir 40% í vetur. benni@dv.is Stemning í Digranesi Það hefur verið líf og fjör meðal áhorfenda í digranesi á leikjum HK í vetur. STÆRSTI LEIKUR TÍMABILSINS Mikilvægur hlekkur markús máni michaelsson hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar í vetur. Egidijus Petkevicius algjör lykilmaður í liði HK. Erum ekki að hugsa um neina aðra Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals segir að sitt lið sé ekki að hugsa um hvað önnur lið eru að gera. Spilar á morgun Ólafur gíslason mun væntanlega spila í marki Vals á morgun. Hann og Pálmar Pétursson skipta leikjum Vals bróðurlega á milli sín. Spáir HK sigri Árni stefánsson handboltagúru spáir heimamönnum í HK sigri. Leikir sem eftir eru Lau. 31.mar. digranes 16.15 HK - Valur Mið. 11.apr. austurberg 19.00 Ír - HK Fim. 12.apr. Víkin 20.00 Valur - fram Sun. 15.apríl digranes 16.00 HK - Haukar Lau.dalshöll 16.00 Valur - Ír Sun. 22.apr. Ásvellir 16.00 Haukar - Valur Ka heimilið 16.00 akureyri - HK Staðan í deildinni 1. Valur 17 13 1 3 488:444 44 27 2. HK 17 11 3 3 457:417 40 25 3. fram 17 9 2 6 512:472 40 20 4. stjarnan 17 9 8 463:460 3 18 5. akureyri 17 7 2 8 440:459 -19 16 6. Haukar 17 4 4 9 477:499 -22 12 7. fylkir 17 4 2 11471:505 -34 10 8. Ír 17 4 13 480:532 -52 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.