Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 54
föstudagur 30. mars 200756 Helgarblað DV TónlisT Hin franskættaða Uffie spilar ásamt Steed Lord á Barnum laugardaginn 31.apríl. Uffie sem heitir réttu nafni Anna-Catherine Hartley og er fædd og uppalin í Miami í Bandaríkjunum. Uffie sló í gegn á síðasta ári með lög- unum sínum Pop the Glock og Ready to Uff. Tónlist Uffie flokkast und- ir svokallað elektrónískt raf-hiphop. Uffie hefur meðal annars unnið með raftónlistarmönnunum Mr.Ozio og Feadz en sá síðarnefndi mun einnig spila á Barnum á laugardaginn. Steed Lord hefur verið að gera það gott undanfarið en Svala Bjögvins og félagar eru nýkomin heim frá Miami þar sem þau spiluðu á Winter Music Conference ásamt mörgum af helstu tónlistarmönnunum í raftónlistar- geiranum. Sveitin hefur fengið þó nokkra umfjöllun í tónlistartímarit- um í Evrópu og hafa til dæmis BPM Magazine, Electronic Beats Magaz- ine og Super Super Magazine fjallað um þau. Steed Lord stefnir á að túra um Bandaríkin og Evrópu í sumar og hafa nú þegar verið bókuð á Global Gathering-hátíðina í Bretlandi. Frítt er inn á Barinn á laugardaginn en takmarkaður fjöldi kemst inn. Her- legheitin hefjast upp úr 23.00. asgeir@dv.is Úrslit Músiktilrauna í Hafnarhúsinu. Úrslitakvöld músiktilrauna 2007 fer fram næstkomandi laugardag í Listasafni Íslands, Hafnarhúsinu. Það eru 11 hljómsveitir sem keppa í úrslitum en þær hljómsveitir sem fram koma eru skyreports, shogun, spooky Jetson, magnyl, svanhvít!, Loobyloo, gordon riots, the Custom, the Portals, Hip razical og soðin skinka. foreign monkeys sigurvegarar músiktilrauna 2006 munu byrja og í tilefni 25 ára afmælis músiktilrauna verður ljósmyndarinn Björg sveinsdóttir með myndasýningu á skjávarpa en hún hefur tekið myndir á keppninni síðastliðinn 20 ár. Einnig verður ljósmyndasýning frá Billa en hann hefur tekið myndir af öllum hljómsveitum sem fram hafa komið á músíktilraunum 2007. miðaverð er 1.000 krónur en keppnin hefst klukkan 17:00 og fer miðasala fram á staðnum frá klukkan 16:00 Tónlistarakademía DV segir Kíktu á þessa! Of montréal - Hissing fauna, are You the destroyer? LCd soundsystum - sound of silver motion Boys - Hold me Closer to Your Heart (smáskífa) sprengjuhöllin - Verum í sambandi - (lag) Panda Bear - Person Pitch Steed Lord frítt er á tónleikana. 40 tónlistaratriði á Aldrei fór ég suður hátíðinni. Nærri 40 listamenn hafa nú staðfest komu sína á tónlistarhá- tíðina aldrei fór ég suður sem fram fer á Ísafirði. Nokkrar breytingar hafa orðið á hljóm- sveitunum en þar má helst nefna að I adapt hefur dottið út vegna mikilla anna hljómsveitarmeðlima og í staðin hafa bæst við nokkur ný nöfn. Þar á meðal franska hljómsveitin Nosfell, dónadúettin, Ólöf arnalds og síaðst en ekki síst lúðrasveit tónlistaskólans á Ísafirði. Babyshambles á Glastonbury Hljómsveitin Babyshambles hefur verið bókuð á glastonbury tónlistar- hátíðina sem haldin verður í Bretlandi þann 22. júli. Það er ógæfumaður- inn frægi Pete doherty sem leiðir hljómsveitina, en hún átti eitt sinn að koma á Icelandic airwaves hátíðina, en afboðaði. Það sem athygli vakti við Babyshambles og hátíðina, er að söngvarinn doherty mun fá 100 pund greidd aukalega fyrir söng sinn. En það er víst ekki vaninn. Elektróskvísan Uffie spilar á Barnum á laugardaginn ásamt Steed Lord Elektró-hiphop á Barnum UffiE sPILar á BarNum á LaugardagINN Stórsveitin Benni Hemm Hemm undir forystu Benedikts H. Hermanssonar fær glim- randi umsögn í nýjasta hefti af tónlistartímaritinu Rolling Stones. Segir í blaðinu að ef Sigur Rós myndi stofna hljómsveit með Sufjan Stevens, yrði útkoman ekki ósvipuð Benna Hemm Hemm. Benedikt segist nokkuð hreykinn af umsöginni, en bandið er ný- komið úr tónleikaferð. Benni Hemm Hemm á heita listanum í Rolling Stone „Þetta er bara rosalega magnað og ég er bara svolítið montinn yfir þessu.“ Segir tónlistar- maðurinn Benedikt H. Hermannsson eða Benni Hemm Hemm um nýlega umfjöllun um hann í Rolling Stone tímaritinu. Í nýjasta tölublaði tímaritsins er Benni Hemm Hemm á svokölluðum heitum lista, en þar er les- endum bent á nýjungar í tónlistarlífinu sem vert er að taka eftir. Er meðal annars sagt um bandið að ef tónlistarmaðurin Sufjan Stevens myndi flytja til Íslands og hefja samstarf við Sigur Rós yrði niðurstaðan stórfenglegt stór- sveitapopp á borð við tónlist Benna Hemm Hemm. „Við erum með útgáfufyrirtæki bæði í Bandaríkjunum og Evrópu svo þetta er nátt- úrulega alveg frábær auglýsing fyrir plöturn- ar okkar“ segir Benni en síðasta plata sveitar- innar kemur út í Bandaríkjunum í maí. „Við túrum svo vonandi um Bandaríkin í um það bil 3 vikur í sumar“. Hljómsveitin var að koma heim úr tón- leikaferð sinni um Evrópu og eru dómarnir eftir það ferðalag ekki af verri endanum. Veft- ímaritið Drowned in Sound gefur tónleikum þeirra í Amsterdam einkunnina 9 af 10 fyrir frammistöðuna. „Við spiluðum nánast stanslaust í 2 vikur í Frakklandi, Þýskalandi, Belgíu, Hollandi og Austurríki.“ Benni segir tónleikana í Vín hafa staðið uppúr „Þar var ótrúlega mikið stuð og góð stemmning.“ Þá voru tónleikar hans í Austurríki kallaðir tónleikar ársins af dag- blaði þar í landi, en DV greindi frá því fyrir stuttu. Aðspurður um fyrirhugaða tónleika hér heima segir Benni að nú taki allavega við smá hvíld eftir ferðalagið um Evrópu og getur því miður ekki lofað okkur tónleikum á næst- unni. Benedikt H. Hermannson segir að umsögn rolling stones gæti komið sér vel þegar platan Kajak kemur út í Bandaríkjunum í maí. Rolling Stone Eitt virtasta tónlistartímarit í heimi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.