Fréttatíminn - 17.12.2010, Síða 4

Fréttatíminn - 17.12.2010, Síða 4
G litnir greiddi 9,4 milljarða í arð árið 2007 og Landsbank-inn 4,4 milljarða. Ástæðan var sögð methagnaður beggja bank- anna. Samkvæmt ársskýrslu Lands- bankans þetta ár hagnaðist bankinn um rétt tæpa 40 milljarða. Glitnir var ekki langt á eftir með tæplega 28 milljarða hagnað samkvæmt sinni ársskýrslu fyrir árið 2007. Þannig fengu stærstu hluthafarnir, Björgólfsfeðgar í Landsbankanum og FL Group í Glitni milljarða í arð- greiðslur. En áttu arðgreiðslurnar í Lands- bankanum og Glitni fyrir árið 2007 í raun og veru rétt á sér? Ekki sam- kvæmt hinu norska Lynx Advokat- firma og franska Cofisys sem hafa rannsakað bókhald bankanna með sérstakri áherslu á frammistöðu endurskoðanda bankanna. Sem var í báðum tilvikum PriceWaterhouse- Coopers. Lynx Advokatfirma skoðaði bók- hald Landsbankans og komst að þeirri niðurstöðu að bankinn hefði átt að missa leyfi sitt til bankastarf- semi um leið og ársskýrslan fyrir árið 2007 kom út. Eigið fé bankans hafi verið útblásið þar sem ekki hafi verið tekið tillit til ábyrgðar bank- ans á eigin bréfum sem aflandsfélög áttu. Auk þess hafi lán skuldunauta sem voru í kröggum, líkt og Eimskip og Primus, félag Hannesar Smára- sonar, ekki verið færð nægilega niður. Lynx telur að niðurfærslan hafi átt að vera fimmtíu til hundrað milljörðum meiri heldur en hún var í raun og veru. Samt fékk Samson, félag feðganna Björgólfs Guðmunds- sonar og Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, tæpa tvo milljarða í arð fyrir góðan rekstur það árið. Frakkarnir í Cofisys fóru ekki fögrum orðum um Glitni í sinni skýrslu. Í henni kom fram að bank- inn hefði verið gjaldþrota í árslok 2007. Réttast hefði verið að draga tjöldin fyrir og slökkva ljósin í stað þess að leyfa eigendum og vildar- vinum þeirra að skafa bankann innan frá. Samkvæmt Cofisys var upplýsingum um tengda aðila stór- lega ábótavant og því var raunveru- leg útlánaáhætta bankans aldrei ljós. Kúlulánaæði Glitnismanna var gagnrýnt og talað um að bankinn væri án hliðstæðu í bankaheiminum með fjölda og upphæðir slíkra lána. Ekki hefðu verið gerðar nægar var- úðarráðstafanir vegna niðurfærslna slíkra lána sem væri nauðsynlegt þar sem kúlulán væri með einn gjald- daga, í lok lánstímans, og þess vegna væri erfitt að meta greiðsluhæfni lán- takandans á lánstímabilinu. FL Gro- up fékk um þrjá milljarða í arð fyrir árið 2007 frá Glitni þrátt fyrir þessa annmarka á bókhaldinu. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Fallegar gjafaumbúðir Hentar öllum Gildir hvar sem er Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Gjafakortið sem gildir alls staðar Þú velur upphæðina en viðtakandinn velur gjöfina. Glitnismáli vísað frá í New York 260 milljarðar Upphæðin í skuldabréfaútboðinu sem er grunnur málareksturs slitastjórnar Glittnis.  ArðGreiðslur lAndsbAnkinn oG Glitnir árið 2007 Borguðu 14 milljarða arð út úr gjaldþrota bönkum Hluthafar Landsbankans og Glitnis fláðu feitan gölt í formi arðgreiðslna árið 2007 þótt ýmislegt bendi til að pottur hafi verið brotinn í bókhaldi bankanna. FL Group fékk þrjá milljarða í arð úr ónýtum banka að sögn franskra rannsakenda. Ljósmynd/ Myndasafn Morgunblaðsins Björgólfsfeðgar fengu tvo milljarða í arð úr ónýtum banka að sögn norskra rannsakenda. Ljósmynd/Myndasafn Morgunblaðsins 10 stærstu hluthafar Landsbankans í árslok 2007 Samson eignarhaldsfélag ehf. 40,7% Landsbanki Luxembourg S.A. 6,6% LI-Hedge 4,5% Lífeyrissjóður verslunarmanna 2,9% ÍslandsbankiFBA – safnreikningur 2,7% Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 2,5% LB Holding Ltd 2,5% Arion safnreikningur 2,4% Proteus Global Holding S.A. 1,9% Gildi – lífeyrissjóður 1,8% 10 stærstu hluthafar Glitnis í árslok 2007 FL Group 30,8% Þáttur International 7% Saxbygg Invest 5% Jötunn Holding 4,8% LI Hedge 4,6% Stím ehf. 4,3% GLB Hedge 3,8% Citibank 2% Kristinn ehf. 1,7% Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 1,3% veður Föstudagur laugardagur sunnudagur NorðaN stÓrHríð um laNdið NorðaN- oG austaNvert oG fer veður versNaNdi eftir Því sem líður á daGiNN. HöfuðborGarsvæðið: StrekkingS- vIndur, FroSt oG Þvó AnSI KALt. ÚrKomuLAuSt. eNN verður leiðiNdaveður á laNd- iNu. Hvöss Na-átt oG éljaGaNGur NorðaN- oG NorðaustaNlaNds. HöfuðborGarsvæðið: lægir heldur oG mInnKAndI FroSt. HæGt miNNkaNdi Na-átt oG ferðaveður skáNar mikið á laNdiNu. HöfuðborGarsvæðið: litlar BreytItInGAr en AFtur KóLnAndI. vetrarveðrátta á ný Búið er að vera ótrúlega hægviðrasamt á landinu undanfarnar vikur og vegir á milli landshluta oftast auðir og greiðfærir. en nú í vikunni skipti veðrið algerlega um ham. verst verður norðanhríðin síðdegis í dag, föstudag og fram á laugardagsmorguninn. Þá fer að ganga niður hægt og bítandi og draga úr ofankomu. Íbúar Höfuðborgarsvæðisins verða hins vegar minna og jafnvel lítið varir við veðrið, þökk sé skjólinu frá esjunni. 4 3 6 7 6 1 2 1 1 0 3 3 3 4 3 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Klæddu þig vel www.66north.is Þórsmörk parka Höldum áfram með málið Steinunn Guðbjartsdótt- ir, formaður slitastjórn- ar Glitnis, var brött þrátt fyrir að málinu gegn sjömenningunum hafi verið vísað frá dómi í new york. „Þetta voru vissulega vonbrigði en við munum halda áfram með málið hérna heima,“ sagði hún í samtali við fjölmiðla eftir að dómur var kveðinn upp. „vinnan sem hefur verið unnin í tengslum við málið mun nýtast í framhaldinu,“ sagði Steinunn. -óhþ Ætlar í skaðabótamál Jón Ásgeir Jóhannesson ætlar í skaðabóta- mál vegna frávísunar Glitnismálsins í new york. „Það segir sig sjálft að hinir stefndu hafa orðið fyrir hundraða milljóna kostnaði vegna málaferlanna. Ég get ekki talað fyrir aðra en ég fyrir mitt leyti ætla að sækja rétt minn,“ segir Jón Ásgeir í samtali við Fréttatímann. Hann segir ómögulegt fyrir slitastjórn- ina að leggja fram sömu stefnu á Íslandi og í new york. „Þessi stefna í new york er meiri skáldskapur en bókin þín,“ segir hann við blaðamann. -óhþ Þrír þingmenn vG styðja ekki fjárlagafrumvarpið Þrír þingmenn vinstri grænna styðja ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Þetta kom í ljós við atkvæðagreiðslu í gærmorgun. Þingmennirnir eru Atli Gíslason, Ásmundur einar daðason og Lilja mósesdóttir. við umræður um frumvarpið sagði Lilja að núverandi fjárlagafrumvarp gerði lítið annað en að dýpka kreppuna og verið væri að halda í efnahagsáætlun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þótt forsendur fyrir henni væru löngu brostnar. -óhþ Lífvænleg fyrirtæki aðstoðuð Gengið hefur verið frá samkomulagi um leiðir við úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Aðilar þess eru helstu hagsmunasamtök atvinnulífsins, fjármálafyrirtæki og stjórnvöld. Fjármálafyrir- tækjujm ber að ljúka skoðun á fjárhagsstöðu fyrir 1. júní og gera lífvænlegum fyrirtækjum sem eru í fjárhagsvanda tilboð um úrvinnslu skulda. miðað er við fyrirtækin skuldi að jafnaði ekki meira en milljarð króna. -jh Máli slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Ingibjörgu Pálmadóttur, Hannesi Smárasyni, Pálma Haraldssyni, Lárusi Welding, Þorsteini M. Jónssyni, Jóni Sigurðssyni og PriceWaterhouseCoopers í New York var vísað frá dómi á þriðjudag. Dómari í New York tók sér klukkutíma, eftir að fjallað var um frávísunina, til að taka ákvörðun og komst að þeirri niðurstöðu að málið ætti ekki heima í New York. Málið snýst um stefnu slitastjórnar á hendur sjö- menningunum og PwC vegna 260 milljarða króna skuldabréfaútboðs árið 2007. -óhþ 4 fréttir Helgin 17.-19. desember 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.