Fréttatíminn - 17.12.2010, Page 6

Fréttatíminn - 17.12.2010, Page 6
Það styttist í þá sælutíð er maður hefur góðfús- legt leyfi frá þjóð- félaginu til að liggja út- blásinn af kjötáti heima hjá sér, lesandi nýjustu bækurnar og troðandi í sig enn meira konfekti. Því fannst mér upp- lagt að gera litla verðkönnun hjá þeim aðilum sem selja bæði bækur og konfekt. Auð- vitað fást bækur líka í öllum okkar frábæru bókabúðum og konfekt má vitaskuld fá í miklu fleiri búðum en í þessum fjórum. Verðkönnunin fór fram þriðjudaginn 14. desember. Bækurnar tíu valdi ég af handa- hófi. Því miður er svo fjölbreytt konfektúrval í búðunum að aðeins var marktækt að bera saman tvær tegundir. Aðrar tegundir voru annað hvort ekki alls staðar til eða í mis- munandi pakkninga- stærðum í búðunum. Í konfektinu hafði Bónus vinninginn, en Krónan hefur vinn- inginn í bókunum. Reyndar munar þar mest um bókina Popp- korn sem var á sér- stöku kynningarverði í Krónunni þegar ég gerði könnunina. Allir aðrir titlar eru á lægra verði í Bónus – reyndar oft ekki nema einni krónu ódýrari en í Krónunni. Verðið núna síðustu dagana fyrir jól breytist ört og ég fann að í búð- unum voru menn mjög á tánum. Það verð sem hér er gefið upp á því örugglega eftir að breytast nokkrum sinnum til jóla. Kósý- kvöld Fyrir alla Fyrir ævintýra- gjarna Fyrir elskulega Gott verð! 2.790,- 3.190,- 3.190,- Dr Gunni er UmboðsmaðUr neytenda Ábendingar og kvartanir: drgunni@centrum.is Bækur og konfekt – verðkönnun Gunnar Hjálmarsson drgunni@centrum.is Nettó Hagkaup Krónan Bónus Furðustrandir Arnaldar 3471 3970 3572 3470 Gunnar Thoroddsen - ævisaga 4544 4880 4516 4515 Ég man þig eftir Yrsu 3652 3970 3699 3650 Mér er skemmt Einars Kárasonar 3471 4880 3464 3463 Ljósmyndabókin Poppkorn 4752 4880 3990 4541 10.10.10 Loga Geirs 3953 4490 3952 3951 Dömusiðir Tobbu 2594 3480 2586 2585 Lífsleikni Gillz 2594 3390 2585 2584 Þokan eftir Þorgrím Þráinsson 2474 3380 2579 2473 Árstíðir Þórarins Eldjárns 2399 2990 2499 2398 Samtals 10 bækur: 33904 40310 33442 33630 Mackintosh 2 kílóa dós 2898 2789 2690 2689 Nóa konfektskassi 940 gr 3498 3389 3460 3259 Samtals konfekt: 6393 6178 6150 5948  kópavogUr Útlit fyrir UppbyggingU svæðisins í nÁinni framtíð Fjárfestar vilja Glaðheimasvæðið Hópur erlendra og innlendra fjárfesta skoðar að kaupa gamla hesthúsahverfið á móti Smáralind í Kópavogi. Kópavogsbær seldi svæðið til tveggja félaga á sínum tíma á 6,5 milljarða króna en fékk svo lóðirnar aftur í hausinn. H ópur innlendra og erlendra fjárfesta skoðar að kaupa Glaðheimasvæðið, fyrrum svæði Hestamannafélags- ins Gusts gegnt Smáralind í Kópavogi, og byggja þar íbúða- og atvinnuhúsnæði. Þeir hittu bæjarstjórann og sviðsstjóra skipu- lags- og umhverfissviðs á tveimur fundum, 3. og 6. desember, og er málið í vinnslu hjá skipulagsstjóra. Guðrún Pálsdóttir, bæjar- stjóri í Kópavogi, vill ekki tjá sig um málið þar sem það sé á viðkvæmu stigi, en að sögn upplýsingafulltrúa bæjarins, Örnu Schram, hefur engin ákvörðun verið tekin, hvorki af né á. Mörg ljón á veginum Frímann Frímannsson fer fyrir hópnum. Hann segir ekkert í hendi og mörg ljón á veginum áður en skýrist hvort hópurinn kaupir svæðið. Til að mynda þurfi að breyta aðalskipulagi því hópurinn vilji sjá fleiri íbúðir rísa á staðnum, blokkir í stað atvinnu- húsnæðis. „Fyrst þarf að sjá hver varan er áður en við kaupum,“ segir hann. „Þetta er áhugavert svæði, tólf hektarar og mjög mið- svæðis.“ Hann gefur ekki upp hverjir fjárfestarnir eru. „Okkur fjölgar um 100 þúsund manns á næstu fjörutíu árum,“ segir Frímann spurður hvort hann telji eftirspurn eftir nýju íbúðarsvæði. „Við horfum til framtíðar.“ Fé fram og til baka Fyrir fjórum árum hófust uppkaup bæjarins á hesthúsum Gusts við Glaðheima. Bærinn greiddi 3,5 milljarða króna fyrir svæðið og seldi tveimur eignarhaldsfélögum það; Fast- eignafélaginu SMI, fyrirtækinu sem byggði Smáratorg í Kópavogi og Glerártorg á Akur- eyri, annars vegar og Kaupangi hins vegar, í ársbyrjun 2007 á samtals 6,5 milljarða króna. Byggja átti tugþúsundir fermetra af atvinnu- og íbúðarhúsa á svæðinu, þar á meðal þrjátíu hæða turn. SMI skilaði sínum lóðum á haustmánuðum 2008 en Kaupang- ur sínum nú í sumar. Kópavogur tók, samkvæmt fundargerðum bæjarins, 770 milljóna króna lán í sumar til að kaupa Glaðheimasvæðið að nýju – af Kaupangi. Lánið verður greitt upp með einni greiðslu á lokagjalddaga í apríl 2015 en vextir greiddir hálfsárslega. Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins og fyrrum bæjarstjóri, segir gleðilegt ef erlendir aðilar koma með fé inn í landið. „Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir bæinn en svo er bara spurning hvort meiri- hlutanum auðnast að halda almennilega á þessu máli. Það á eftir að koma í ljós.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Hesthúsin á gamla Glaðheimasvæðinu standa enn. Þar áttu að rísa tugþúsundir fermetra af atvinnu- og íbúðarhúsnæði, þar á meðal þrjátíu hæða turn. Ljósmynd/Hari Fyrst þarf að sjá hver varan er áður en við kaupum. Þetta er áhugavert svæði, tólf hektarar og mjög mið- svæðis. 6 fréttir Helgin 17.-19. desember 2010
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.