Fréttatíminn - 17.12.2010, Page 8

Fréttatíminn - 17.12.2010, Page 8
 Hafnarfjörður StýriHópur vill vinna áfram Vilja leita uppi ungt fólk í sjálfsvígshugleiðingum Í kjölfar sjálfsvíga þriggja ungra pilta í Hafnafjarðarbæ var ráðist í viðamikið forvarnarstarf. Það var gert af ótta við að önnur ungmenni fylgdu í fótspor þeirra. Hópur sérfræðinga vill að skimað verði eftir einstaklingum í áhættuhópi í bænum. v ið viljum að skimað verði eftir ein-staklingum sem eru í áhættuhópi um sjálfsvíg,“ segir Geir Bjarna- son, forvarnafulltrúi í Hafnarfjarðarbæ. „Það gerist ekki sjálfkrafa. Einhver þarf að hafa það verkefni á sinni könnu og ýta því áfram,“ segir hann. Sjálfsvíg þriggja pilta í bænum síðasta vetur leiddi til þess að ákveðið var að mynda stýrihóp vegna van- líðanar og sjálfsvíga ungs fólks í Hafnar- firði sem í sátu sex sérfræðingar. Niðurstaða hópsins er að allur bærinn sé nú betur vakandi gagnvart vanlíðan og að verkferlar vegna sjálfsvíga og forvarna séu ljósari en áður. Hópurinn vill einnig að gerðar verði rannsóknir og stuðlað að markvissum forvörnum. „Afleiðingar vanlíðanar geta oft verið skelfilegar og á krepputíma eru meiri líkur á því að einhver verði útundan,“ segir Geir sem sat í stýrihópnum. Hann hefur sérstakar áhyggjur af ungmennum sem hafa flosnað upp úr námi og eru án vinnu, erfiðast geti verið að ná til þeirra. Þögnin verst Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri segir ekki hafa verið teknar formlegar ákvarðanir um hvernig tillögum stýrihóps- ins verði fylgt eftir en vilji til þess sé fyrir hendi. „Það versta sem samfélag getur gert, þegar ungt fólk tekur líf sitt, er að fela það og láta sem það hafi ekki gerst. Eina leiðin til þess að bregðast við er fræðsla og þekking og nauðsynlegt er að virkja allt samfélagið með forvörninni. Við munum klárlega fara eftir tillögum starfs- hópsins, hvernig svo sem við útfærum það,“ segir hann. „ Fólk þarf að vita meira og skilja aðstæðurnar þegar svona kemur upp. Óttinn við hið óþekkta er verstur.“ Fræðslan fór víða fram Frá síðasta vetri hefur verið gripið til ýmissa aðgerða í bænum, svo sem fræðslu um sjálfsvíg og forvarnir fyrir starfsfólk grunnskóla og heilsugæslustöðva bæjar- ins. Foreldrafélögum var boðið upp á fræðslu frá starfmönnum Rauða krossins um vanlíðan barna, forvarnir og viðbrögð, og fengu foreldrar grunnskólanema bréf þar sem bent var á stuðningsnet skólanna auk þess sem haldnir voru fyrirlestrar fyrir foreldrafélög leikskóla, grunnskóla og framhaldskóla um líðan barna og unglinga. Þá var bæklingur um geðheilsu barna sendur inn á hvert heimili. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  landlækniSembættið Allir unnu saman og eiga hrós skilið „Hafnfirðingar eiga hrós skilið fyrir mjög góð viðbrögð og góða vinnu,“ segir Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunar­ fræðingur og verkefnastjóri Þjóðar gegn þunglyndi hjá Landlæknisembættinu, sem hópurinn fékk til samstarfs við sig. „Öll kerfin unnu saman; prestar, skólastjórn­ endur, félagsþjónustan og heilsugæslan.“ Hún segist ekki vita til þess að önnur bæjar­ félög hafa brugðist eins vel við og gert var í Hafnarfirði, en það hafi verið gert vegna óttans um að fleiri tækju svo afdrifaríka ákvörðun sem piltarnir þrír. Salbjörg Bjarnadóttir hjá Landlæknisembættinu. Það versta sem sam- félag getur gert, þegar ungt fólk tekur líf sitt, er að fela það og láta sem það hafi ekki gerst. Sjálfsvíg þriggja pilta í Hafnarfirði síðasta vetur leiddi til mikillar fræðslu í bænum um vanlíðan ungs fólks. Sérfræðingar vilja nú að skimað verði eftir einstaklingum í áhættuhópi um sjálfsvíg. Ljósmynd/Hari.  HjálparStarf kirkjunnar og Stærri verSlanir Aukapoki til þeirra sem lítið eiga a ukapokinn á aðvent-unni er einn mögu-leiki fólks til að hjálpa þeim sem minna mega sín. Fram að áramótum er hægt að kaupa alls kyns nauðsynjar sem ekki þurfa að vera í kæli og setja í aukapoka í flestum stærri verslunum fyrir þá sem þurfa á hjálp að halda, t.d. pasta, hrísgrjón, hrein- lætisvörur, niðursuðuvörur og fleira. Það er Hjálpar- starf kirkjunnar sem stendur að þessu, sækir pokana í verslanirnar og deilir þeim út í gegnum matarbúr sitt. Verslanirnar sem eru með Hjálparstarfi kirkjunnar í átakinu eru Kostur, Krónan, Nettó, Bónus og Hagkaup á höfuðborgarsvæðinu og mat- vöruverslanir þeirra á Akur- eyri og í Reykjanesbæ. Anna M. Þ. Ólafsdóttir, verkefna- stjóri Hjálparstarfs kirkjunn- ar, segir að átakið hafi gengið vel um síðustu jól en heldur verr nú. Þó hafi safnast 161 poki til útdeilingar. Hjálpar- starf kirkjunnar beinir því til fólks sem er aflögufært að setja vörur eftir efnum og að- stæðum hvers og eins í auka- poka til þeirra sem hafa lítið sem ekkert milli handanna. Anna segir þetta kerfi þægilegt. Fólk geti skilið aukapokana eftir í sérmerkt- um körfum við kassa fyrr- greindra verslana. „Starfs- fólk verslananna fylgist með, hringir og við sækjum pokana,“ segir hún. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is 8 fréttir Helgin 17.­19. desember 2010 JÓLAPRÝÐI PÓSTSINS 2010 Jólaprýði er fallegt jólaskraut fyrir heimilið og tilvalið í jólapakkann. Sveinbjörg Hallgrímsdóttir myndlistar- maður á Akureyri er höfundur jólaóróanna og jólafrímerkjanna 2010. Jólaóróarnir eru seldir 4 saman í pakka á kr. 3.100 og stakir í pakka á kr. 850. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Þvottavél WM 10A163DN á hreint frábærum kjörum! Tekur mest 5 kg, vindur upp í 1000 sn./mín. Með íslensku stjórnborði. Orkuflokkur A. Jólaverð: 84.900 kr. stgr. Með því að kaupa FRIÐARLJÓSIÐ styrkir þú hjálparstarf og um leið verndaðan vinnustað. P IP A R \T B W A - 1 0 2 9 7 5 látum Friðarljósið lýsa upp aðventuna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.