Fréttatíminn - 17.12.2010, Síða 14
Dæmi 1 Dómstólar komast að þeirri
niðurstöðu að Íslendingar þurfi aðeins
að greiða 21 þúsund evrur af hverjum
innlánsreikningi í forgangskröfur. Ef
þetta yrði niðurstaðan þyrfti íslenska
ríkið væntanlega ekki að greiða krónu þar
sem búast má við að fullar heimtur verði
á slíkum forgangskröfum. Hægt yrði að
borga Icesave upp á næstu þremur árum,
alla 632 milljarðana.
Kostnaður ÍslanDs: 0
Dæmi 2 Ef dómstólar ákveða að hver
innlánsreikningur upp í topp verði for-
gangskrafa. Ef þetta verður niðurstaðan
munu endurheimtur til endurgreiðslu
Icesave úr þrotabúi nema 540 milljörðum.
Ofan á þá 92 milljarða sem upp á vantar
leggjast síðan 78 milljarða vextir. Í þessu
dæmi munu almennir kröfuhafar ekki fá
krónu sem gæti orðið erfitt fyrir Ísland þar
sem þeir eru þeir sömu og þarf að leita til
við endurfjármögnun á komandi árum.
Kostnaður ÍslanDs: 170 milljarðar
Dæmi 3 Ef dómstólar dæma að svo-
kölluð heildsölu- og peningamarkaðs-
lán séu ekki forgangskröfur. Þá verður
kostnaður helmingi minni en í dæmi 2.
Kostnaður ÍslanDs: 78 milljarðar
Dæmi 4 Ef dómstólar komast
að þeirri niðurstöðu að ekkert af
innistæðum eða heildasölu- og
peningamarkaðslánum séu forgangs-
kröfur. Þá munu aðeins innheimtast 216
milljarðar úr þrotabúinu. Vaxtakostnaður
verður 170 milljarðar.
Kostnaður ÍslanDs: 585 milljarðar
Þetta dæmi er úr sögunni eftir að ESA,
eftirlitsstofnun EFTA, úrskurðaði á
miðvikudag að Neyðarlögin sem íslenska
ríkið setti í október 2008 brytu ekki í bága
við lög og reglur.
Gefðu Gjafakort Arion banka í jólagjöf.
Gjafakort sem hægt er að nota hvar sem er.
Þú velur fjárhæðina og þiggjandinn velur gjöfina.
Þú færð gjafakortið án endurgjalds
í desember í öllum útibúum Arion banka.
Gjafakort
Arion banka
er hægt að nota
hvar sem er
S teingrímur J. Sigfússon fjármála-ráðherra mælti fyrir frumvarpi vegna nýs Icesave-samnings á Al-
þingi í gær. Þingmenn fara nú í jólafrí
og fer umræða um samninginn fram
eftir að því lýkur 16. janúar. Rætt hefur
verið um að kostnaður íslenska ríkisins
geti í mesta lagi orðið 47 milljarðar ef
mat á endurheimtum úr þrotabúi Lands-
bankans reynist á rökum reist. Það léttir
pressuna á Icesave-skuldbindingunni að
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, skuli hafa
komist að því í vikunni að setning Neyð-
arlaganna í október 2008 hafi verið innan
lagaramma og vísaði um leið sjö kvört-
unarmálum vegna laganna frá. Þessi
ákvörðun þýðir að innistæðureikning-
ar munu njóta forgangs umfram aðrar
kröfur í þrotabú bankanna líkt og lögin
sögðu til um.
Það er þó ekki á vísan að róa með
kostnað vegna Icesave. Fjölmörg dóms-
mál geta haft áhrif á endanlega skuld-
bindingu íslenska ríkisins. Fréttatíminn
hefur undir höndum greinargerð sem
lögmenn unnu fyrir erlenda kröfuhafa
eftir að ljóst varð að nýr Icesave-samn-
ingur var í höfn. Þar er gert ráð fyrir
því að skuldbindingar íslenska ríkisins
geti orðið frá alls engu upp í 178 millj-
arða í þremur mögulegum niðurstöðum.
Reyndar var fjórði möguleikinn uppi á
borðinu sem gekk út á verstu mögulegu
útkomu, það er endurgreiðslu á tæplega
600 milljörðum. Þeim möguleika var
sópað út af borðinu í vikunni með niður-
stöðu ESA. Niðurstöðurnar taka tillit til
ákvarðana dómstóla í málum varðandi
til dæmis hámarksgreiðslur fyrir hvern
innistæðureikning og hvernig heildsölu-
og peningamarkaðslán verða flokkuð.
oskar@frettatiminn.is
O rkuveitan hefur selt þó nokkrum lífeyrissjóðum fimm milljarða á markaðs-
virði í skuldabréfaútboði Orkuveit-
unnar eins og hún stefndi að,“ segir
Helgi Þór Ingason, forstjóri Orku-
veitunnar. „Þetta útboð skiptir máli
fyrir Orkuveituna. Við glímum við
endurfjármögnun félagsins og þetta
útboð er liður í því.“
Í sumar kynnti
fjármálaskrif-
stofa Reykjavík-
urborgar stöðu
Orkuveitunnar
og kom þá fram
að Orkuveitan
væri aðeins fjár-
mögnuð út árið.
Helgi segir stöð-
una hafa vænkast
með verðhækk-
unum í haust og
hún sé flóknari en
svo að Orkuveitan
eigi aðeins fyrir
lánum þessa árs.
Spurður hvernig
hann meti líkurn-
ar á því að borgin
þurfi að hlaupa undir bagga með
Orkuveitunni svarar hann:
„Auðvitað velta menn í áhættu-
stjórnun því fyrir sér hvað getur
gerst og hvað ekki, en við erum hér
á ágætri ferð í mjög góðri vinnu. Öll
okkar vinna frá því í haust er jákvæð
og ég hef töluverða sannfæringu
fyrir því að hún skili árangri. Það er
gott að vita af þessari tólf milljarða
króna ábyrgð [borgarinnar] en ég
vona auðvitað að til þess komi ekki
að við þurfum að grípa til hennar.“
Spurður nánar út í áhættuna svarar
Helgi: „Ég get ekki farið út í það
meir.“
Hinn 9. desember síðastliðinn
fengu borgarráðsfulltrúar kynn-
ingu á stöðu fjármögnunar Orku-
veitu Reykjavíkur og vildi Helgi
ekki greina nánar frá henni; for-
sendurnar hafi ekki breyst frá því
að fimm ára fjárhagsáætlun Orku-
veitunnar var kynnt í október, en
hún gerir ráð fyrir að hægt verði að
greiða öll lán utan hundrað millj-
óna evruláns sem gjaldfalli 2013.
Samkvæmt þriðja árshlutauppgjöri
skuldaði Orkuveitan 219,6 milljarða
króna í septemberlok.
Gunnhildur arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
iceSave NiðurStaða eSa varðaNdi NeyðarlögiN breytir miklu
Setur 600 milljarða króna
Icesave-kröfu út af borðinu
Neyðarlögin, sem ríkisstjórn Íslands setti í október 2008, rúmast innan lagaramma Evrópska efnahagssvæðisins samkvæmt niðurstöðu
ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Niðurstaðan þýðir að íslenska ríkið getur aldrei fengið alla Icesave-ábyrgðina upp á 600 milljarða í fangið.
Þar er gert ráð
fyrir því að
skuldbindingar
íslenska ríkisins
geti orðið frá
alls engu upp í
178 milljarða í
þremur mögu-
legum niður-
stöðum.
57.446.403
milljarðar
króna voru
eigið fé
Orkuveit-
unnar í
septem-
berlok og
hafði vaxið
úr 14,4% í
árslok 2009
í 20,1%.
Lífeyrissjóðir leggja
fimm milljarða inn í
Orkuveituna
Forstjórinn segir fjárhagsstöðuna hafa vænkast og vonar að ekki
þurfi að grípa til tólf milljarða króna ábyrgðar borgarinnar.
OrkuveitaN milljarðar í SkuldabréfaútbOði
Unnið er hörðum höndum að því að
losa Orkuveitunni úr fjárhagskröggum
sínum. Ljósmynd/Hari
Steingrímur J. Sigfússon mælir fyrir frumvarpi vegna Icesave-samnings önnur jólin í röð. Ljósmynd Hari
14 fréttir Helgin 17.-19. desember 2010