Fréttatíminn - 17.12.2010, Síða 14

Fréttatíminn - 17.12.2010, Síða 14
Dæmi 1 Dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að Íslendingar þurfi aðeins að greiða 21 þúsund evrur af hverjum innlánsreikningi í forgangskröfur. Ef þetta yrði niðurstaðan þyrfti íslenska ríkið væntanlega ekki að greiða krónu þar sem búast má við að fullar heimtur verði á slíkum forgangskröfum. Hægt yrði að borga Icesave upp á næstu þremur árum, alla 632 milljarðana. Kostnaður ÍslanDs: 0 Dæmi 2 Ef dómstólar ákveða að hver innlánsreikningur upp í topp verði for- gangskrafa. Ef þetta verður niðurstaðan munu endurheimtur til endurgreiðslu Icesave úr þrotabúi nema 540 milljörðum. Ofan á þá 92 milljarða sem upp á vantar leggjast síðan 78 milljarða vextir. Í þessu dæmi munu almennir kröfuhafar ekki fá krónu sem gæti orðið erfitt fyrir Ísland þar sem þeir eru þeir sömu og þarf að leita til við endurfjármögnun á komandi árum. Kostnaður ÍslanDs: 170 milljarðar Dæmi 3 Ef dómstólar dæma að svo- kölluð heildsölu- og peningamarkaðs- lán séu ekki forgangskröfur. Þá verður kostnaður helmingi minni en í dæmi 2. Kostnaður ÍslanDs: 78 milljarðar Dæmi 4 Ef dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að ekkert af innistæðum eða heildasölu- og peningamarkaðslánum séu forgangs- kröfur. Þá munu aðeins innheimtast 216 milljarðar úr þrotabúinu. Vaxtakostnaður verður 170 milljarðar. Kostnaður ÍslanDs: 585 milljarðar Þetta dæmi er úr sögunni eftir að ESA, eftirlitsstofnun EFTA, úrskurðaði á miðvikudag að Neyðarlögin sem íslenska ríkið setti í október 2008 brytu ekki í bága við lög og reglur. Gefðu Gjafakort Arion banka í jólagjöf. Gjafakort sem hægt er að nota hvar sem er. Þú velur fjárhæðina og þiggjandinn velur gjöfina. Þú færð gjafakortið án endurgjalds í desember í öllum útibúum Arion banka. Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er S teingrímur J. Sigfússon fjármála-ráðherra mælti fyrir frumvarpi vegna nýs Icesave-samnings á Al- þingi í gær. Þingmenn fara nú í jólafrí og fer umræða um samninginn fram eftir að því lýkur 16. janúar. Rætt hefur verið um að kostnaður íslenska ríkisins geti í mesta lagi orðið 47 milljarðar ef mat á endurheimtum úr þrotabúi Lands- bankans reynist á rökum reist. Það léttir pressuna á Icesave-skuldbindingunni að ESA, eftirlitsstofnun EFTA, skuli hafa komist að því í vikunni að setning Neyð- arlaganna í október 2008 hafi verið innan lagaramma og vísaði um leið sjö kvört- unarmálum vegna laganna frá. Þessi ákvörðun þýðir að innistæðureikning- ar munu njóta forgangs umfram aðrar kröfur í þrotabú bankanna líkt og lögin sögðu til um. Það er þó ekki á vísan að róa með kostnað vegna Icesave. Fjölmörg dóms- mál geta haft áhrif á endanlega skuld- bindingu íslenska ríkisins. Fréttatíminn hefur undir höndum greinargerð sem lögmenn unnu fyrir erlenda kröfuhafa eftir að ljóst varð að nýr Icesave-samn- ingur var í höfn. Þar er gert ráð fyrir því að skuldbindingar íslenska ríkisins geti orðið frá alls engu upp í 178 millj- arða í þremur mögulegum niðurstöðum. Reyndar var fjórði möguleikinn uppi á borðinu sem gekk út á verstu mögulegu útkomu, það er endurgreiðslu á tæplega 600 milljörðum. Þeim möguleika var sópað út af borðinu í vikunni með niður- stöðu ESA. Niðurstöðurnar taka tillit til ákvarðana dómstóla í málum varðandi til dæmis hámarksgreiðslur fyrir hvern innistæðureikning og hvernig heildsölu- og peningamarkaðslán verða flokkuð. oskar@frettatiminn.is O rkuveitan hefur selt þó nokkrum lífeyrissjóðum fimm milljarða á markaðs- virði í skuldabréfaútboði Orkuveit- unnar eins og hún stefndi að,“ segir Helgi Þór Ingason, forstjóri Orku- veitunnar. „Þetta útboð skiptir máli fyrir Orkuveituna. Við glímum við endurfjármögnun félagsins og þetta útboð er liður í því.“ Í sumar kynnti fjármálaskrif- stofa Reykjavík- urborgar stöðu Orkuveitunnar og kom þá fram að Orkuveitan væri aðeins fjár- mögnuð út árið. Helgi segir stöð- una hafa vænkast með verðhækk- unum í haust og hún sé flóknari en svo að Orkuveitan eigi aðeins fyrir lánum þessa árs. Spurður hvernig hann meti líkurn- ar á því að borgin þurfi að hlaupa undir bagga með Orkuveitunni svarar hann: „Auðvitað velta menn í áhættu- stjórnun því fyrir sér hvað getur gerst og hvað ekki, en við erum hér á ágætri ferð í mjög góðri vinnu. Öll okkar vinna frá því í haust er jákvæð og ég hef töluverða sannfæringu fyrir því að hún skili árangri. Það er gott að vita af þessari tólf milljarða króna ábyrgð [borgarinnar] en ég vona auðvitað að til þess komi ekki að við þurfum að grípa til hennar.“ Spurður nánar út í áhættuna svarar Helgi: „Ég get ekki farið út í það meir.“ Hinn 9. desember síðastliðinn fengu borgarráðsfulltrúar kynn- ingu á stöðu fjármögnunar Orku- veitu Reykjavíkur og vildi Helgi ekki greina nánar frá henni; for- sendurnar hafi ekki breyst frá því að fimm ára fjárhagsáætlun Orku- veitunnar var kynnt í október, en hún gerir ráð fyrir að hægt verði að greiða öll lán utan hundrað millj- óna evruláns sem gjaldfalli 2013. Samkvæmt þriðja árshlutauppgjöri skuldaði Orkuveitan 219,6 milljarða króna í septemberlok. Gunnhildur arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  iceSave NiðurStaða eSa varðaNdi NeyðarlögiN breytir miklu Setur 600 milljarða króna Icesave-kröfu út af borðinu Neyðarlögin, sem ríkisstjórn Íslands setti í október 2008, rúmast innan lagaramma Evrópska efnahagssvæðisins samkvæmt niðurstöðu ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Niðurstaðan þýðir að íslenska ríkið getur aldrei fengið alla Icesave-ábyrgðina upp á 600 milljarða í fangið. Þar er gert ráð fyrir því að skuldbindingar íslenska ríkisins geti orðið frá alls engu upp í 178 milljarða í þremur mögu- legum niður- stöðum. 57.446.403 milljarðar króna voru eigið fé Orkuveit- unnar í septem- berlok og hafði vaxið úr 14,4% í árslok 2009 í 20,1%. Lífeyrissjóðir leggja fimm milljarða inn í Orkuveituna Forstjórinn segir fjárhagsstöðuna hafa vænkast og vonar að ekki þurfi að grípa til tólf milljarða króna ábyrgðar borgarinnar.  OrkuveitaN milljarðar í SkuldabréfaútbOði Unnið er hörðum höndum að því að losa Orkuveitunni úr fjárhagskröggum sínum. Ljósmynd/Hari Steingrímur J. Sigfússon mælir fyrir frumvarpi vegna Icesave-samnings önnur jólin í röð. Ljósmynd Hari 14 fréttir Helgin 17.-19. desember 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.