Fréttatíminn - 17.12.2010, Síða 18

Fréttatíminn - 17.12.2010, Síða 18
– Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 24 31 1 1/ 10 Jólin eru tími til að gefa. Í Lyfju finnurðu úrval af gjafavöru í pakkana til þeirra sem þér þykir vænst um. Við erum aldrei langt undan. Mundu eftir jólahandbók Lyfju. Kannski er jólagjöfin í Lyfju Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Setbergi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík LYFJA STYÐUR LANDSLIÐ KVENNA Í HANDBOLTA er greiddur með annarri fasteign. Makaskipta- samningar hafa verið mjög algengir í íbúðavið- skiptum frá hruni en undanfarin misseri hefur nánast þriðjungur heildarviðskipta með íbúðir verið afgreiddur með makaskiptasamningum þar til nú þegar aftur hefur dregið úr tíðni maka- skiptasamninga.“ Fólk staðgreiðir fasteignir Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali, sem á og rekur fasteignasöluna Fasteignasalinn.is, segir það vera að aukast að kaupendur staðgreiði fast- eignir, ekki síst minni eignir. Hún segir töluvert um það að fólk sé að flytja heim frá útlöndum, fólk sem hafi komið sér vel fyrir ytra en sjái nú tækifæri til fasteignakaupa hér heima. Gengið sé hagstætt sem og fasteignaverð. „Það er enn hægt að ná góðu verði þegar fólk er að kaupa en það er að komast meira jafnvægi á markaðinn,“ segir hún. Ásdís nefnir einnig að talsvert sé um að foreldrar fjárfesti í eignum fyrir börn sín, setji 10, 20 eða 30 milljónir í slíka fasteign. „Ef fólk á skuldlausa fasteign skiptir ekki máli hvernig verð þróast. Fasteignakaup eru í raun lang öruggasti fjárfestingarkosturinn sem er í boði. Fólk veit ekkert hvaða vexti það fær fyrir peningana sína en þótt allt fari til fjandans, jafn- vel þótt kerfishrun verði, þá heldur það fasteign- inni ef um skuldlausa eign er að ræða. Þá getur fólk beðið vandann af sér,“ segir Ásdís. Dregið hefur úr makaskiptum á fasteigna- markaðnum, að sögn Ásdísar. Hún segir þau makaskipti sem nú eigi sér stað vera þau sem henti báðum. Það hafi dregið úr því að eigendur stærri fasteigna taki hvað sem er upp í. „Það er ekki langt síðan yfir sautján þúsund fasteignir voru til sölu á landinu öllu. Nú eru Klassísk örugg hönnun heldur verðgildi sínu M ér sýnist fólk kaupa klassíska örugga hönnun sem heldur verðgildi sínu,“ segir Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, en verslunin hefur um 35 ára skeið selt húsgögn og húsbúnað þekktra hönnuða þar sem segja má að frægastir séu stólar danska hönnuðarins Arne Jacobsen, Egg- ið, Svanurinn og fleiri, auk þekktra lampa og annars húsbúnaðar. „Þetta eru vörur,“ segir Eyjólfur, „sem fólk þekkir, er öruggt með og getur losnað við ef það vantar pen- inga. Þetta stendur vel í verði ef það þarf að selja, það er staðreynd,“ bætir hann við. „Það er jöfn og góð sala í klassískum og öruggum hlutum en erfiðara að koma með nýja hluti. Það er eins og fólk þori ekki að taka áhættu. Útkoma okkar á árinu er því mjög góð, ég er mjög sáttur,“ segir Eyjólfur en nánast öll vara er staðgreidd í Epal. Svo hefur verið alla tíð. Eyjólfur segir verslun sína auðvitað hafa fundið fyrir hruninu sem hér varð en þar á bæ hafi menn haldið sínu striki, látið lætin í kringum fjármálastarfsem- ina ekki trufla sig alvarlega. „Við höfum verið með ákveðna stefnu og hugmynda- fræði og höldum henni áfram. Við höfum verið jákvæð og skynsöm og það er fullt af skynsömu fólki sem kaupir þessa vöru. Þótt margir hafi farið illa út úr hruninu eru samt margir sem voru ekki í neinni vit- leysu.“ um tvö þúsund færri í boði, eða rúmlega fimm- tán þúsund,“ segir Ásdís. Hún segir að bankar hafi fyrr á árinu dregið úr fólki með kaup, boðað brunaútsölu með haustinu vegna gjaldþrota sem vænta mætti. Sú hafi ekki orðið raunin og nú hafi stjórnvöld gripið til þeirra aðgerða að fólk haldi eignum sínum. Fólk sé því hætt að bíða og leiti þeirra lausna sem það þarf varðandi fasteigna- kaup eftir fjölskylduþörfum. Lúxusjeppar renna út á nýjan leik En fleira er matur en feitt kjöt, segir einhvers staðar. Það er ekki aðeins fasteignamarkaður- inn sem er að lifna við. Bílamarkaðurinn hefur heldur verið að taka við sér að undanförnu en mesta athygli hafa þau tíðindi þó vakið að lúx- usjeppar hafa runnið út eins og heitar lummur, nokkuð sem hefur ekki sést síðan í góðærinu forðum, eða óðærinu eins og sumir vilja fremur kalla það tímabil. Frá því var greint í vikubyrjun að Toyota-umboðið hefði selt 145 Land Cruiser- jeppa á árinu. Þeir eru seldir í tveimur gerðum, nýjum millistærðarjeppa af gerðinni 150 sem kostar frá 8,5-12 milljónir króna og 200-gerðinni sem kostar um 17,6 milljónir króna. Aðalsalan er í 150-gerðinni en 128 slíkir hafa selst á árinu en 17 af stærri 200-gerðinni. Þetta er talsverð breyting frá því sem verið hef- ur undanfarin tvö ár en í „óðærinu“ seldist Land Cruiser 120, forveri 150-bílsins, allra bíla mest hér á landi, sló út smábíla sem yfirleitt seljast best í öllum löndum. Vakti það athygli út fyrir land- steina sem og gríðarleg sala í dýrustu jeppum eins og Range Rover. Sala slíkra bíla hér á landi var m.a. meiri en í Svíþjóð og Danmörku saman- lagt og sagði margt um það æði sem hér var þegar gengi krónunnar var slíkt að örmyntin sú virtist vera með sterkustu gjaldmiðlum heims. Vera kann að það ráði nokkru um sölu Land Cruiser-jeppanna nú að frumvarp um breytingar á vörugjöldum er í meðförum Alþingis og gæti orðið að lögum um áramót. Þá hækkar verð svo stórra bíla væntanlega eitthvað því vörugjöldin munu taka mið af útblæstri í stað vélarstærðar. Sparneytnir bílar munu bera lægri vörugjöld en þeir sem meira menga. Hvað sem því líður sýnir hin aukna sala að margir luma á peningum og treysta sér til að kaupa bíla sem kosta að meðal- tali um tíu milljónir króna enda má ætla, miðað við það, að heildarverðmæti seldra Land Cruiser- jeppa á árinu nemi um hálfum öðrum milljarði króna. Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, segir það rétt að sala stærri og dýrari bíla frá To- yota hafi verið góð að undanförnu. Þar ber hæst söluna á Land Cruiser 150. Páll segir Land Crui- ser-jeppann hafa verið vinsælan bíl mjög lengi og hann eigi sterkan kaupendahóp. Sá hópur Land Cruiser-eigenda sem kominn sé á miðjan aldur og þar yfir setji gamla Land Cruiser-jeppann upp í nýjan og staðgreiði milligjöfina. Þetta fólk eigi peninga. Páll segir hins vegar að smábílar hafi ekki selst vel á árinu, nema þeir bílar sem farið hafi til bílaleiga. Það sé liðin tíð að ungt fólk kaupi nýja bíla. „Fyrirhugaðar breytingar á lögum hafa örugg- lega haft áhrif á sölu þessara bíla síðustu vik- ur enda eigum við engan bíl til,“ segir Páll en hann veit ekki hve mikið verð hækkar á bíl eins og Land Cruiser 150, enda sé frumvarpið enn til meðferðar hjá Alþingi og geti breyst. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Klassísk húsgögn sem standa vel í verði seljast vel líkt og hinn frægi Corona stóll Eriks Jörgensen. Dýrir bílar eins og Toyota Land Cruiser 150 hafa selst vel að undanförnu. Kaupendur láta gjarna eldri bíl sömu gerðar upp í og staðgreiða mis- muninn. 18 úttekt Helgin 17.-19. desember 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.