Fréttatíminn - 17.12.2010, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 17.12.2010, Blaðsíða 30
Jólatilboð 7.948 kr. Góð jólagjöf! VISOMAT blóðþrýstingsmælir. Íslenskur leiðarvísir. Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is F ólk stendur í þeirri trú að hérlendis hafi alla tíð verið háð friðsöm stjórn­ málabarátta. Það er bara misskilningur. Menn hafa kannski ekki mikið verið að ræða þennan tíma og kosið að gleyma átökunum,“ segir Þór Whitehead prófessor. Í nýrri bók, Sovét­Ísland óskalandið, um aðdraganda byltingar sem aldrei varð, lýsir hann undir­ búningi Kommúnistaflokks Íslands, sem var deild í heimsbyltingarsam­ bandinu Komintern í Moskvu, að byltingu hér á landi. Beitt var grófu ofbeldi og fjöldi manns slasaðist. Í bókinni kemur fram að tugir valdra flokksmanna lærðu hernað, meðferð skotvopna og neðanjarðarstarfsemi í byltingarskólum í Moskvu. Bar­ dagalið flokksins hafði lögregluna undir í Gúttóslagnum 1932 og átti að leiða byltinguna. Bylting eini tilgangurinn „Eini tilgangurinn með stofnun Kommúnistaflokksins var að gera byltingu, að koma á sameignarþjóð­ félagi með valdi og vopnum. Komm­ únistarnir höfðust ekki við í Alþýðu­ flokknum vegna þess að þeir sættu sig ekki við aðferð hans til að komast til valda og koma á þessu skipulagi,“ segir Þór og bendir á að deila Alþýðu­ flokksins og kommúnista hafi verið um aðferð fremur en þjóðfélagslegt markmið. „Forystumenn kommúnista fóru ekkert leynt með þær aðferðir sem þeir ætluðu að beita. Þeir sögðu að þeir myndu beita vopnum hér. Einar Olgeirsson sagði það beinlínis, menn fóru ekkert í grafgötur með það. Það er tvennt í þessu. Annars vegar hispursleysið á sínum tíma þegar flokkurinn starfaði og hins vegar feluleikurinn sem menn hafa farið í síðar þegar horft var til baka. Það hentaði ekki pólitískt að menn hefðu verið svona hreinskilnir um þetta. Þetta liggur allt fyrir í málflutningi þessara manna á sínum tíma. Þá var talið að kapítalisminn væri að því kominn að hrynja. Þetta var allt svo mikill raunveruleiki í augum þessa fólks. Byltingin var ekkert fjarlægt markmið á þessum tíma, alls ekki. Í því sambandi má nefna að þegar Brynjólfur Bjarnason fór til Moskvu 1932, sagði hann við Komintern að ástandið á nokkrum stöðum á Íslandi jaðraði við byltingarástand.“ Þór bendir hins vegar á að þessir menn hafi ekki verið neinir bjálfar. Þeir hafi áttað sig á því að þeir höfðu ekki styrk til þess í nóvember 1932 að taka völdin. Hins vegar hafi verið fólk innan raða flokksins sem taldi þann tíma kominn. Sovéski sendiherrann hafði það eftir Einari Olgeirssyni, árið 1952, að hópur útlærðra byltingarmanna hefði verið þeirrar skoðunar að efna ætti til vopnaðrar uppreisnar í landinu. Það var ágreiningur innan þeirra raða um mat á ástandinu. Á endanum verður að grípa til vopna og berjast Í bók sinni birtir Þór nafnalista ís­ lenskra byltingarnema, og dulnefni sumra, í Moskvu á árabilinu 1929­ 1938, í Lenínskólanum og Vesturhá­ skólanum. „Þessir menn voru sendir í alhliða byltingarþjálfun,“ segir Þór. „Námið var að mestu leyti bóklegt en það var jafnframt verklegt. Menn taka ekki völdin með því að fletta doðröntum. Á endanum kemur til þess að þeir verða að grípa til vopna og berjast og þeir voru búnir undir það,“ bætir hann við og segir Íslend­ inga í byltingarskólum Moskvu hafa stundað skotæfingar og lært meðferð skotvopna með sama hætti og aðrir nemendur. Slíkt hafi verið hluti af náminu. Höfuðborgin í höndum byltingar- flokks Annað viðfangsefni hinnar nýju bókar Þórs er ákaflega veikburða ríkisvald hér. „Það er tregða í Ís­ lendingum yfirleitt að halda uppi löggæslu, allt frá 19. öld,“ segir Þór. „Ótrúlegt er hvernig fámennum hópi lögregluþjóna var teflt gegn múgi manns enda fóru lögreglumenn­ irnir illa út úr því,“ bætir hann við en í verstu átökunum slösuðust tveir þriðju hlutar lögregluliðsins. Sumir voru stórslasaðir og örorka þriggja varð varanleg. „Ástandið var alvar­ legt þegar lögreglan var orðin óvíg. Í hvaða landi sem væri hefðu það verið talin ótrúleg tíðindi að höfuðborgin væri í höndum byltingarflokks,“ segir Þór. „Viðbrögðin voru fólgin í því að stofna varalið, bæði fyrir sunnan og norðan. Fólk gerir sér ekki grein fyr­ ir því að það skuli hafa þurft í Reykja­ vík og fyrir norðan að halda uppi varaliði, vel á annað hundrað manns, til að tryggja það að bæjarstjórnir fengju fundafrið og bæjarfulltrúar frið fyrir árásum og atlögum.“ Fræðileg umræða er nauðsynleg Í mörgum neðanmálsgreinum gerir Þór Whitehead margar athugasemd­ ir við skrif Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings og Jóns Ólafssonar, prófessors á Bifröst, og segir í eftir­ mála að hann líti á það sem framlag til fræðilegra rökræðna um sögu kommúnistahreyfingarinnar á Ís­ landi. Þór segist ekki eiga von á sér­ stökum viðbrögðum frá þeim. „Ég geri ráð fyrir því að þeir svari fyrir sig og ég áskil mér rétt til andsvara. Við búum sem betur fer í frjálsu landi. Fræðileg umræða er nauðsyn­ leg, gagnrýni er lífsnauðsynleg fyrir öll fræði – og líka gagnrýni á eigin verk. Þess vegna notaði ég tækifærið til að leiðrétta nokkrar villur í eigin verki.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Sunnudaginn 22. september 1946 efndu sósíalistar til fjölmenns úti­ fundar í Miðbæjarbarnaskólaport­ inu í nafni ASÍ, stúdenta, Banda­ lags listamanna og fleiri samtaka. Kunnir ræðuskörungar, þar á með­ al séra Sigurbjörn Einarsson, Að­ albjörg Sigurðardóttir og Halldór Kiljan Laxness, fordæmdu Kefla­ víkursamninginn af eldmóði í norð­ austanstormi og kulda. Þegar fund­ arstjórinn, Stefán Ögmundsson, prentari og varaforseti ASÍ, sleit fundi hvatti hann „allan verkalýð og launþega að vera reiðubúna til að gera allt, sem í þeirra valdi stend­ ur, til að kæfa þá elda, sem nú eru kyntir að sjálfstæði Íslands“. Stefán var gamalreyndur baráttumaður úr innsta kjarna KFÍ og orð hans minntu á herhvöt kommúnista, þeg­ ar þeir hvöttu til atlögu gegn bæjar­ stjórn á kreppuárunum. Nokkrir forsprakkar sósíalista, einkum Sigurður Thoroddsen, verkfræð­ ingur og fyrrverandi alþingismað­ ur (sonur Skúla Thoroddsens, rót­ tæks sjálfstæðisforingja á fyrri tíð), Sovét-Ísland óskalandið. Kafli 75. Aðför að for- sætisráðherra Framhald á síðu 32 Menn taka ekki völdin með því að fletta doðröntum Ótrúlegt er hvernig fámennum hópi lög- regluþjóna var teflt gegn múgi manns enda fóru lögreglu- mennirnir illa út úr því. Þór Whitehead prófessor. Í bók hans, Sovét-Ísland óskalandið, er brugðið nýju ljósi á byltingarstarf Kommúnistaflokks Íslands og mesta átakatíma í sögu þjóðarinnar. Ljósmynd/Hari Kommúnistaflokkur Íslands var deild í heimsbyltingarsam- bandinu Komintern í Moskvu. Yfirlýst markmið flokksins var bylting og stofnun Sovét-Ís- lands. Forystumenn hans fóru ekki leynt með að vopnum yrði beitt til að ná markmiðinu. Tugir valdra flokksmanna voru sendir í alhliða byltingarþjálfun í Moskvu þar sem þeir lærðu meðferð skotvopna og stund- uðu skotæfingar. 30 viðtal Helgin 17.-19. desember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.