Fréttatíminn - 17.12.2010, Page 38

Fréttatíminn - 17.12.2010, Page 38
að koma ekki heim fyrr en ég hefði náð í eina, tvær rjúpur en Karl litli kom heim sex tímum síðar með átján rjúpur. Ég var svo ánægður því þá fannst mér ég vera orðinn maður. En þarna kom indíáninn upp í mér. Það var mottó hjá pabba: „Ef þú étur það ekki, þá drepur þú það ekki.“ Leitin að framtíðarstarfinu „Pabbi var alltaf að hugsa um hvað ég gæti gert í lífinu. Ég var farinn að klippa vini mína mjög ungur, en það var ekki sú vinna sem pabbi hafði í huga þótt honum þætti ég sérstaklega handlaginn. Eitt sumarið vann ég á verkstæðinu hjá honum. Maður einn í bænum átti þessa svaka drossíu sem þurfti að gera við gírkassann í og mér var falið það verk. Ég tók gírkassann í sundur og sá alveg á svipnum á samstarfsmönnum mínum: „Já, right, þú kemur þessum aldrei saman aftur!“ En ég gerði það sko og eigandinn ók á brott mjög ánægður með viðgerðina. Þá hugsaði ég með mér: „Þá er þetta búið, ég þarf ekki að sanna neitt meira hér!“ Mamma var mjög mikil húsmóðir og það var alltaf hlaðborð heima því mamma eldaði og bakaði allan sólarhringinn. Vinir mínir vildu alltaf hitta mig um þrjúleytið svo að þeir lentu örugglega í veislunni. Fljótlega eftir að ég komst á unglingsár var það orðinn brandari hjá okkur mömmu að velta fyrir okkur hvað pabbi myndi nú finna fyrir mig að læra. Ég var strax aktífur sem barn að ryksuga og þrífa þannig að hugur minn leiddist að því sem þótti ekki mjög karlmannlegt á þeim tíma. Annars er ég búinn að fá mig fullsaddan á allri umræðu um kynhneigð fólks. Hvað varðar fólk um hver er samkynhneigður og hver ekki? Ég lifi eftir mottó inu: „Dæmið ei, svo þér verðið ei dæmdir.“ Ef ein- hver hefur mikla þörf fyrir að vita hvort ég er í sam- bandi þá er svarið nei og konur hafa vit á því að reyna ekki að snúa „gay“ mönnum því þær vita að þeir eru ósnúanlegir! Ég hef alltaf viljað vera þekktur fyrir störf mín, en ekki einkamál mín.“ Lesblinda kemur í ljós „En aftur að pabba og störfunum sem hann fann fyrir mig. Einn morguninn hringdi hann heim og sagðist vera búinn að finna framtíðarstarfið mitt. Svo kom hann heim og byrjaði með langri ræðu um fjóra togara sem vantaði einmitt það sem ég ætti að læra; ég gæti farið suður og komið strax aftur norður: Útvarpsvirki. Mér fannst himinninn hrynja yfir mig – ég var svo hræddur við rafmagn! Ég vildi læra hárgreiðslu en fór að ósk foreldra minna í Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki til að taka verslunarpróf. Mér leiddist gríðarlega þar og safn- aði á mig sextán kílóum! Öll svona fög eins og reikning- ur voru alveg lokuð fyrir mér – enda var móðir mín ekki glöð þegar ég fékk einkunnina. Það sem viðkom hönd- unum gat ég skilið – enda vissi ég ekki fyrr en ég var orðinn 39 ára að ég væri lesblindur. Það var mikill léttir því þá vissi ég að ég væri ekkert heimskari en aðrir. Ég hafði reyndar fengið 11 í Biblíusögum í barnaskóla, sem á ekki að vera hægt, en það var vegna þess að ég skrifaði ritgerð í stað svars við spurningum.“ Norðurlandsmeistari í þrístökki ,,Ég var góður í íþróttum og keppti í frjálsum íþróttum. Norðurlandsmótið í frjálsum var mesta niðurlæging ævi minnar. Ég var auðvitað öðruvísi en hinir strákarnir, alltaf umkringdur kvenfólki. Allir skólar á Norður- landi kepptu og ég keppti meðal annars í þrístökki án atrennu. Um leið og ég var að leggja í hann og búið að kynna mig, gargaði einhver töffarinn: „Þá stekkur Karl hinn kvenlegi!“ Reiðin og illskan sem kom í mig varð til þess að ég varð Norðurlandsmeistari í þrístökki án atrennu. Þá lærði ég það að ef ég gerði tvisvar sinnum betur en aðrir, yrði ég látinn í friði.” Pabbi Karls fann aðra vinnu fyrir hann sem myndi henta honum. Hann gæti orðið kokkur á skipi! „Þá hélt ég til Reykjavíkur í nám við Hótel- og veit- ingaskólann og lærði að verða matreiðslumaður. Kom heim, fór til sjós og hef aldrei fengið aðra eins inni- lokunarkennd á ævinni. Ég eldaði, það var ekki málið, en mér leiddist svo hræðilega að ég bað um að fá að fara niður til strákanna og taka þátt í aðgerð. Ég kunni betur við að vera í slorinu. En eftir þrettán daga á sjó vissi ég að þetta væri ekkert fyrir mig. Ég fékk hræði- lega innilokunarkennd þegar við vorum komnir út á ballarhaf og ég sá ekki til lands. Ég verð að sjá til lands, einhverja eyju að minnsta kosti. Eftir sjóferðina ákvað ég: Hingað og ekki lengra, nú sýni ég fjölskyldu minni á hverju ég hef áhuga og hvar hæfileikar mínir liggja. Ég fór í Iðnskólann með 48 konum og brilleraði yfir þær allar. Ég gat ekki hugsað mér að vera eini karlmaðurinn og verða númer fjögur! Elsa Haralds hárgreiðslumeist- ari kom og bauð mér starf og það var svo dæmigert fyrir mig að ég vissi ekkert hver hún var. Ég var orðinn nítján ára og átti erfitt með að taka tiltali. Ég vann hjá Elsu á Salon VEH, sem var aðalstofan á svæðinu þá, og ég gat ekki fengið betri kennara og aga en ég fékk hjá Elsu. Það skiptir gríðarlega miklu máli að starfa undir stjórn fólks sem hefur verið í bransanum lengi. Á miðju tímabilinu hjá Elsu ákvað ég að það gæti verið snið- ugt að kunna líka förðun, svo ég fór til London í nám í förðun. Ég var gjörsamlega vonlaus í förðuninni og var næstum rekinn eftir tvær vikur! Ég var alltaf að reyna að herma eftir öðrum, var ekki búinn að finna neistann. Svo kom einn kennaranna til mín og sagði: „Veistu, ég held að þetta sé ekkert fyrir þig.“ Þá gaus metnaðurinn upp í mér og ég hugsaði: „Ég skal sko sýna þér að þetta er VÍST fyrir mig!“ Það var ein þarna mjög ljúf sem sagði mér að hætta að gera það sem aðrir væru að gera, finna minn neista og mína sköpun. Þá kom eitthvert klikk í hausnum á mér og ég útskrifaðist með hæstu einkunn.“ En þetta nægði Karli auðvitað ekki, svo mikill var metnaðurinn. Hann vildi læra ljósmyndun líka. „María Guðmundsdóttir, fyrrum fyrirsæta, fegurðar- drottning og ljósmyndari, á þar stóran hlut að máli. Hún benti mér á að það væri gott að geta tekið myndir líka, hún sjálf hefði leigt sér tæki og ljósamenn og lært þannig. Ég hefði auga fyrir viðfangsefninu en ætti að láta fagmenn um stillingaratriðin. Hún fullyrti að ef ég hefði áhugann gæti ég lært ljósmyndun. Ég fór eftir þessum ráðum. Mesta sköpunargleði mín í dag er að ná manneskjunni á mynd; það er mín aðal fullnæging að vinna við myndasmíði. Strákarnir hafa verið snillingar að lýsa upp í „Nýju útliti“ og ég smelli af. Þetta eru oft viðkvæm augnablik hjá konunum sem kannski hafa aldrei verið myndaðar. Allar þessar konur sem hafa orðið á vegi mínum hafa hver og ein skilið eftir sig litlar fjólur innan í höfðinu á mér.“ Hús við Elliðavatn, íbúð í Lækjargötu og þrír bílar Eftir námsdvöl í London og eitt ár í Hollywood (sjá hliðarramma), sneri Karl aftur til Íslands. „Þá hitti ég Alla vin minn, sem hafði unnið með mér hjá Elsu, og við ákváðum að opna hárgreiðslu- stofuna Kompaníið sem við rákum í nokkur ár. Þá var indíánafjöðrin í höfðinu á mér komin upp úr hausnum. Ég hugsaði með mér að lífið hlyti að hafa upp á meira spennandi að bjóða en að eiga hús við Elliðavatn, íbúð í Lækjargötu, þrjá bíla og borða alltaf á Hótel Borg. „Með mér á förðunarskólanum í London var sonur milljónamærings frá Sviss sem vildi endilega að ég kæmi með sér til Hollywood. Ég hélt nú það – „Let́ s go to Hollywood!“ – en ég var mjög fljótur að rústa Hollywood og flutti þaðan ári síðar. Eitt af því sem næstum rústaði mig var hversu erfitt mér finnst að segja nafnið mitt. Þegar ég er spurður að nafni, þá er eins og eitthvað klikki í höfðinu á mér og heilinn sendir boð um að mistök séu í nánd! Ég breytti staminu í soghljóð og er alltaf á inn- soginu og í Bretlandi héldu þeir bara að þetta væri hreimur. En í Holly- wood ætlaði ég að vinna sjálfstætt. Þá byrjar maður á að fá sér umboðs- mann, en þegar ég uppgötvaði að morgnarnir þyrftu að byrja á gini og tónik svo að ég myndi ekki stama um hádegið, þá sá ég að þetta yrði mér dýrkeypt. Ég sá fram á að ég yrði annaðhvort kominn inn á Betty Ford- meðferðarstofnunina eftir nokkrar vikur eða ég yrði að fá mér vinnu í vernduðu umhverfi á hárgreiðslu- stofu. Ég gekk inn á flottustu hár- greiðslustofuna á Sunset Boulevard, The Saloon – minna mátti það nú ekki vera! – og fékk vinnu. Þar unnu 38 manns og ekki auðvelt að komast þar að, en þá var Karl Berndsen ungur og sætur með ljósa lokka og frá landi sem enginn þekkti. Þarna var ég valinn af einum megamanninum til að verða aðstoðarmaður hans. Ég var náttúrlega svo saklaus að ég hélt að það væri vegna þess að ég væri svo góður hárgreiðslumaður. En það var nú eitthvað bogið við ráðninguna og ég komst að því nokkrum mán- uðum síðar að megamaðurinn vildi eitthvað meira en að ég væri bara að þvo hár fyrir hann! Þetta gekk alveg glimrandi nema að Rússarnir, sem höfðu verið við vaskana í þrjú, fjögur ár, flottir hárgreiðslumenn sem höfðu rekið eigin stofur í Moskvu – en grænakortslausir – voru ekki ánægðir. Ég var strax farinn að blása og klippa og Rússarnir hötuðu mig eins og pestina. Þeir fullyrtu að ég væri búinn að fara í rúmið með öllum aðalmönnunum - en ég var saklaus, 26 ára og sveiflaði bara ljósu lokkunum. Ég lagði saman tvo og tvo, fékk út 118 og hætti að vinna hjá honum. Þessa stofu átti japönsk kona og ég sagði henni að ég gæti ekki unnið fyrir þennan mann. Hún vildi ekki missa mig og færði mig á aðra hæð. Rússunum þótti þetta mjög gott á mig. Eftir árið í Hollywood, sem var mjög lærdómsríkt, fór ég í jólafrí til Íslands og fór ekki út aftur þar sem ég var ekki með atvinnuleyfi, og jóla- leyfið varð að öðrum vendipunkti”. Árið í Hollywood Yfirleitt heillast ég mest af konum með nokkur aukakíló – þær hafa oftast meiri útgeislun. Framhald á næstu opnu 38 viðtal Helgin 17.-19. desember 2010
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.