Fréttatíminn - 17.12.2010, Side 40

Fréttatíminn - 17.12.2010, Side 40
Allt sem sneri að persónulegu lífi var erfitt. Ég átti allt, en eitthvað vantaði. Ég vann myrkranna á milli og það var mér ekki nóg. Reyndar er ég kominn í sama farið aftur; var að gefa út bók, förðunarmyndband í fyrra, búinn með 44 sjónvarpsþætti og rek hárgreiðslustofu og heildverslun. Þegar mér fannst allt orðið tilgangslaust og einhæft hérna heima, seldi ég íbúðina, húsið, bílana og minn hlut í stofunni og flutti til London. Þá snerist allt við. Fyrstu sex árin voru reyndar ekki dans á rósum en það var hræðilega gaman! Þar kynntist ég mínum allra bestu vinum, Fulham-fjölskyldunni. Í henni eru bara snillingar, Ragga Gísla og Jakob Frímann, Steindóra og Friðrik Karls, Dóra Takefusa, og margir fleiri. Það var stuð frá morgni til kvölds og ég var fljótur með ágóðann af eignum mínum á Íslandi. Ég var með þessu fólki í grúppu í fjögur ár og þetta var besti tími lífs míns. Það var ekki fyllirí á okkur – það voru vissulega drukknar nokkrar rauðvínsflöskurnar – en það var svo mikil tónlist og gleði og þar eignaðist ég mína bestu vini sem ég á enn í dag. Eftir sex mánaða veru í London fékk ég umboðsmann og þá byrjaði baráttan, ég vissi ekkert út í hvað ég var að fara. Þær voru ekki margar umboðsskrif- stofurnar – og þúsundir manna að reyna það sama og ég. Ég vann meira og minna frítt í næstum tvö ár við að byggja upp bókina mína með myndum af vinnu minni sem allt þetta snerist um. Ég starfaði eingöngu sem make-up artisti fyrstu fimm árin en fór síðan meira yfir í hárið, og fór margar ferðir um heiminn. Flestar voru ferðirnar til Afríku, í Karabíska hafið, til Lapplands, Dúbaí og á marga framandi staði. Þetta er mjög vel borguð vinna en margir um hvert djobb. Við vorum um allan heim að mynda auglýsingar fyrir tískublöð eins og Marie-Claire, Vogue,Vanity Fair og fleiri þekkt tímarit. Ein myndataka af einu bikiníi þýddi kannski vikudvöl í Karabíska hafinu. Það var ekkert mjög leiðinlegt. En álagið var gífurlegt þar sem kröfurnar voru miklar og þar kom þolinmæði, kunnátta og metn- aðurinn að góðum notum við að koma með eitthvað nýtt og ferskt inn í hverja töku og hvert djobb. Ég hafði ekki hugsað mér að koma heim aftur en ég var oft einmana, einn í þess- um stóra heimi og Íslendingarnir flestir farnir – en ég hélt út. Það þurfti mikið fjármagn til að búa í London. Ég hugsaði bara „enjoy life, while you are alive“. Ég átti litla íbúð í London, en var minnst þar. Ég bjó í ferðatösku um allan heim og það varð á endanum þreytandi – og ég missti af fjölskyldulífinu á Íslandi. Litla frænka sem var tveggja ára var allt í einu orðin sextán ára og ég var eins og kunningi en ekki frændi. Ég vildi eiga bækistöð hér á Íslandi og við Laufey systir opnuðum kvenfataverslun- ina Næs Collection. Þegar við ákváðum að loka henni nokkrum árum síðar byrjaði ég með Beauty barinn þar og ætlaði að koma heim í viku mánaðarlega og vinna við hárgreiðslu. En heim ætlaði ég aldrei að flytja alveg. Ég vissi að það þýddi bara að vinna og sofa. Enda er það svoleiðis. Það gerist ekkert mikið við eldhúsborðið í Grafarvoginum. Ef ég kemst til útlanda einu sinni í mánuði þá róast ég og mér líður vel hér í dag en hver veit hvað sú vertíð endist lengi?“ Geir H. Haarde ber ábyrgðina „Vendipunkturinn að því að ég flutti til Íslands var „Guð blessi Ísland“. Geir H. Haarde ber ábyrgð á því að ég er hér. Ég var staddur á hárgreiðslustofunni á fyrsta degi opnunar með Ísak vini mínum og við vorum með kveikt á útvarpinu. Þá heyrði ég Geir H. Haarde segja: „Guð blessi Ísland“ – og fannst hann eiginlega bæta við: „Hér er allt að fara til fjandans!“ og ég hugsaði: „Jæja, þá er komin kreppa – góð byrjun á einkarekstri á Íslandi – en ef það er kreppa hér, þá er sko meiri kreppa í London.“ Þessi bransi sem ég var í úti lenti mjög illa í kreppunni. Þennan dag ákvað ég að mér væri best borgið á Íslandi á meðan þessi átök stæðu yfir. Þegar aðrir flúðu úr landi, flúði ég heim. Hinn 2. janúar 2009 varð svo annar vendipunktur. Ég sat einn á stofunni minni þann dag og hugsaði: „Karl, þetta er líf þitt núna. Þú ert kominn heim. Svona verður þetta! Sendu mér tákn!“ Þá hringdi síminn – og ég sagði við skaparann: „Ja, þú ert ekki lengi að þessu!” Á hinum endanum var starfsmaður á Skjá einum að bjóða mér að vera með sjónvarpsþátt um útlit. En þá kom mesti þrándur í götu ævi minnar: Ég í sjónvarpsþátt – og ég sem get ekki talað orð án þess að stama. En vilji er allt sem þarf og með dyggum stuðn- ingi samstarfsmanna minna við tökur hefur þetta orðið að veruleika nokkuð skammlaust! Ég hugsa að fólk sem finnst það ekki fullkomið hafi meira umburðarlyndi gagnvart öðrum sem eru ekki fullkomnir. Ég er ekki fullkominn og þar af leiðandi held ég að með einlægni minni í að vilja gera eitthvað fyrir aðra hafi þátturinn tekist. Þetta hefur verið hreint ævintýri líkast og allar En þá kom mesti þrándur í götu ævi minnar: Ég í sjón- varpsþátt – og ég sem get ekki talað orð án þess að stama. Helgin 17.-19. desember 2010 Lúxus-íspinnar 3 x 120ml 298 kr. Vanillu ís-stangir 12 x 60ml 398 kr. Vanillu ístoppar 8 x 120ml 498 kr. Góður ís á frábæru verði í Bónus BÝÐUR BETUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.