Fréttatíminn - 17.12.2010, Side 60

Fréttatíminn - 17.12.2010, Side 60
M eð dómi Héraðs-dóms Reykjaness í máli nr. S-464/2010, sem kveðinn var upp 9. desember sl., voru tveir menn sýknaðir af refsikröfu ákæru- valds fyrir innflutn- ing á rúmlega 3,7 kílóum af 4 -f lúor- amfetamíni. Rökin fyrir sýknudómnum voru meðal annars þau að efnið var ekki á bannlista yfir ólögleg fíkniefni við innflutning þess. Að kröfu Lögreglustjór- ans á Suðurnesjum og samkvæmt úr- skurðum Héraðsdóms Reykjaness sátu báðir mennirnir í gæsluvarð- haldi vegnar rannsóknar málsins. Annar frá 15. desember 2009 til 19. febrúar 2010, en hinn frá 5. til 12. janúar 2010. Matsgerð Háskólans — Efni ekki á bannlista Með bréfi til Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eitur- efnafræði, dags. 15. desember 2009, fór lögreglan þess á leit að hið innflutta efni yrði efnagreint og styrkleikamælt, og niðurstaðan send Lögreglustjóranum á Suður- nesjum, sem fór með rannsókn málsins. Með bréfi, dags. 7. janú- ar 2010, var Lögreglustjóranum á Suðurnesjum send matsgerð Rann- sóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði. Í matsgerðinni segir: 4-flúoramfetamín er náskylt am- fetamíni að gerð. Með vísan til 4. gr. laga nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni m. síðari breytingum má telja efnið til ávana- og fíkniefna. Það er hins vegar ekki að finna á lista í fylgiskjali I með reglu- gerð nr. 848/2001 um (3.) breyt- ingu á reglugerð nr. 233/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlits- skyld efni og telst því ekki til ávana- og fíkniefna, sem óheimil eru á ís- lensku yf irráða- svæði. Lögreglan leynir matsgerðinni Lögreglustjóranum á Suðurnesjum var því kunnugt um það frá 7. janúar 2010 að efnið var ekki á lista yfir fíkniefni sem bönn- uð eru á íslensku yfirráðasvæði. Hjá siðmenntuðum þjóðum hefði nið- urstaða matsgerðarinnar umsvifa- laust verið kynnt sakborningum og verjendum þeirra og líklega leitt til þess að þeir væru án tafar látnir lausir úr gæsluvarðhaldi. Því er ekki að heilsa á Íslandi. Þvert á móti ákvað Lögreglustjór- inn á Suðurnesjum að halda þess- ari vitneskju leyndri. Með þeirri háttsemi braut Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gegn grundvallar- mannréttindum sakborninganna og stuðlaði að því að þeir sætu áfram í gæsluvarðhaldi. Hinn 19. janúar 2010 var krafa Lögreglu- stjórans á Suðurnesjum, um áfram- haldandi gæsluvarðhald yfir öðr- um sakborninganna í málinu, tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Við fyrirtöku kröfunnar hafði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum búið yfir þeirri vitneskju í tólf daga að innflutta efnið væri ekki amfetamín og ekki á bannlista yfir ólögleg fíkniefni. Gæsluvarð- haldsfyrirtakan var kjörinn vett- vangur fyrir Lögreglustjórann á Suðurnesjum til að bæta fyrir brot sitt á grundvallarmannréttindum sakborninganna og upplýsa Hér- aðsdóm Reykjaness og verjendur í málinu um tilvist og niðurstöðu matsgerðar Rannsóknarstofu Há- skóla Íslands í lyfja- og eiturefna- fræði. Það gerði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ekki heldur kaus á nýjan leik að halda vitneskju sinni leyndri fyrir verjanda sakbornings- ins og það sem alvarlegra er, einnig fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Blekkingar lögreglu Í gæsluvarðhaldskröfu Lögreglu- stjórans á Suðurnesjum, dags. 19. janúar 2010, er ekkert vikið að matsgerð Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eitur- efnafræði sem komst að þeirri niðurstöðu að innflutta efnið væri 4-f lúoramfetamín sem er ekki á bannlista yfir ólögleg fíkni- efni á Íslandi. Þvert á móti segir í gæsluvarðhaldskröfunni að hið innflutta efni sé amfetamín þrátt fyrir skjallega sönnun um annað. Af þessu verður ekki annað ráðið en að Lögreglustjórinn á Suður- nesjum hafi vísvitandi ákveðið að leyna tilvist matsgerðarinnar fyrir Héraðsdómi Reykjaness og verjanda sakborningsins við fyrir- töku gæsluvarðhaldskröfunnar 19. janúar 2010. Með þessu verður að telja að Lögreglustjórinn á Suður- nesjum hafi blekkt sakborninginn og verjanda hans til þess að fall- ast á gæsluvarðhaldskröfuna og um leið Héraðsdóm Reykjaness til þess að úrskurða sakborninginn í gæsluvarðhald, en sakborning- urinn og verjandi hans hefðu ekki samþykkt gæsluvarðhaldskröfuna, hefði niðurstaða matsgerðarinnar legið fyrir. Það var fyrst við skýrslutöku á Litla-Hrauni, 8. febrúar 2010, sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum upplýsti annan sakborninginn í málinu og verjanda hans um tilvist matsgerðarinnar, en Lögreglustjór- inn á Suðurnesjum hafði þá hald- ið matsgerðinni leyndri í rúman mánuð. Eftir því sem næst verður komist var matsgerðin fyrst á með- al málsgagna og gerð að umtals- efni við gæsluvarðhaldsfyrirtöku í Héraðsdómi Reykjaness 16. febrú- ar 2010. Sakborningurinn mót- mælti gæsluvarðhaldinu, en með úrskurði, dags. 17. febrúar, sam- þykkti Héraðsdómur Reykjaness kröfuna með vísan til almanna- hagsmuna þar sem sakborning- urinn hefði játað að hafa ætlað að flytja kíló af kókaíni til landsins. Verjandi sakborningsins kærði úr- skurðinn umsvifalaust til Hæsta- réttar Íslands. Dómur Hæstaréttar Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 97/2010, sem kveðinn var upp 19. febrúar 2010, var gæsluvarðhalds- úrskurður Héraðsdóms Reykja- ness felldur úr gildi, meðal annars með eftirfarandi rökstuðningi: ... en hann var handtekinn við komu til landsins 14. desember 2009 grunaður um innflutning fíkniefna. Reyndist hann vera með í vörslum sínum 3.736,11 g af efni sem líkist amfetamíni en er ekki á skrá yfir ávana- og fíkniefni sem bönnuð eru á íslensku yfirráða- svæði. ... Eru skilyrði 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 fyrir því að úr- skurða varnaraðila í gæsluvarðhald ekki uppfyllt og verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi. Með dómi Héraðsdóm Reykja- ness í sakamáli nr. 464/2010 voru sakborningar sýknaðir af refsi- kröfu ákæruvaldsins, meðal ann- ars með sambærilegum rökstuðn- ingi og er að finna í ofangreindum dómi Hæstaréttar Íslands og byggir á niðurstöðu matsgerðar Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði, dags. 7. janúar 2010, sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum kaus að leyna fyrir sakborningum, verjendum og Hér- aðsdómi Reykjaness. Saknæm og ólögmæt háttsemi lögreglu Með framangreindri ólögmætri og saknæmri háttsemi sinni stuðlaði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum að því að tveimur sakborningum, sem síðar voru sýknaðir af öllum refsikröfum ákæruvaldsins í hér- aði, var gert að sæta gæsluvarð- haldi mun lengur en þörf var á. Slíkt virðingarleysi lögreglu gagn- vart grundvallar mannréttindum borgaranna er með öllu ólíðandi. Með þeim vinnubrögðum Lög- reglustjórans á Suðurnesjum sem hér hefur verið lýst er jafnframt vegið með alvarlegum hætti að því trausti sem þarf óhjákvæmilega að ríkja á milli lögreglu og dómara við meðferð sakamála. Það traust þarf lögreglan nú að endurvinna. 60 viðhorf Helgin 17.-19. desember 2010 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður og verjandi annars sakborninga í sakamáli Héraðsdóms Reykja- ness nr. 464/2010. Af þessu verður ekki annað ráðið en að Lög- reglustjórinn á Suðurnesjum hafi vísvitandi ákveðið að leyna tilvist matsgerðarinnar fyrir Héraðsdómi Reykjaness og verjanda sak- borningsins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Héraðsdómur blekktur Bls. 86 Barcelona og dverg- arnir þrír Lionel Messi, Xavi Hernández og Andrés Iniesta eru tilnefndir sem knattspyrnumenn ársins 2010. Þeir eiga það allir sameiginlegt að spila með spænska stórliðinu Barcelona.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.