Fréttatíminn - 17.12.2010, Side 66

Fréttatíminn - 17.12.2010, Side 66
 Bókardómur Íslenska BarnaorðaBókin H ér á bæ er hilla lögð undir orðabæk-ur. Þær eru af ýmsu tagi – mættu gjarna vera fleiri, einhvers staðar er latnesk orðabók sem ég vildi gjarna hafa handbæra – í geymslu er önnur hilla með orðabókum. Núorðið leita menn á neti að orðaskýringum en það er ekki það sama og að fletta bókinni. Orðabækur fyrir börn eru sjaldséðir gripir. Þó fann ég tvær nýlegar orðabækur fyrir krakka sem báðar eru í notkun hér: Stóru myndaorðabókina sem kom út 2007 á Eddutíma Máls og menn- ingar og er algert möst á heimilum þar sem tungumálanám stendur yfir; og svo Ensk- íslenska, íslensk-enska Barnaorðabók frá 2008 sem er þýdd og staðfærð af Nönnu Rögnvaldardóttur og gefin út af Máli og menningu líka. Þessi rit rifjuðust upp þegar inn um lúg- una kom Íslensk barnaorðabók frá Máli og menningu, útgáfan styrkt af Bókmennta- sjóði, höfunda er ekki getið fyrr en á ann- arri síðu; Ingrid Markan og Laufey Leifs- dóttir hafa tekið bókina saman en Anna Cynthia Leplar myndskreytir. Þetta er bók í stóru broti, 175 x 245 mm í harðspjaldi, 250 blaðsíður. Í bókarlok eru nokkrar yfirlits- myndasíður sem krakkar hafa alltaf gaman af að skoða. Raunar er hver opna verksins fýsileg forvitnum stautara, orðasafnið er með helstu upplýsingum, beygingardæm- um og skýringarsetningum. Allt er þetta einfalt og skýrt. Hver opna er skreytt minnst tveimur smámyndum eftir Önnu í lit. Þessi bók er afbragð ungum lesanda, fallega umbrotin og vönduð að allri gerð þótt hún sé erlent prent. Mál og menning er merkilegt forlag þótt það sé orðið útihús í bræðraborg arfa Afbragð fyrir unga lesendur Ný íslensk barnaorðabók frá Máli og menningu er falleg og vönduð að allri gerð.  Íslensk barnaorðabók Ingrid Markan og Laufey Leifsdóttir Myndlýsingar: Anna Cynthia Leplar 250 bls. Mál og menning 66 bækur Helgin 17.-19. desember 2010  Bókadómar óvæntur smellur Sumarlandið – Fram- liðnir lýsa andláti sínu og endurfundum í framlífinu eftir Guðmund Kristinsson er óvæntasti smellur ársins. Er í 7. sæti á aðallista Eymundsson. Valdimars Jóhannssonar. Erindi metn- aðarfullra forlaga á okkar örsmáa mark- aði er brýnt, sumpart til að halda andliti í því flóði afþreyingartexta sem út spýt- ist, sumpart til að viðhalda sér. Hafi ný kynslóð lesenda ekki aðgang að sæmi- legum orðaforða er viðbúið og yfirvof- andi að orðfæðin leggist yfir andlegt líf okkar allra og þá hættir að sjást til veðurs í samfélaginu í flestum skilningi. Barna- orðabókin er því nauðsynlegt hreinsitæki í slæmu málsamfélagi. Og þótt börn og unglingar móti málið með sínum hætti þarf ekki lengi að skoða sig um á fjas- bókinni til að sjá að orðfæðin er skæð- ur smitsjúkdómur. Auðvelt er að lenda í rausástandi eftir þá heimsókn. En svo má böl bæta ... Víst er sköpun- argáfa ungra talenda vanmetin og mætti að ósekju vinna með hana skipulega á ákveðnum aldursskeiðum í skólakerfinu, hefðu kennarar til þess hugkvæmni og úthald. En í millitíðinni geta foreldrar tryggt sér passa fyrir krakkana sína inn í upplýsta málheima með því að hafa orða- bók sem þessa uppi við og gera hana að hversdagslegu brúkstæki í samtali heim- ilisins. Hafi höfundar, upphafsmenn og útgef- andi þökk fyrir þennan kostagrip. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is  skrímsli á toppnum Áslaug Jónsdóttir, Kalle Guettler, Rakel Helmsdal. 32 bls. Mál og menning Bókaröð um skrímsli Sjötta bókin í röðinni um skrímslin, litla og stóra, er komin út, Skrímsli á toppnum. Þeir félagar eru nú að takast á við loft- hræðslu. Líkt og í fyrri bókunum halda höf- undarnir norrænu fast um stílinn í knöppum skýrum textum og myndatækninni sem Áslaug Jónsdóttir ber alla ábyrgð á. Bókin er fyndin og falleg og kærkomin viðbót í ritröðina. -pbb  Grallarar í gleðileit Björk Bjarkadóttir 36 bls. Mál og menning Ferill Bjarkar Björk Bjarkadóttir á nú orðið að baki röð harð- spjaldabóka fyrir börn. Hún er að þróast sem höfundur, tækni hennar í myndvinnslunni að skríða fram í lifandi teikningum sem hún leggur stundum ofan í mynstur. Myndirnar hennar standa nærri einföldum barna- teikningum, þær eru lifandi og spennandi. Texti sögunnar sem nú hefur bæst við er fyrir fullorðna lesendur, en allar bækur hennar eru á langveginn og heimta því lestur í sæti eða við borð, brotið er óhentugt til lestrar undir sæng. Það breytir því ekki að hér er listavel unnið efni og til fyrirmyndar. -pbb  Hringaló og Grýla Steinar Berg og Brian Pilkington 46 bls. Fossatún Steinar og tröll Í Fossatúni er í upp- byggingu fjölskyldu- garður og þar hefur frömuðurinn Steinar Berg opnað skjöl fyrir tröll. Úr umhverfinu spinnur hann á bók, sem Brian Pilkington myndlýsir, nýjar tröllasögur. Telst mér til að Hringaló og Grýla sé þriðja bókin í þessari röð. Sögur Steinars eru til lestrar fyrir ung börn og fullorðnum til skemmtunar. Stíllinn er víða þunglamalegur en söguefnið unnið af hugmyndaríki og lif- andi áhuga á að halda söguhefðum íslenskum lifandi fyrir nýjum kyn- slóðum. -pbb Ég er að fara í ferð / ég finn ég bara verð, segir í ferðakvæði Þórarins Eldjárn og undir lýsir Sigrún Eldjárn opnu með krakka að sleikja ís við bílrúðu. Úti blæs vindur flugdreka, ungi litli flýr úr rammanum, það eru fjöll með hettum, snjókarl sem ekki rím- ar, burstabær og útlent tré. Sam- virkar yrkingar þeirra Eldjárna í mynd og máli eru nú að verða bálkur, nýja harðspjaldabókin þeirra ber heitið Árstíðir og þar skauta þau saman um íslenska loftslagið. Vetur, sumar, vor og haust eru ramminn um nýju bók- ina. Kverið er dægilegasta skemmt- un, Þórarinn er svo afslappaður í ríminu, flippar út í annarri hverri línu í sínum absúrd húmor, smit- aður af málinu sem leiðir hann áfram eins og talandi skáldum er svo hætt. Margt verður honum að yrkisefni í bókarrammanum: slátur, leysing í bæjarlæk, sól- gleraugu og jarðarberjaís. Hann hikar ekki við að elta forvera sína, Jónas lítur við. Þá koma hér við sögu kverúlantar hans en af þeim geymir hann skápa- fylli: hér kynnumst við Sumar- liða á Mel sem er flugufælinn pöddupati. Undir þessu liggja svo myndir Sigrúnar – pastell ef mér skjöpl- ast ekki, stórir grunnar með meginefni og faraldi sem færist síðu af síðu, leiðarhnoða samsett af ís, snjókarli, jarðarberi og ung- anum fyrrnefnda. Litir eru heil- ir og sterkir, fígúrur allar með Sigrúnarlaginu og á stöku stað stungið inn mynsturbekkjum. Þessa bók má leggja í safnið með hinum listaverkunum sem verða, þegar talið er saman, ein- hver dægilegasti samsetningur sem Svarfaðardalurinn hefur skilað okkur á liðnum áratug- um. Megi þau lengi rýma og ríma. -pbb Eldjárnabít  Árstíðirnar Sigrún og Þórarinn Eldjárn 36 bls. Veröld  Bókardómur ÁrstÍðirnar siGrún oG þórarinn eldjÁrn Upprennandi lestrarhestar. Hver opna barnaorðabókarinnar er fýsileg fyrir forvitna stautara. Ljósmynd/Hari Har so inn krimmi sem hittir í mark „Hröð, spennand i og sniðug glæpasa ga … flott frumraun h já Óskari Hrafni.“ Guðríður Hara ldsdót tir / Vika n
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.