Fréttatíminn - 17.12.2010, Síða 88

Fréttatíminn - 17.12.2010, Síða 88
88 tíska Helgin 17.-19. desember 2010 Gaman að vera öðruvísi Áslaug Sóllilja Gísladóttir er 20 ára mær frá Sauðárkróki sem hlustar mikið á tónlist og æfir Kettelbells þar sem hún fær alla sína þjálfun með mikilli útrás. Hún elskar að tjá sig á listrænan hátt hvort sem það er gegnum leiklist, dans eða teikningar. „Ég myndi segja að stíllinn minn væri mjög fjölbreyttur og mér finnst gaman að vera öðruvísi. Ég legg einnig mikið upp úr því að vera í þægilegum fötum sem mér líður vel í,“ segir Áslaug. „Ég fæ innblástur í tísku aðallega frá fólkinu í kringum mig, bæði vinkonum og öðrum. Er meira í því að fá fatahugmyndir frá umhverfinu frekar en netinu eða tískublöðum. Fötin mín kaupi ég mest í Gyllta kettinum, Top Shop, Spúútnik og svo búðum erlendis. Þar fæ ég föt sem fáir eða enginn á.“ Þröngsýni og dómharka Íslendinga Ég var stödd á skemmtistað um síðustu helgi þegar vinkona mín, sem nýflutt er til landsins, gekk inn. Hún vakti mikla athygli í níðþrönga hlébarðasamfestingnum sem ýtti undir flottan líkamsvöxt hennar. Hún var öðruvísi. Karlmenn horfðu á eftir henni og hún vakti mikla athygli. En það sem meira var, kvenkynið horfði enn meira. Þessum grimmu, gagnrýnandi augum. Augnaráði sem skannaði hvert smá- atriði. En hörð var hún á því að ætla ekki að breyta klæða- burði sínum vegna þröngsýni og dómhörku Íslendinga. Hvort sem það er meðvitað eða ekki þá eigum við það til að dæma aðra. Klæðnað, hegðun eða útlit. Á góðan eða vondan hátt. Ómeðvitað snúum við okkur við ef við komum auga á eftir- tektaverðan einstakling og ranghvolfum í okkur augunum. „Sástu pilsið? Ógeðslegt!“ Það sem er svo merkilegt er að gagnrýnin lýsir mestmegnis þeim sem lætur orðin falla. Sá einstaklingur hefur engan rétt til að segja til um hvað er flott og hvað er ekki flott. Þröngsýni. Eflaust er hinn aðilinn mjög ánægður með val dagsins. Heimagert pils! Einstaklingar eru oft flokkaðir eftir lífsháttum og klæðnaði. Arty, skinka, hnakki, „Plane Jane“ og svo framvegis. En við erum jafn ólík og við erum mörg og það er heldur takmarkað að flokka einstaklinga í þessa hópa. Þetta eru aðeins einhverjar staðalímyndir. Hvernig fólk hegðar sér eða klæðir sig. Við verðum að venja okkur af því að tala um fólk á niðrandi hátt og hugsa okkur um áður en við byrjum. „Hvað græði ég á því að tala um ljótu skóna sem stelpan þarna hinum megin er í?“ tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Andlit Viva Glam Nú er árssamningur söngkonunn- ar Lady GaGa við snyrtivörufyrir- tækið MAC að renna út. Hún hefur verið andlit fyrirtækisins og hefur þetta verið ein farsælasta her- ferðin í sögu þess. Nú hefur Mac boðið söngkonunni að framlengja samning sinn og föstudaginn 9. desember var tilkynnt að hún yrði andlit línunnar Viva Glam auk þess að vera talsmaður fyrirtækis- ins. Heimsþekkti ljósmyndarinn Nick Knight hefur verið fenginn í það að mynda glæsilegu söng- konuna. Föstudagur: Skór: Top Shop Bolakjóllinn: Forynja Leggings: Nakti apinn Miðvikudagur Skór: Top Shop Buxur: Aftur Jakki: Fatamarkaður Bolur: Spúútnik Fimmtudagur Kjóll: Gyllty kötturinn Sokkabuxur: Copra Sokkar: Copra Skór: GS skór Bolur: Top Shop Mánudagur Peysa: Nostalgia Buxur: MNG jeans. Portúgal Skór: GS skór Þriðjudagur Stuttbuxur: Spúútnik Bolur: H&M Sokkabuxur: Copra Skór: friis company 5 dagar dress Úr íslensku jökulvatni Gyðja Collection er íslensk hönnunarlína stofnuð af Sigrúnu Lilju Guðjóns- dóttur árið 2007. Nú er komin á markaðinn glæsilegt ilmvatn frá Gyðju undir nafninu Eyjafjallajökull. Ilmurinn er unninn úr íslensku jökulvatni úr jöklinum sjálfum og til skrauts er lítill hraun- moli úr gosinu sem hangir á litlu ilm- vatnsglasinu. Sala á ilmvatninu hófst um síðustu helgi og hefur hún gengið gríðarlega vel. Forsvarsmenn Gyðju ákveð- ið að stofna hvatningar- sjóð, sérstaklega ætlaðan konum í björgunarsveitum. Mun hluti af ágóða af allri sölu á ilmvatninu renna í þann sjóð. Jólalína frá Make Up Store Frozen Diamonds heitir nýjasta línan frá Make Up Store. Hún er jólaleg, flott og hefur vakið gríðar- legan áhuga. Eins og nafnið gefur til kynna eru litirnir frekar kaldir og er mikið er lagt upp úr bláum, grænum og fjólubláum lit. Make Up Store er til húsa í Kringlunni og Smáralind og hægt er að nálgast jólalínuna þar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.