Fréttatíminn - 17.12.2010, Síða 100

Fréttatíminn - 17.12.2010, Síða 100
100 dægurmál Helgin 17.-19. desember 2010 „Afar áhugaverð skáldsaga, frumleg og heilsteypt.“ E i nA r FA lu r i ng ól F s son / Morgu n bl A ðið „Tvímælalaust ein besta skáldsaga ársins.“ F r iðr ik A bE nón ýsd ó T T ir / F r é T TA bl A ðið „ég hafði mikla ánægju af því að lesa þessa bók.“ E gil l HE l g A son / k il jA n Spilabók AB, eftir Þórarin Guðmundsson, kom út árið 1989. Hún seldist fljótlega upp og hefur verið ófáanleg um langt árabil. Bókin var endurútgefin fyrir skömmu og vinsældir hennar hafa lítið dvínað á því 21 ári sem liðið er frá því hún kom fyrst út þar sem fyrsta prentun er á þrotum og önnur er væntanleg. „Þessar vinsældir Spilabókarinnar komu okkur klárlega á óvart,“ segir Helga Dröfn, dóttir Þórarins. „Þetta er gömul bók og við höfðum því ekki mikla tilfinningu fyrir eftirspurninni. Og þótt fólk hafi af og til haft samband í gegnum árin og spurt hvort við gætum útvegað bókina gerðum við okkur ekki grein fyrir því að eftirspurnin væri þetta mikil.“ Krabbamein dró Þórarin til dauða árið 1991 en afkomendur hans ákváðu að láta slag standa þegar Jónas Sigurgeirsson, hjá Bókafélaginu, falaðist eftir leyfi til að endurútgefa bókina. „Fyrir okkur eru þessar vinsældir bókarinnar eiginlega aukaatriði en við vildum halda minningu pabba á lofti með útgáfunni. Með endurútgáfunni sá ég líka tækifæri fyrir strákana mína til að eignast bókina en við systur höfum auðvitað ekki einu sinni getað keypt bókina fyrir börnin okkar.“ Helga Dröfn segir að mikið hafi verið spilað á æskuheimili hennar en spilaáhugi föður hennar spratt upp úr skákinni. Þórarinn var sonur hjónanna Guðmundar Ágústssonar skákmeistara og Þuríðar Þórarinsdóttur tónskálds Guðmundssonar. Heimili þeirra hjóna var nefnt „Hótel Skák“ og þar var stöðugur straumur fólks nánast allan sólarhringinn og setið að tafli á mörgum borðum. „Pabbi hafði alla tíð mikinn áhuga á skák og spilum, og þá ekki bara venjulegum spilastokki heldur líka alls konar borðspilum og þetta smitaðist auðvitað yfir til okkar. Ég var níu eða tíu ára þegar hann kenndi mér póker en gallinn var bara sá að hinir krakkarnir kunnu ekki spilið þannig að það G unnar er stoltur víking-ur ef til vill vegna þess að hann fluttist af landi brott aðeins tveggja ára gamall og byrjaði ungur að verja heið- ur forfeðra sinna í Bandaríkjun- um. „Þetta hefur blundað í mér frá því að ég var krakki. Ég er 49 ára gamall í dag en ég flutti frá Íslandi til Bandaríkjanna þegar ég var tveggja ára og þar gerði ég mikið úr arfleið minni. Þegar ég var í skóla í Banda- ríkjunum og átti að læra að Kól- umbus hefði fundið Ameríku þá stóð ég upp og mótmælti og sagði að víkingarnir hefðu gert það. Og ég fékk mikla athygli fyrir þetta og í Bandaríkjunum var mikið látið með að ég væri víkingur,“ segir Gunnar. „Þegar ég kom heim sá ég svo að það var voðalega lítið að gerast í þessu hérna og að áhuginn á víkingunum var miklu minni en úti í hinum stóra heimi. Aðrar þjóðir eru miklu uppteknari af sögu vík- inganna og horfa til Íslands sem Mekka víkingaheimsins en við gerum ekkert til þess að viðhalda sögu okkar.“ Árið 2008 stóð Gunnar því fyrir stofnun Víkingafélags Reykjavíkur, Einherjanna, og sá félagsskapur sem taldi í upphafi 23 meðlimi er nú með yfir 50 félaga og Reykjavíkur- borg hefur lagt þeim til gamlan bragga í Nauthólsvík þar sem þeir sveifla vopnum sínum grá- ir fyrir járnum í bókstaflegri merkingu. Hann stefnir, ásamt félögum sínum, að því að halda mikla víkingahátíð í Reykjavík dagana 17. til 19. júní og vonast til þess að geta laðað fjöldann allan af víkingum frá öðrum löndum til borgarinnar. Einherjarnir klæðast þung- um brynjum og nota sér- smíðuð vopn sem eru gerð að fyrirmynd þeirra vopna sem víkingar börðust með í gamla daga og þegar þeir takast á er ekkert gefið eftir. Gunnar segir að bardagar þeirra séu engar sýningar og útilokar ekki að einhverjir þurfi að fara upp á slysó eftir bardagana næsta sumar. Fyllsta öryggis sé þó vissulega gætt en engum bregði við það að verða blóðg- aður eða við að fá nokkra mar- bletti. „Það er tekist á í alvöru en við erum vanir menn og gæt- um þess að öryggið sé í lagi.“ Gunnar segir að í raun sé það hneisa að víkingum sé gert hærra undir höfði í öllum nágrannalöndum Íslands þegar víkingar allra landa horfi til Ís- lands sem fyrirmyndar. „Pól- verjar hafa haldið víkingahátíð frá árinu 1891 og áhuginn á Englandi er slíkur að þar eru f leiri hundruð manns í vík- ingafélögum. Þetta er svipað á öllum hinum Norðurlöndunum og í Þýskalandi. „Það eru vík- ingafélög í Frakklandi, Rúss- landi og allt niður til Ítalíu og svo auðvitað í Bandaríkjunum og Kanada. Einherjarnir eru að ná 5000 aðdáendum á Facebo- ok-síðu sinni og þeir eru fæst- ir Íslendingar,“ segir Gunnar og hvetur landa sína til þess að sýna í verki úr hverju þeir séu gerðir og vega upp á móti útlendingunum á Facebook. „Facebook-síðan okkar er að verða vinsælasta víkingasíð- an í heimi en Íslendingar eru þar í minnihluta. Okkur vant- ar fleiri Íslendinga til þess að fólk í öðrum löndum trúi því að það erum við sem eigum þessa sögu og varðveitum hana.“ Tímalaus lög sem fólk þekkir Jú, það gengur bara rosalega vel. Þetta er spretthlaup um allan bæ,“ segir söngvarinn Páll Rósinkranz um nýja diskinn sinn, Ó hvílík elska, sem hann gefur út ásamt konu sinni Rut. Á disknum syngur Páll gömul erlend lög með íslenskum textum í bland við þekkt íslensk lög og óhætt er að segja að blanda hans hafi svínvirkað. Platan er í efsta sæti í Hagkaupi og Páll kvartar ekki. „Maður veit aldrei hvað virkar en þetta eru tímalaus lög sem fólk þekkir. Þau eru öll frá því í gamla daga, lög sem hver kynslóð þarf að kynnast. Það er frábært að þessi lög skuli ná í gegn núna,“ segir Páll. Eins og áður sagði gefur Páll disk- inn út ásamt konu sinni og þreytir frumraun sína sem plötuútgefandi. „Það er bara frumskógarlögmálið sem gildir. Við erum auðvitað að leggja lífið í þetta og það er mikill lærdómur að fylgjast með þessu svona,“ segir Páll og viðurkennir að konan hans sé harðari en hann að passa upp á að diskurinn fái almennilega uppstillingu í búðum. „Hún er betri en ég í því,“ segir hann og hlær. -óhþ Dætur heiðra minningu föður síns reyndi ekki mikið á pókerkunn- áttuna. Þegar ég var unglingur var hann dottinn í bridds en þá var ég með unglingaveikina og hafði ekki mikinn áhuga á því.“ Spilabókin er eins konar kennslubók í spilamennsku. Í henni er lýst 68 spilum, auk fjölmargra afbrigða. Má þar nefna rommí, bridds, kana, póker, félagsvist og rússa. Þórarinn fylgdi Spilabókinni eftir með bók um kapla og bridds og var að vinna að bók um borðspil sem honum auðnaðist ekki að klára. Spilaáhugi föðurins smitað- ist yfir til Helgu Drafnar og systra hennar sem fagna góðu gengi Spilabókarinnar sem pabbi þeirra skrifaði fyrir rúmlega 20 árum.  einherjarnir: Bera út hróður víkinGanna Berjast af fullri hörku Á meðan Íslendingar keppast við að sverja af sér útrásarvíkingana sína berst hópur manna við að halda á lofti minningu hetjanna sem riðu um héruð og herjuðu á nágrannalönd okkar með slíku offorsi að það er enn í minnum haft. Gunnar Ólafsson fer fyrir hópi manna sem hafa vígbúist að hætti fornfeðra vorra og sveifla þungum sverðum og öxum í stað fartölva og Excel-skjala. Og þessir kappar eru ekkert að grínast þannig að þegar þeir berjast þá þykir ekkert óeðlilegt við það að einhverjir fari af velli blóðgaðir og með marbletti. Félagar úr Víkingafélaginu tóku að sér að vera lífverðir Ísdrottningarinnar Ásdísar Ránar í gleðskap á dögunum. Hún varð eðlilega ekki fyrir neinu áreiti. “Við tókum ekkert fyrir þetta enda var gaman að vera í kringum þessa stelpu og við vorum alls gáðir og drukkum bara orkudrykki og kók, eins og alvöru víkingar.” Gunnar er til alls líklegur í fullum herklæðum og segir mikilvægt að Íslendingar sendi út skýr skilaboð um að land þeirra sé miðja víkingaheimsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.