Fréttatíminn - 17.12.2010, Qupperneq 102

Fréttatíminn - 17.12.2010, Qupperneq 102
102 dægurmál Helgin 17.-19. desember 2010 J á, já, já. Hann þekkir mig alveg og tekur mér fagnandi þegar ég kem að búrinu,“ segir Herdís, sem er komin yfir áttrætt og hefur haft gætur á Kobba í um það bil tuttugu ár. „Hann er stundum sofandi en þegar ég ávarpa hann opnar litla greyið augun og er svo vingjarnlegur. Hann sperrist allur upp þegar hann sér mig og þá vaknar hjá mér samviskubit yfir því að hafa ekki reynt að fá hann settan í stærra búr,“ segir Her- dís sem hefur stundum áhyggjur af því að hinn fiðraði félagi hennar þurfi meira rými. „Ég flutti í hverfið fyrir rúmum þrjátíu árum og þá var Blómaval í Sigtúni. Ég hef fylgst með honum frá því hann kom þangað. Ég stoppa alltaf hjá honum og spjalla aðeins við hann. Blómaval flutti fyrir nokkrum árum og heimsóknum mínum til hans hefur fækkað eftir það en ég lít samt til hans af og til. Ég veit að honum var stundum hleypt út úr búrinu sínu í Sigtúni eftir að versluninni var lokað og konurnar voru að ganga frá. Þá fékk hann að labba um; ég held að hann sé ekki vel fleygur. En hann stendur vel fyrir sínu, laðar að sér krakka og fólk staldrar við hjá honum.“ Lára Jónsdóttir hjá Blómavali segir að ekki væsi um Jakob hjá þeim enda eigi hann allnokkra vini úr hópi viðskipta- vina búðarinnar og starfsfólkið passi upp á að gera vel við hann í mat. „Hann þarf að hafa aðgang að góðu korni og svo fær hann líka epli.“ Segja má að Kobbi sé gestur í Blómavali sem hefur heldur betur ílengst. „Hann kom til landsins með flugmanni og var lengi vel á einka- heimilum og um skeið í Húsdýragarð- inum en þaðan kom hann til okkar,“ segir Lára. „Fuglinn er mikil félagsvera og eigandi hans, sem hefur tengsl við Blómaval, taldi víst að þar yrði honum best borgið þar sem hér er auðvitað stöð- ugur straumur af fólki.“ Láru telst til að Kobbi hafi verið í Blómavali í upp undir tuttugu ár og hún segir hann hafa eignast marga vini á þessum tíma. Margir koma reglulega og spjalla við hann og sumir geta jafnvel kallað til hans þegar þeir koma inn og þá svarar hann. Hann lærir að þekkja fólk sem umgengst hann reglulega og sum- um sem hann þekkir vel leyfir hann að klóra sér í hnakkanum. En hann splæsir því ekki á alla.“ toti@frettatiminn.is  páfagaukurinn Jakob á traustan vin í Herdísi tryggvadóttur  ragnar Jónasson varð persóna í glæpasögu Áralöng vinátta konu og fugls Herdís Tryggvadóttir var árum saman nágranni páfagauksins Jakobs, eða Kobba, á meðan hann hélt til í Blómavali í Sigtúni. Hún hefur litið inn hjá fuglinum reglulega og segir þeim hafa orðið vel til vina. Þau hittast sjaldnar eftir að Blómaval flutti sig um set. g læpasagnahöfundurinn Ragnar Jónasson, sem er á bólakafi í jólabókaflóðinu miðju með bók sína Snjóblindu, er einnig persóna í nýjum reyfara rit- höfundarins Söndru Balzo sem gerir út á sömu mið og Ragnar á ólíkt stærri markaði í Bandaríkj- unum. „Þannig er mál með vexti að síðastliðinn vetur bað Sandra mig um leyfi til nefna sögupersónu hjá sér Ragnar,“ segir Ragnar. Sandra kom til Íslands vorið 2009 þegar hún tók þátt í alþjóðlegri ráðstefnu glæpasagnahöfunda en hún hefur notið vinsælda fyrir reyfara sína sem gerast í Wisconsin í Banda- ríkjunum. Í bókum hennar leysir kaffihúsaeigandinn Maggy Thor- sen, sem er af norskum ættum, sakamál eins og henni sé borgað fyrir það. Nýjasta bók hennar, A Cup of Jo, er komin út og þar kemur Ragnar nokkuð við sögu. „Ég er byrjaður á bókinni og bíð spenntur eftir sögu- lokum, en vona að Ragnar reynist ekki vera morðinginn,“ segir nafni persónunnar, Ragnar Jónasson. Ragnar ákvað að gjalda Söndru í sömu mynt og gaf því sögupersónu í bókinni sinni, Snjóblindu, nafn- ið Sandra. „Sandra kemur tölu- vert við sögu í Snjóblindu. Hún er reyndar áratugum eldri en nafna hennar, afar indæl kona sem býr á dvalarheimilinu á Siglufirði og býr yfir mikilvægum upplýsingum í málinu. Ég hugsa að þeim nöfnum kæmi vel saman.“ -þþ Vonast til að vera ekki morðinginn Hlín Einarsdóttir ritstjóri fór af stað með vef sinn bleikt.is með miklum látum fyrir sléttri viku. Vefurinn er sagður ætlaður drottningum og tekur á öllu milli himins og jarðar um samskipti kynjanna, útlit og tísku. Hlín virðist hafa fengið óskabyrjun þar sem tæplega 71.000 notendur sóttu vefinn heim fyrstu dagana eftir opnun föstudaginn 10. desember. Þessi aðsókn myndi duga til að fleyta bleikt.is örugglega inn á lista Modernus yfir tíu mest sóttu vefi landsins. Vefurinn er þó ekki aðeins vinsæll heldur líka umdeildur og þannig ærðu ummæli Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, um konur, margan óstöðugan netverjann og mikið fór fyrir gagnrýni og óánægju með orð Sveins Andra á Facebook og víðar. Bleikt.is byrjar með látum Ellý Vilhjálms alltaf vinsæl Það virðist ekki minnka eftirspurnin eftir lögum Ellýjar Vilhjálms eftir því sem árin líða. Heyr mína bæn, nýr þrefaldur safndiskur með söng hennar, er kominn í annað sæti Tónlistans, metsölulista Félags íslenskra hljómplötuútgefenda. Safnið skýtur ástsælum listamönnum á borð við Bubba Morthens, Pál Rósinkranz og Ragga Bjarna ref fyrir rass. Ellý nær þó ekki að koma Baggalúts- mönnum af toppnum sem tróna þar með jólaplötu sína, Næstu jól. 30.000 eintök af Furðuströndum Bókin Furðustrandir eftir Arnald Indriðason hefur nú verið prentuð í 30 þúsund eintökum. Von er á þriðju prentun um helgina en bókin hefur slegið rækilega í gegn. Hún er nú þegar mest selda bók ársins. Furðustrandir hefur fengið fína dóma og eru flestir gagnrýnendur á þeirri skoðun að þetta sé besta bók Arnaldar til þessa. Jósef Presley tróð upp á jólamarkaði Jósef Ólafsson, oft kallaður hinn íslenski Elvis Presley, sló í gegn á jólamarkaðnum við Ell- iðavatn um síðustu helgi. Jósef mætti í fullum skrúða, eins og hans er von og vísa, og tryllti mannskapinn með vel völdum Presley-slögurum. Sérstaka lukku vakti þegar hann tók Blue Christmas. Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir mark- aðnum en félagið er einnig með markað í Kauptúni Garðabæ. Páfagaukurinn Kobbi er ræðinn og kann vel að meta félagsskap. Hann tekur Herdísi vinkonu sinni ætíð fagnandi. Ljósmynd Hari. H A LL E ™ , H A LL E B E R R Y ™ B el la h B ra nd s In c. www.halleberryfragrances.com Hann er stundum sof- andi en þegar ég ávarpa hann opnar litla greyið augun og er svo vingjarn- legur. Ég er byrjaður á bókinni og bíð spenntur eftir sögulokum, en vona að Ragnar reynist ekki vera morðinginn. Ragnar hefur ekki komist að því hvort hann er morðinginn í nýjustu bók Söndru Balzo.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.