Læknablaðið - 15.12.1983, Síða 7
LÆKNABLAÐIÐ
323
t
MINNING
GUÐMUNDUR
JÓHANNESSON
Guðmundur Jóhannesson, yfirlæknir, fæddist á
Seyðisfirði, 27. janúar 1925. Foreldrar hans
voru Jóhannes úrsmiður Sveinsson og kona
hans, Elín Júlíana Sveinsdóttir bónda að Rauða-
felli undir Eyjafjöllum, síðar í Langholti í
Hreppum Arnoddssonar. Hann var yngstur
fjórtán systkina. Hann ólst upp á Seyðisfirði til
fjórtan ára aldurs, en var síðan tvo vetur hjá
bróður sínum, Einari skipstjóra og konu hans
Sigríði í Vestmannaeyjum og tók þar gagn-
fræðapróf. Hann hóf síðan nám við Mennta-
skólann á Akureyri og varð stúdent þaðan
1947. Hann stundaði síðan nám í guðfræði-
deild Háskóla íslands í eitt ár, en settist í lækna-
deild 1948 og lauk kandídatsprófi þaðan í júní
1955. Að kandídatsári loknu gerðist hann
héraðslæknir í Bolungarvík, en hóf nám í kven-
sjúkdómum og fæðingarhjálp í Svíþjóð 1959.
Frá 1966 starfaði hann sem sérfræðingur á
Kvennadeild Landspítalans, en einnig við Leit-
arstöð Krabbameinsfélags íslands, þar sem
hann var skipaður yfirlæknir 1973.
Frá því að Guðmundur hóf starf sem
sérfræðingur á Kvennadeild Landspítalans
beindist hugur hans og áhugi, að vandamál-
um kvenna með illkynja kvensjúkdóma, þótt
hann starfaði jafnframt allan tímann við aðrar
hliðar sérgreinar sinnar. Til að byrja með
skipulagði hann og vann að þessari starfsemi á
gömlu fæðingardeildinni, og varð síðan einn
helsti hvatamaður að byggingu nýju Kvenna-
deildarinnar, þar sem hann fékk 10 rúm til
umráða fyrir starfsemina. Á Landspítalanum
var nú komin góð aðstaða til meðferðar og
reyndin varð sú, að árangurinn varð jafngóður
og á bestu stöðum erlendis. Guðmundur vann
að þessum málum að mestu leyti einn og sér,
og þetta brauðryðjendastarf var ærið verk-
efni fyrir einn mann. Samtímis vann hann við
Leitarstöð Krabbameinsfélag íslands, og undir
hans stjórn, og með aðstoð góðra samstarfs-
manna, náðist þar frábær árangur í greiningu
illkynja sjúkdóma í ieghálsi. Honum tókst,
fyrstum í heiminum, að sýna örugglega fram á
að hópskoðanir kvenna, sýnitaka og góð
meðferð, leiðir til Iækkaðrar dánartölu hjá
konum með þennan sjúkdóm. Þetta hefur
vakið heimsathygli, en fáir hérlendis vita, að
Guðmundur var orðinn heimsþekktur maður á
sínu sviði og landi sínu til mikils sóma, en það
var honum líkt að hafa ekki hátt um það.
Að auki fór Guðmundur ótal ferðir út á land
á vegum Krabbameinsfélags íslands, oft um
helgar, því hann taldi rétt að konur utan
Reykjavíkur fengju einnig að njóta þekkingar
hans. Og ekki má gleyma því, að honum
vannst einhvern veginn tími til að stunda
sjúklinga á stofu í Domus Medica, þar sem
færri komust að en vildu.
Þegar ég hugsa um þann árangur, sem náðst
hefur í greiningu og meðferð illkynja kven-
sjúkdóma hérlendis, verður mér ljós nauðsyn
okkar litla lands á að eiga menn með hugsjón-
ir, hæfileika og dugnað Guðmundar. í öðrum
löndum eru aðstæðurnar allt aðrar, þar dreifist
uppbygging, stjórnun og ábyrgð á tugi, jafnvel
hundruð handa.
En Guðmundur sinnti enn fleiri störfum.
Árið 1977 varð hann dósent við Læknadeild
Háskóla íslands, og kastaði sér út í kennsluna
með þeim áhuga og atorku sem honum var
tamt. Hann var greinargóður og skemmti-
legur kennari og undirbjó kennslu sína vel.
Árin 1975-1980 kenndi hann einnig við Ljós-
mæðraskóla íslands við jafn góðan orðstír.
Guðmundur var mjög félagslyndur og hafði
áhuga á mönnum og málefnum. Hann hafði
góða dómgreind og var samstarfsfús, ósérhlíf-
inn og úrræðagóður, og því ekki að undra að
hann var eftirsóttur til félags- og trúnaðar-
starfa. Hann sat 7 ár í stjórn Læknafélags ís-
lands, þar af sem varaformaður í 3 ár, og gegndi
þar að auki fjölda trúnaðarstarfa fyrir
læknasamtökin. Hann var í stjórn Félags ís-
lenskra kvensjúkdómalækna frá 1978 og for-
maður félagsins frá 1981.
Guðmundur var gæddur fjölmörgum góð-
um eiginleikum. Hann var skarpgreindur og
það fór ekki á milli mála, þegar maður fór að
kynnast honum, að hann hafði athyglisgáfu,
rökvísi og sjálfsgagnrýni vísindamannsins.
Hann skrifaði margar greinar í innlend og
erlend lægnatímarit. Vísindavinna hans ein-
kenndist af þessum eiginleikum og þeir mót-
uðu einnig læknisstörf hans og gerðu hann að
þeim færa lækni sem hann var. En margir
læknar, sem eru taldir færir af sínum stéttar-
bræðrum, eru ekki nauðsynlega góðir í augum