Læknablaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 38
348
LÆK.NABLADID 69,348-351,1983
Jón Þ. Hallgrímsson, Jens Kjartansson
INNLAGNIR Á MEÐGÖNGUDEILD
KVENNADEILDAR LANDSPÍTALANS 1981
INNGANGUR
í ljósi pess að á Kvennadeild Landspítalans
hefur verið rekin sérstök deild fyrir konur með
meðgöngusjúkdóma síðan 1975, pótti ástæða
til að lýsa nokkuð starfsemi deildarinnar og
kanna sjúkdómsferil kvennanna, par sem hér
er um brautryðjandi starf að ræða á íslandi.
Þrátt fyrir að víða erlendis séu reknar
deildir með svipuðu sniði, virðist lítið um pær
skrifað. Ekki tókst að finna neina grein sem
fjallaði um líkt efni, pótt víða væri leitað.
Ætlunin var að kanna eftirfarandi:
A. Samsetningu sjúklingahópsins m.t.t. aldurs,
búsetu, fjölda innlagna og hvaðan sjúk-
lingarnir komu.
B. Áhættu á meðgöngusjúkdómum samfara
aldri, lengd meðgöngu, tíðni fósturláta og
barneigna.
C. Gang meðferðar með hliðsjón af legutíma
á deildinni, útskrift og fæðingarstað.
D. Gang fæðingar kvenna með meðgöngu-
sjúkdóma samanborið við gang fæðingar
almennt á íslandi 1981.
E. Ástand nýbura kvenna með meðgöngu-
sjúkdóma samanborið við nýbura almennt
1981.
F. Helstu sjúkdómsgreiningar og greiningar-
nákvæmni fyrir innlögn á algengustu
meðgöngusjúkdómum samanborið við út-
skriftargreiningar.
AÐFERÐIR OG EFNIVIÐUR
Farið var yfir sjúkraskrár pungaðra kvenna,
sem gengnar voru 16 vikur eða lengur, við
innlögn á meðgöngudeild Kvennadeildar
Landspítalans 1981, auk 14 kvenna með hype-
remesis gravidarum, sem voru skemur gengn-
ar. Aðrar konur, sem voru gengnar 16 vikur
eða skemur, t.d. með hótandi fósturlát, eru
yfirleitt lagðar inn á kvenlækningadeild en
ekki á meðgöngudeild. Örfáar slíkar konur
höfðu pó slæðst inn á deildina en pær voru
útilokaðar frá rannsókninni. Höfð var hliðsjón
af fæðingatilkynningum ársins 1981 til saman-
burðar efnivið par sem purfa pótti.
NIÐURSTAÐA OG UMRÆÐA
Alls voru 514 konur með meðgöngusjúkdóma
lagðar inn á meðgöngudeildina árið 1981. Af
pessum 514 konum reyndust 326 (63.4 %)
búsettar á Stór-Reykjavíkursvæðinu en 181
(36.6 %) á landsbyggðinni.
Eins og fram kemur á súluriti um aldursdreif-
ingu (mynd I) pá er langmestur fjöldi kvenna
með meðgöngusjúkdóma 21 til 29 ára gamlar.
Pegar athuguð var aldursdreifing kvenna
með meðgöngusjúkdóma svo og allra kvenna
sem fæddu á íslandi 1981, kom í Ijós að ekki
var mikill munur á pessum tveimur hópum
(tafla I) á aldrinum frá 20 til 35 ára, en hins
vegar var hlutfallslega veruleg aukning peirra
með meðgöngusjúkdóma eftir 35 ára aldur.
Tafla II sýnir skiptingu sjúklingahópsins
eftir pví hvaðan sjúklingar voru innlagðir, en í
Tafla I. Aldursdreifing kvenna, sem fæddu á íslandi
1981 (A) og kvenna med medgöngusjúkdóma á
Kvennadeild Landspítalans 1981 (B).
A B
Aldur Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall
20.................... 546 12.3 36 7.0
20-24 ............... 1488 33.5 154 30.0
25-29 ............... 1288 29.0 152 29.5
30-34 ................ 773 17.4 98 19.0
35-39 ................ 307 6.9 64 12.5
40-44 ................. 40 0.9 10 2.0
Samtals: 4442 100 514 100
Tafla II. Skipting sjúklingahóps eftir því hvadan
sjúklingar eru innlagdir.
Fjöldi Hlutfall
Frá mæðraskoðun kvennadeildar .. 244 47.5
Frá mæðravernd Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur............. 116 22.5
Frá heilsugæslustöðvum ............ 141 27.5
Frá öðrum sjúkrahúsum .............. 12 2.3
Frá praktiserandi læknum ............ 1 0.2
Alls 514 100