Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 61
LÆKNABLADID 365 priðju útgáfu »Cancer Incidence in Five Conti- nents« (17). í byrjun árs 1983 kom út yfirlitsrit um 20 fyrstu ár íslensku krabbameinsskrárinnar (18). Skilgreiningar Bókin »Cancer Registration and its Techniqu- es« (6) skilgreinir krabbameinsskráningu sem sívirka, staðlaða upplýsingasöfnun um grein- ingu og sérkenni þeirra æxla, sem skrá skal. Krabbameinsskrá, sem nær til þjóðar eða þýðis, er síðan lýst sem tilraun til að skrá upplýsingar um þau illkynja æxli, sem koma fyrir í ákveðnu þýði, en það takmarkast við svæðið sem fólkið býr á. Krabbameinsskrán- ing stofnunar eða spítala er hinsvegar eingöngu bundin við þá einstaklinga, sem koma á stofnunina eða spítalann og þá er yfirleitt ekki vitað hve stórt þýðið er sem sjúklingahópurinn kemur úr eða til hvaða landsvæðis þýðið heyrir. Ennfremur er ekkert vitað um hlutfall þeirra tilfella af öllum tilfell- um í viðkomandi þýði. Pessar skilgreiningar eru skýrar en takmarkaðar, þar sem þær geta ekkert um mörg af þýðingarmestu hlutverkum krabbameinsskráningar, s.s. rannsóknir og mat á upplýsingunum, útgáfu nýgengisupplýsinga og tilkynningar um breytingar á nýgengi. Enn mætti telja ráðgjöf til yfirvalda, þátttöku í menntun o.s.frv. Muir og Nectoux (19) stungu upp á eftirfar- andi skilgreiningu á krabbameinskrá og er hún nokkuð viðtækari: »... as a facility for the collection, storage, analysis and interpretation of data on persons with cancer. A hospital- based registry performs these functions within the bounds of a hospital or a group of hospitals. The populations of well defined composition and size.« Þessa skilgreiningu mætti orða svo á íslensku, að krabbameinsskrá sé tæki til söfnunar, geymslu, úrvinnslu, rann- sókna og túlkunar upplýsinga um fólk með krabbamein. Krabbameinsskrá spítala eða stofnunar sinnir þessu hlutverki innan þeirra takmarka, sem spítali eða hópur spítala setur skráningunni. Krabbameinsskráning sem nær til pjóðar eða þýðis vinnur með nýgreind krabbameinstilfelli í þýði, sem er vel skilgreint bæði hvað snertir stærð, aldur og kyn. Starf krabbameinsskráa Krabbameinsskrár eru til vegna þess að ill- kynja sjúkdómar eru alls staðar fyrir hendi og þýðingamiklar orsakir dauða. Aldursdreifing flestra illkynja sjúkdóma er þannig að eldra fólk veikist oftar en yngra og af því leiðir að hlutfall gamalla í þýðinu ákvarðar hve áber- andi krabbameinsvandamálið er í viðkomandi þýði. f þróuðum löndum eru krabbamein, næst á eftir hjarta- og æðasjúkdómum, algengustu orsakir dauða. í minna þróuðum löndum eru smitsjúkdómar og vaneldi líka mjög þýðingar- miklir. Meðalaldur hefir farið vaxandi hjá öllum þjóðum og framfarir eru miklar bæði i smitsjúkdómavörnum og lækningum þeirra sjúkdóma. Því má búast við að krabbameins- vandamálið muni verða æ meira áberandi. Þá verður sennilega Iítill munur á heildarfjölda krabbameina milli þróaðra og vanþróaðra þjóða. Öll vinna við krabbameinsskráningu lýtur að þátttöku í baráttunni við krabbamein. Sú barátta er háð á mörgum vígstöðvum. Framfar- ir í krabbameinsmeðferð eru hægfara og þær Iækningaaðfeðir, sem eru tiltækar í dag og líklegar til að verða það í nánustu framtíð, eru bæði kostnaðarsamar og valda miklum þján- ingum sjúklinga. Því er þýðingarmeira að læra á hvern hátt megi koma í veg fyrir illkynja sjúkdóma, en hvernig eigi að lækna þá. Ef skipuleggja á árangursríkt varnarstarf gegn illkynja sjúkdómum, er líklega þýðingar- mest að skilja orsök og tilurð sjúkdóms. Rannsóknir á orsökum og gangi (sjúkdóms- ferli, pathogenesis) hinna einstöku illkynja sjúkdóma er þess vegna þýðingarmesta hlut- verk krabbameinskráningar. Söfnun upplýsinga. Bæði krabbameinsskrár, sem sinna sþítölum og þær sem sinna þjóðum eða þýðum, verða að hafa nákvæmar upplýs- ingar um þá sem skráðir eru. í spítalaskrám, sem sinnt geta einu eða fleiri sjúkrahúsum, eru þessir einstaklingar allir þeir sjúklingar sem hljóta þar meðferð á illkynja sjúkdómum. Spítalakrabbameinskráin er oft hluti af upplýs- ingakerfi spítalans og hefur þess vegna offast beinan aðgang að öllum greiningar- og með- ferðarupþlýsingum um sjúklinginn. Þýðingar- mest meðal greiningargagnanna eru meina- fræðiskýrslur og mikill hluti þeirra kemur þá úr meinafræðistofnun viðkomandi spítala. Önn- ur þýðingarmikil greiningargögn eru svör um röntgenrannsóknir, speglanir, könnunarað- gerðir, en allt þetta getur verið nauðsynlegt til þess að fá góðar upplýsingar um stærð, staðsetningu og dreifingu (stigun). Fjöldi upp- lýsingaatriða, sem spítalaskrá inniheldur um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.