Læknablaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 21
LÆKNABLADIÐ
335
á skrá félagsráðgjafa, og hve mörg tilvik
voru tilkynnt til K.ynsjúkdómadeildar Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur, eins og lands-
lög mæla fyrir um. Upplýsingar um fjölda
rekkjunauta fengust einnig úr skrám félagsráð-
gjafa. í spjaldskrá Kynsjúkdómadeildar Heilsu-
verndarstöðvarinnar var kannað, hversu oft
náðist í þá karla, sem konurnar bentu á sem
hugsanlega smitbera og félagsráðgjafar til-
kynntu, og hve margir þeirra reyndust vera
með lekanda.
NIÐURSTÖÐUR
Sjúklingahópurinn: Mynd 1 sýnir aldursdreif-
inguna. Flestar kvennanna voru ungar, um
70 % 25 ára eða yngri. Sú yngsta var 15 ára en
sú elsta 48 ára. Meðalaldurinn var 23.6 ár.
Hvað búsetu snertir bjuggu 93 (81.6 %) á
Stór-Reykjavíkursvæðinu, 20 (17.5 %) á lands-
byggðinni, en 1 (0.9 %) erlendis.
Tafla III sýnir atvinnu kvennanna. Nær
priðjungur starfaði við verslun eða á skrif-
stofu, næst á eftir komu nemar, síðan verka-
konur.
Samkvæmt töflu IV voru flestar ógiftar og
ekki í sambúð, aðeins um fjórðungur gift-
ar og/eða í fastri sambúð.
Tafla V sýnir barneignir kvennanna. Tæpur
helmingur var barnlaus.
Samkvæmt töflu VI var þriðjungur kvenn-
anna þungaðar, þegar sýni voru tekin. Þriðj-
ungur notaði pillu eða lykkju og þriðjungur
engar eða aðrar getnaðarvarnir. Nokkrar
þeirra, sem voru þungaðar, kváðust hafa verið
á pillunni þegar frjóvgun átti sér stað, og eru
þær ekki taldar með þeim 17, sem voru á
pillunni og voru ekki barnshafandi.
Sýnitökur og ræktanir. Eins og áður er getið
ræktuðust lekandasýklar í 183 sýnum. Tafla
VII sýnir dreifingu jákvæðra ræktana eftir
sýnitökustað. Jákvæðar ræktanir fengust frá
fleirum en einum stað hjá 61 konu, en frá
aðeins einum stað hjá 53. Tafla VIII sýnir dreif-
ingu jákvæðra svara eftir tökustað hjá síðar-
nefnda hópnum.
Tafla IX sýnir ástæður sýnitöku hjá þeim
konum, sem voru með lekanda. Sú algengasta
var grunur um eggjaleiðarabólgu, þ.e.a.s. hjá
58 (50.9 %). Hjá 4 þeirra þótti klínísk greining
örugg og kviðarholsspeglun því ekki gerð.
Hinar 54 voru allar speglaðar og 46 (84 %)
reyndust vera með rétta greiningu, 3 voru með
samvexti, 2 með eggjastokkablöðrur en ekkert
óeðlilegt fannst hjá 3 konum. Að auki fannst
Mynd 1. Aldursdreifing kvenna með lekandasýk-
ingu (n = 114).
Tafla III. Atvinna samkvæmt starfsstödufiokkun
Hagstofu íslands.
Fjöldi Hlutfall
(07) Verslunar eða skrifstofustörf . 36 31.6
(17) Nemar 22 19.3
(13) Verkakonur 19 16.7
(06) Opinberir starfsmenn 11 9.6
(15) Húsmæður 9 7.9
(19) Óupplýst 7 6.1
(16) Annað 5 4.4
(09) Iðnlærðar (04) Flugáhöfn 2 1 4.4
(02) Sjómaður (kokkur) (05) Stjórnandi fyrirtækis 1 1
Alls 114 100
Tafla IV. Hjúskaparstétt.
Fjöldi Hiutfall
Giftar 12 10.5
I sambúð (ógiftar) 19 16.7
Ekki I sambúð 77 67.5
Vantar upplýsingar 6 5.3
Alls 114 100
Tafla V. Barneignir.
Fjöldi Hlutfall
0 börn............................... 55 48.2
1 barn .............................. 30 26.3
2 börn............................... 22 19.3
3 börn................................ 4 3.5
4 börn................................ 2 1.8
5 börn eða fleiri .................... 0
Vantar upplýsingar................. 1 0.9
Alls 114 100