Læknablaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ
349
Fjöldi
ljós kom að flestar konurnar voru lagðar inn
frá mæðraskoðun á göngudeild Kvennadeild-
ar Landspítalans, eða 244 (47,5 %). í>ess ber
pó að geta að mörgum konum var vísað fyrst á
göngudeild Kvennadeildar annars staðar frá
og síðar lagðar inn paðan.
í töflu III er sýnt fram á að hættan á
meðgöngusjúkdómum er fjórum sinnum meiri
hjá konum yfir fertugt en konum yngri en
tvítugt.
Tafla IV sýnir að algengast var að konur
legðust inn í 36.-40. viku meðgöngu eða 249
konur (41.1 %) en frá 30.-40. viku, reyndust
petta vera 398 konur eða 77.5 % af heildar-
fjöldanum. í töflunni eru endurinnlagnir með-
taldar. Áhætta á meðgöngusjúkdómum miðað
við meðgöngulengd virðist pannig tvípætt,
p.e.a.s. á 16.-20. viku er áhætta veruleg, aftur
lítil á 21.-25. viku en vex síðan eftir sem á líður
meðgöngutímann og nær hámarki á 26.-40.
viku.
Tafla V sýnir skiptingu sjúklingahópsins
eftir fjölda fyrri fæðinga. Eitt hundrað níutíu
og prjár konur (37.5 %) reyndust frumbyrjur
en 321 (62.5 %) fjölbyrjur. Á landinu öllu voru
frumbyrjur petta sama ár alls 1596 eða 36.7 %
af heildarfjöldanum.
Samkvæmt töflu VI reyndust alls 126 konur
(24.5 %) hafa misst fóstur áður, en ekki eru
fyrirliggjandi upplýsingar um fæðingar ein-
stakra kvenna né tíðni fósturláta almennt á
íslandi 1981 og pví ekki hægt að reikna út
fylgni milli tíðni fósturláta og fjölda fyrri
fæðinga einstakra kvenna annars vegar og
meðgöngusjúkdóma hins vegar. Þó virðist auk-
inn fjöldi fæðinga og vaxandi tíðni fósturláta
ekki hafa veruleg áhrif á algengi meðgöngu-
sjúkdóma.
Tafla VII sýnir að 384 konur lögðust aðeins
einu sinni inn, en 138 oftar en einu sinni.
Meðalfjöldi legudaga á deildinni reyndist 10
dagar. Aðeins ein kona lá lengur en 3 mánuði,
tvær lágu 2-3 mánuði og 38 konur í 1-2
mánuði. í pessum tilfellum var oft um endur-
teknar innlagnir að ræða. Samtals var um að
Tafia III. Áhætta á medgöngusjúkdómum eftir aldrí
vanfærra kvenna.
Aldur Áhætta
> 20 ára................................. 1.0
20-24 ára ................................ 1.6
25-39 ára ................................ 1.8
30-34 ára ................................ 1.9
35-39 ára ................................ 3.2
40-44 ára ................................ 3.9
Tafla IV. Skipting sjúkiingahóps eftir meðgöngu-
lengd við innlögn.
Medgöngulengd vid innlögn Fjöldi Hlutfall
16-20 vikur ........................ 61 10.0
21-25 vikur ........................ 35 5.7
26-30 vikur ........................ 61 10.0
31-35 vikur ....................... 149 24.6
36-40 vikur ....................... 249 41.1
42 vikur og þar yfir ............... 50 8.2
Alls 605 100