Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐID 355 kynfærum. Allar klínískar skoðanir voru fram- kvæmdar af sérfræðingum. Greiningin var í öllum tilfellum staðfest með kviðarholsspeglun eða holskurði af sérfræðing- um. Ástæðurnar fyrir pví, að aðgerðirnar voru gerðar, er að finna í töflu VIII. Grunur um bráða eggjaleiðarabólgu var hjá 190 sjúk- lingum (77.2 %) en um aðra sjúkdóma hjá 56 (22.8 %). Á árunum 1978-1980 fengu 267 konur grein- inguna bráð eggjaleiðarabólga við konu. Tafla IX sýnir, að í aðeins 1970 (71.2 %) tilfella var klínísk greining rétt samkvæmt kviðarhols- speglun, 45 sjúklingar (16.8 %) voru með aðra sjúkdóma, en hjá 32 fannst ekkert sjúk- legt í kviðarholi. Við kviðarholsspeglun má dæma bráða eggjaleiðarabólgu væga eða svæsna. Við væga bólgu sjást roði, proti og augljós bólgu- einkenni á eggjaleiðurum. Við svæsna, fibrin- skánir á eggjaleiðurum, sem eru oft mjög bólgnir, graftarmydum, jafnvel byrjandi sam- Tafla IX. Loka sjúkdómsgreining hjá 267 konum kvidarholsspegluðum vegna gruns um bráda eggja- leidarabólgu 1978-1980. Fjöldi Hlutfall Bráð eggjaleiðarablóga 190 71.2 Aðrir sjúkdómar Blöðrur og æxli á eggja- stokkum.................. 19 Samvextir ................. 13 Utanlegsþykkt............... 5 Legslímhúðarbólga (endometritis)............ 3 45 16.8 Frávillingur (endometriosos) 1 Fósturlát .................. 1 Legskemmd eftir fóstureyð- ingu...................... 1 Botnlangabólga.............. 1 Chrohn’s sjúkdómur.......... 1 Eðlilegt ástand 32 12.0 Alls 267 100 Tafla X. Niðurstödur kvidarholsspeglana og hol- skurda, ad pví er varðar svæsni sjúkdómsins. Fjöldi Hlutfall Væg eggjaleiðarabólga............. 92 37.4 Svæsin eggjaleíðarabólga.......... 154 62.6 Alls 246 100 vextir (1). Tafla X sýnir að 92 konur (37.4 %) voru með væga eggjaleiðarabólgu, en 154 (62.6 %) með svæsna. Hjá þeim 58 konum, sem gáfu sögu um eggjaleiðarabólgu áður, sáust ummerki þess (samvaxta- og/eða sekkmyndanir) við kviðar- holsspeglun hjá 32 (55.2 %). Hjá 8 konum til viðbótar fundust sams konar breytingar án sögu um eggjaleiðarabólgu. Ekki er getið alvarlegra fylgikvilla í kjölfar aðgerðanna. Medferd: Allar konurnar voru meðhöndlaðar með rúmlegu, þangað til einkenni voru horfin eða þær orðnar hitalausar. Meðalfjöldi legu- daga var 12.5. Flestir urðu legudagar 33, en fæstir 3. Nokkuð var um að konurnar neituðu sjúkrahúsvist og útskrifuðu sig gegn ráði lækna deildarinnar. Allar fengu sýklalyfjameðferð utan ein, sem hafði verið á strangri lyfjameðferð fyrir komu. Meðaltími sýklalyfjagjafa var 14 dagar, en lengsta meðferð stóð í 41 dag. Hér er átt við þann tíma, sem sýklalyf voru gefin, bæði fyrir og eftir útskrift. Eftirskodun: Öllum konum var ráðlagt að koma til eftirskoðunar. Þeim tilmælum sinntu 187 (76 %). Af þeim sem ekki komu til eftir- skoðunar bjuggu flestar úti á landi og ætluðu í eftirskoðun hjá héraðslækni eða fóru í eftir- skoðun á stofu hjá sérfræðingi. Við eftirskoðun voru tekin sýni í lekanda- ræktun hjá öllum þeim konum, sem lekanda- sýklar höfðu ræktast hjá í legunni og hjá öðrum ef ástæða þótti til. Alls voru þessi sýni 38, þar af 32 (61.5 %) hjá þeim 52 konum, sem höfðu haft lekanda. Af þessum 32 konum reyndust 3 (9.4 %) enn með lekanda (ólæknaðar eða endursýktar). Hjá 8 konum (15.4 %) fórst fyrir að taka lekandasýni við endurskoðun, en 12 (23.1 %) mættu ekki til skoðunar. UMRÆÐA Bráð eggjaleiðarabólga er fyrst og fremst sjúkdómur ungra kvenna, og virðist aldurs- dreifing svipuð hér og annars staðar í Evrópu og Bandaríkjunum (1, 2, 3). Golden og Fish- bein (4) telja, að um 12 % af 15 ára stúlkum, sem hafa samfarir, fái sjúkdóminn. Nú á dögum líta margir svo á, að oftast sé um kynsjúkdóm að ræða, enda er hann mjög fátíður meðal kvenna, sem lifa skírlífi, þótt hann komi fyrir hjá þeim líka, t.d. sem útbreiðsla frá botn- langa- eða ristilpokabólgu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.