Læknablaðið - 15.12.1983, Side 27
LÆKNABLAÐID 69, 339-342, 1983
339
Jón Hilmar Alfreðsson, Páll Ágústsson, Jón t>. Hallgrímsson
ÓFRJÓSEMISAÐGERÐIR Á KVENNADEILD
LANDSPÍTALANS ÁRIN 1975-1979
INNGANGUR
Um miðjan síðasta áratug fjölgaði mjög ófrjó-
semisaðgerðum hér á landi. Einkum hafa konur
hagnýtt sér þessa getnaðarvörn í auknum mæli.
Ný lög (nr. 25, 1975) um ófrjósemisaðgerðir
tóku gildi um mitt ár 1975. Með þeim eru
þessar aðgerðir gefnar frjálsar og heimilar
öllum, sem náð hafa 25 ára aldri og læknis-
fræðilegar ástæður mæla þar eigi á móti.
Heildarfjöldi ófrjósemisaðgerða á landinu öllu
á árunum 1976 til 1979 er eins og fram kemur
í töflu I (1).
Ljóst er, að þessar aðgerðir eru hvorki
fullkomlega öruggar sem getnaðarvörn né
með öllu hættulausar. Því var gerð afturvirk
(retrospective) könnun á Kvennadeild Land-
spítalans til þess að meta árangurinn, hve oft
þær hefðu brugðist og algengi áfalla (compli-
cationes) og fylgikvilla. Auk þess var borinn
saman árangur af mismunandi tegundum að-
gerða.
Hér verður gerð grein fyrir helstu niðurstöð-
um þessarar könnunar og nokkur sjónarmið
rædd með hliðsjón af þeim.
EFNIVIÐUR OG ÚRVINNSLA
Könnunin fór fram í lok árs 1982 og nær yfir
fjögur og hálft ár, frá 1. júní 1975 til ársloka
1979. Meðal athugunartími eftir aðgerð er því
rúmlega fimm ár, en stysti tími er um þrjú ár.
Tvær meginaðferðir hafa verið notaðar við
ófrjósemisaðgerðir á þessu tímabili. Annars
vegar miðhlutun á eggjaleiðurum um lítinn
holskurð (minilaparotomy), hins vegar hefur
verið brennt fyrir og í sumum tilvikum einnig
klippt á túburnar gegnum kviðarholssjá (lapa-
roscope).
Á umræddu tímabili voru gerðar 1048 ófrjó-
semisaðgerðir á deildinni. Könnunin var
tvíþætt. í fyrsta lagi var farið yfir allar þessar
sjúkraskár og aflað upplýsinga úr þeim um
tiltekin atriði, eins og fram kemur af niðurstöð-
um. í öðru lagi voru send út bréf haustið 1982
til þeirra kvenna, sem farið höfðu í aðgerð á
árunum 1975 til 1978, til þess að grennslast
fyrir um afdrif þeirra og viðhorf til þessarar
aðgerðar. Spurt var, hvort viðkomandi væri
ánægð með aðgerðina og hvort breyting hefði
orðið á andlegu ástandi og kynlífi eftir á. Alls
var 830 konum sent bréf, 814 bréf virðast hafa
komið til skila og af þeim var 515 svarað eða
63,3 o/o.
Úrvinnsla aflaðra upplýsinga var tölvuunnin
á Tölfræðideild Landspítalans.
NIÐURSTÖÐUR
Tafla II sýnir aldursdreifingu í þessum hópi
kvenna, er kusu ófrjósemisaðgerð sem getn-
aðarvörn. í ljós kemur, að flestar eru komnar
yfir 35 ára aldur eða nær 65 %. Átján konur
voru yngri en 25 ára. í þeim hópi voru
læknisfræðilegar ástæður til aðgerðar hjá 17,
en ein var þegar orðin mikil fjölbyrja og hafði
ekki getað hagnýtt sér aðrar getnaðarvarnir.
Barnakoma (parity) kvennanna er sýnd í
töflu III. Nítján áttu ekkert barn. í þessum
hópi eru þær 17 konur, sem fóru í aðgerð af
Tafla I. Fjöldi ófrjósemisadgerda á íslandi árin
1976-1979.
Ár Karlar Konur
1976 .............................. 4 437
1977 .............................. 16 396
1978 .............................. 30 448
1979 .............................. 40 413
Alls 90 1694
Tafla II. Aldursdreifing kvenna gerð. vid ófrjósemisað-
Aldur Fjöldi Hlutfall
24 ára 18 1,7
25-29 ára 81 7,7
30-34 ára 260 24,8
35-39 ára .. 371 35,4
40-44 ára .. 268 25,6
45+ 50 4,8
1048 100