Læknablaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 42
352
LÆKNABLADID 69,352-358,1983
Sigurður S. Magnússon, Benedikt Sveinsson
BRÁÐ EGGJALEIÐARABÓLGA Á
KVENNADEILD LANDSPÍTALANS 1978-1980
INNGANGUR
Meö tilkomu nýbyggingar Kvennadeildar
Landspítalans 1975, var ákveðið, að deildin
veitti sjúklingum með bráða kvensjúkdóma
móttöku allan sólarhringinn, eins og sjálfsagt
pykir á samsvarandi deildum í nágrannalönd-
um okkar. Fram til pess tíma hafði flestum
pessum sjúklingum á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu verið vísað á handlæknisdeildir sjúkrahúsa.
Mikið var pá einnig um, að bráð eggjaleiðara-
bólga (salpingitis acuta) væri meðhöndluð í
heimahúsum, og munu nokkur brögð vera að
pví enn í dag. En með bættri aðstöðu og
vaxandi skilningi á eðli sjúkdómsins og afleið-
ingum hans, hafa pessi tilfelli í auknum mæli
verið send á kvennadeildina til greiningar og
meðferðar.
Par sem vitað er, að klínísk greining á bráðri
eggjaleiðarabólgu er óábyggileg (1), tókum
við fljótlega upp pá stefnu, að staðfesta grein-
inguna með kviðarholsspeglun (laparoscopia).
Þessi ákvörðun mæltist misjafnlega fyrir í
fyrstu hjá sumum sérfræðingum deildarinnar,
og var henni pví ekki nákvæmlega fylgt fyrstu
árin. Síðastliðin 5 ár má pó heita, að henni hafi
verið framfylgt fullkomlega.
í pessari grein verða gerð skil peim tilfellum
af bráðri eggjaleiðarabólgu, sem greind voru
með kviðarholsspeglun eða holskurði (laparo-
tomia) á Kvennadeildinni á árunum 1978-1980.
Tilgangur könnunarinnar, sem er afturvirk
(retrospective), var að komast að pví, hvaða
konur fá sjúkdóminn hér á landi, hversu stór
hluti peirra er með lekandasýkingu, hvaða
einkenni pær hafa og hve ábyggileg klínísk
greining er.
skrám peirra voru unnar pær upplýsingar, sent
eru meginstofn könnunarinnar. A pessum
árum voru nokkrar konur, með grun um
eggjaleiðarabólgu sendar til okkar af læknum
annarra sjúkrahúsa til að staðfesta greiningu
með kviðarholsspeglun, en pær síðan fluttar
aftur á viðkomandi sjúkrahús til meðferðar.
Þessir sjúklingar eru ekki taldir hér með.
Einnig var farið yfir sjúkraskrár allra kvenna
innlagðra vegna kviðverkja (dolores abdomi-
nis) á pessum árunt og sjúkdómsgreining við
innlögn athuguð. Reyndust 267 peirra hafa
verið greindar með bráða eggjaleiðarabólgu
við komu. Kannað var í sjúkraskrám í hve
ntörgum tilfellum klínísk greining reyndist rétt
við kviðarholsspeglun og hve oft aðrir sjúk-
dómar voru til staðar og pá hverjir.
NIÐURSTÖÐUR
Sjúklingahópurinn: Mynd 1 sýnir aldursdreif-
inguna. Meðalaldur var 24.3 ár, sú yngsta var
Fjöldi
80
70
60
■ Lekandatilfelli
50
40
30
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Eftir tölvuskrá yfir útskriftir áranna 1978-1980
á Kvennadeildinni voru fundnar sjúkraskrár
peirra 260 kvenna, sem lágu inni með grein-
inguna, bráð eggjaleiðarabólga. Greiningin
var staðfest með kviðarholsspeglun eða hol-
skurði hjá 246 pessara kvenna og úr sjúkra-
ö
<15 16-20 21-25 26-30 31-35 36-40 41 <
Aldur
Mynd 1. Aldursdreifing sjúkiingahópsins (n = 246).