Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐID 69, 363-370, 1983 363 Hrafn Tulinius og Ólafur Bjarnason SKRÁNING KRABBAMEINA INNGANGUR I pessari grein verður fjallað um hlutverk krabbameinsskráningar og sögulegan aðdrag- anda. Sérstaklega verður fjallað um íslensku skrána, upphaf og starfsemi og nokkur dæmi nefnd um gagnsemi krabbameinsskráningar. Það sem skrifað hefur verið um krabbameins- skráningu og hlutverk hennar í baráttunni við krabbamein er ekki mikið að vöxtum. Árið 1959 kom út skýrsla frá Alpjóða heilbrigðis- málastofnuninni (1), par sem skilgreind voru mörg af peim hugtökum, sem máli skipta, og getið upphafs krabbameinsskráningar. Sam- kvæmt skýrslunni eru eftirfarandi atriði í verkahring krabbameinsskráa: a) Skráning sjúklinga með krabbamein í þeim tilgangi að fylgja þeim eftir til að hægt sé að meta árangur meðferðar og kanna langlífi sjúklinga. b) Rannsóknir á orsökum og sjúkdómsferli (pathogenesis) þar sem beitt er nýgengi (incidence) með tilliti til kyns, aldurs, kyn- flokks, hjúskaparstéttar, atvinnu o.s.frv., erfðafræðilegar rannsóknir og langtíma- rannsóknir. c) Aðstoð við lækningar, sérstaklega með tilliti til eftirmeðferðar og einnig til þess að rannsaka læknisþjónustuna, svo sem hlut- fall sjúklinga sem fá meðferð af ákveðnu tagi, stig sjúkdóms við greiningu og hve langur tími líður milli einkenna og meðferð- ar. Loks tegund meðferðar. d) Skrá um krabbameinssjúklinga sem hægt er að byggja á alls kyns klínískar og faraldsfræðilegar rannsóknir. Rétt er að geta tveggja af fyrstu greinunum, sem fjölluðu um krabbameinsskráningu. Peter Payne, yfirmaður krabbameinsskrár í Eng- landi, skrifaði greinina »Cancer Registration, Planning and Policy in 1961« (2), þar sem hann ræðir ýmsar hliðar vandamála krabbameins- skráningar. Áhugavert er, að hann lætur þar í Ijós skoðanir sínar um mörg þau vandamál í sambandi við rekstur krabbameinsskráa, sem enn er verið að ræða, t.d. hvernig best verður fjallað um þann, sem er haldinn fleiri en einni tegund krabbameins. Hin greinin er eftir dr. Ejnar Pedersen, fv. yfirlækni Norsku Krabba- meinsskrárinnar (3). í henni gefur hann glögg dæmi um nauðsyn þess að krabbameinsskrán- ing nái til heillar þjóðar eða þýðis (populati- on) og án þess verði lítið hægt að gera til að lýsa faraldsfræði illkynja sjúkdóma. Hann vekur einnig athygli á þýðingu krabbameins- skráa fyrir læknisþjónustu og skipulagningu slíkrar þjónustu i framtíðinni. Árið 1970 gaf Alþjóðasamband krabba- meinsfélaga (International Union Against Cancer (UICC) út rit, sem heitir »The Registry in Cancer Control« (4). f>ar er rætt um tilgang krabbameinsskráningar, sem nær til heillar þjóðar/þýðis og mörg atriði varðandi skipulag og rekstur. Árið 1976 gaf Alþjóða heilbrigðismálastofn- unin út »Handbook for Standardized Cancer Registries (Hospital Bazed)« (5). í henni eru margvíslegar ráðleggingar fyrst og fremst fyrir þær krabbameinsskrár, sem taka til ákveðins spítala eða ákveðinnar stofnunar, en að mörgu Ieyti einnig gagnlegar fyrir krabba- meinsskráningu, sem nær til ákveðins þýðis. Megnið af upplýsingunum í þessari handbók eru einnig birtar í bókinni »Cancer Registrati- on and its Techniques« (6), en hún fjallar um »WHO-IARC Cancer Patient Information Sy- stem« eða upplýsingakerfi vegna krabbameins- sjúklinga og var gefin út af Alþjóða krabba- meinsrannsóknastofnuninni í Lyon, Internatio- nal Agency for Research on Cancer (IARC). Árið 1966 voru alþjóðasamtök krabbameins- skráa stofnuð og síðan 1974 hafa þessi samtök haldið úti fréttabréfi. í því hafa margskonar ráðleggingar varðandi krabbameinsskráningu verið gefnar. Islenska krabbameinsskráin Fyrsta kerfisbundna tilraunin til að afla upplýs- inga um útbreiðslu illkynja æxla á íslandi var framkvæmd í sambandi við talningu krabba- meinssjúklinga í Danmörku hinn 1. apríl 1908, en sú talning fór fram á vegum dönsku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.