Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 64
368 LÆKNABLADID flöguþekjukrabbamein í leghálsi nái að breið- ast út. Hér hefur greinilega komið í ljós að einn af hornsteinum góðs árangurs í leit að leghálskrabbameini er góð miðstýring leitar- innar. Slík miðstýring leitarinnar getur naumast átt sér stað á annan hátt heldur en með náinni samvinnu milli krabbameinskrár sem nær til þjóðar eða þess þýðis, sem leita skal í og stjórnar leitarinnar (24, 25). M.ö.o. virðist mega fullyrða að árangur leitarinnar er marg- falt þýðingarmeiri ef leitin nær til heils þýðis. Hér er það krabbameinsskrá sem nær til heillar þjóðar/þýðis, sem skiþtir máli, en sjúkrahússkrár veita tiltölulega litla hjálp. Þær aðferðir, sem þróast hafa með tilraun- um til leitar að krabbameini í leghálsi eru nú undirstaða tilrauna til að leita að krabbameini í öðrum líffærum s.s. brjóstum kvenna, melt- ingarfærum og þvagfærum. Vandamálin eru sértæk fyrir hvert æxli og hvert líffæri og samkvæmt því þurfa aðferðirnar að breytast. Það er engin ástæða til að ætla annað en að einnig hér sé forsendan, að leitin nái til vel skilgreinds þýðis og þess vegna er ástæða til að halda að þátttaka krabbameinsskráa er ná til þjóðar eða þýðis í framkvæmd og skipulagn- ingu leitar að krabbameinum verði æ meiri eftir því sem tímar líða. Krabbameinsmedferd. Gott bókhald og gagna- meðferð er nauðsynleg til þess að hægt sé að stjórna starfsemi sem er eins flókin og með- ferð á illkynja æxlum er orðin í dag. Sjúkra- húskrabbameinsskrár, sem oft eru hluti af sjúklingabókhaldi stærri sjúkrajúsa, takan þátt í þessu starfi og eru nauðsynlegar til að með- ferðartilraunir séu mögulegar. Það er þó svo í heiminum í dag, að meirihluti krabbameinssjúklinga hlýtur ekki meðferð á stærstu sjúkrahúsunum. Öll sjúkra- hús ættu að taka upp einhverskonar krabba- meinsskráningu. Þetta geta þau gert án þess að stofna formlega krabbameinsskrá. í með- ferðartilraunum er hægt að bera eina meðferð saman við aðra og sýna fram á mismun í árangri, en sjúkrahúskrabbameinsskrá getur ekki sýnt að breyting á meðferð hafi skipt máli fyrir afleiðingar sjúkdómsins í öllu þýðinu. Þetta er eitt af þýðingarmestu hlutverkum krabbameinsskráa, sem ná til þjóða eða þýðis. Eftirmedferd sjúklinga. Krabbameinsskrár taka ekki beinan þátt í meðferð sjúklinga, en þátttaka þeirra er óbein. Sjúkrahúskrabba- meinsskrár taka oft að sér að skipuleggja eftirmeðferð sjúklinga og senda innkallanir til sjúklinganna. Sumar krabbameinsskrár sem ná til þjóðar eða þýðis hafa boðið slíka þjónustu sjúkrahúsum eða læknum á því svæði sem þær vinna. Mat á árangri eftirmeðferðaraðgerða er einnig hlutverk, sem margar krabbameins- skrár hafa tekið að sér. Adstod vid heilbrigdisyfirvöld. Sumar af þeim uþplýsingum sem krabbameinsskár vinna er ekki hægt að fá jafnnákvæmar með öðrum aðferðum. Hér er átt við nýgengi og algengi hinna ýmsu illkynja sjúkdóma og þær breyt- ingar sem verða á þeim. Til þess að hægt sé að gera grein fyrir þörfum framtíðarinnar á þeim aðgerðum, sem nauðsynlegar eru vegna krabbameina s.s. þörfinni á sjúkrahúsrúmum, meðferðartækjum, starfsfólki, eru slíkar upp- lýsingar óhjákvæmilegar. Sama má segja um skipulag leitaraðgerða. Sjúkrahúskrabbameinsskrár geta gefið upp- lýsingar og verið undirstaða áætlana um þörf á starfsliði og þörf á tækjum til greiningar og meðferðar sem oft eru harla dýr. En upplýs- ingarnar sem sjúkrahúskrabbameinsskrár hafa um nýgengi sjúkdómanna geta oft verið hættu- legar og villandi vegna þess að notkun hinna einstöku sjúkrahúsa og deilda breytist oft ört af ástæðum, sem ekkert koma við breytingum á nýgengi sjúkdómsins. Sem dæmi um slíkar ástæður má nefna að nýtt sjúkrahús hafi verið opnað eða öðru lokað í nágrenni viðkomandi sjúkrahúss eða að »frægur« sérfræðingur hafi flust burt af svæðinu. Af þessum ástæðum geta sjúkrahúskrabbameinsskrár aldrei gegnt hlu- tverki krabbameinsskráa sem ná til heillar þjóðar eða þýðis. Menntun. Krabbameinsskrár leggja til upp- lýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir almenn- ingsfræðslu og menntun og viðhaldsmenntun heilbrigðisstétta um tíðni og orsakir illkynja sjúkdóma. Hér er bæði átt við lýsandi faralds- fræðilegar upplýsingar og ekki síður niður- stöður skýrandi faraldsfræðilegra rannsókna. Takmörkuð skráning Til þess geta legið gildar ástæður að menn vilji takmarka skráningu við einhvern hluta ill- kynja sjúkdóma. Bæði getur þetta verið vegna ákveðins áhugasviðs þeirra sem skipuleggja skráninguna, en einnig vegna þess að ákveðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.