Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1986, Page 6

Læknablaðið - 15.09.1986, Page 6
186 LÆKNABLAÐIÐ lauslega á sýkladeild Landspítalans, hvort C. jejuni fyndist í saursýnum sjúklinga með niðurgang og greindust strax tvö tilfelli (11). Síðan hefur komið í ljós, að Campylobacter er önnur algengasta bakterían, sem ræktast úr niðurgangshægðum á íslandi (5). Campylobacter jejuni iðrasýking veldur slimhúðarskemmdum í mjógirni og ristli (4) með klínískum einkennum og vefjabreyting um, sem eru óþekkjanleg frá öðrum iðra- sýkingum og stundum einnig frá rist- ilsárabólgu (colitis ulcerosa) (3, 12, 13). Þessi grein fjallar um vefjarannsókn á ristilsýnum frá nokkrum íslenzkum sjúk- lingum með iðrabólgu og niðurgang af völd- um C. jejuni. AÐFERÐIR Frá því 1. október 1980 hefur öllum saur- sýnum, sem borist hafa sýkladeild Landspítalans, verið sáð á sérstakt æti fyrir Campylobacter, Skirrow’s-æti, auk æta fyrir Salmonella, Shigella og Yersinia (2). Fyrstu 24 mánuðina bárust 7213 saursýni frá 4019 einstaklingum og ræktaðist Campylobacter úr 67 þeirra (1.67%). Ferill þessara 67 sjúklinga var kannaður, með því að skoða sjúkraskýrslur þeirra og/ eða hafa við þá viðtöl um einkenni og gang sjúkdómsins. I ljós kom, að ristilspeglun hafði verið gerð hjá níu þeirra og að vefja- sýni höfðu verið tekin hjá fimm sjúklingum. Hjá einum þeirra voru vefjasýni tekin tvi- svar, fyrst meðan sjúklingurinn var með blóðugan niðurgang og aftur, þegar sjúkdómurinn var í bata. Slímhúðarbitar, teknir við ristilspeglun, voru hertir (fixeraðir) á venjulegan hátt í 10% formalíni, steyptir inn í paraffín, vefir skornir í 5 míkrona þykkar sneiðar og þær litaðar með hematoxýlín-eósín-aðferð. Vefjasneiðarnar voru allar endurskoðaðar af sama meinafræðingi (JHJ), án vitneskju um niðurstöðu úr fyrri vefjagreiningu og var nú sérstaklega leitað að ummerkjum ristilbólgu. NIÐURSTÖÐUR Ferill þessara níu sjúklinga, sem voru ristil- speglaðir, var sérstaklega kannaður, sjá töflu I. Allir greindust þeir að sumarlagi, frá júní til október, einn sjúklingur á árinu 1980, sjö sjúklingar 1981 og einn sjúklingur 1982. Sjúklingarnir voru á aldrinum eins árs til 68 ára, en meðalaldur var 23 ár. Fjórir sjúklinganna áttu heima á Akureyri, þrír í Reykjavík og tveir annars staðar. Að svo miklu leyti sem hægt er að átta sig á smitun, virðast þeir allir hafa smitast á íslandi, en sérstaklega má geta þess, að fjórir höfðu umgengist húsdýr eða gæludýr og þar af höfðu tveir örugglega smitast af sýktum nautgripum. Annar þeirra hafði auk þess neytt ógerilsneyddrar mjólkur um tíma. Allir sjúklingarnir höfðu haft niðurgang og átta af níu blóðugar hægðir, en sjö af niu Tafla I. Sjúkdómseinkenni og það sem fannst við ristiispeglun hjá níu sjúklingum með iðrabólgu af völdum Campylobacter. Aldur Blóö í hægöum Hiti Kviðverkir Uppköst Liðverkir Ristilspeglun Vefjasýni 1 ár + + - - - Blæðingar, bjúgur, stökk slímhúð Já 6 ár + - + + - Blóðfylla Nei 8 ár + + + + + Blæðingar Blóðfylla Já Já 13 ár + + - + - Blóðfylla, blæðingar Já 16 ár + + + - - Bjúgur, smásár, slímhúðarhnökrar, aukið slím Já 27 ár + + + + - Dreifð smásár, slímhúðarhnökrar Já 28 ár + + + + + Blæðingar Já 40 ár + - + + - Eðlileg Nei 68 ár - + - + - Eðlileg Nei

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.