Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1986, Side 25

Læknablaðið - 15.09.1986, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 201 Mynd 1. Hlutfallsskipting þeirra aðila sem greiddu útgjöldin í bandaríska heilbrigðiskerfinu 1983. Mynd 2. Skipting útgjalda til heilbrigðismála I Ban- daríkjunum 1983. Mynd 3. Skipting 67 milljarða dollara kostnaðar Medi- care á árinu 1983. unum á lífeyrisbótum. Frá árinu 1984 munu iðgjöld miðuð við að þau standi undir 25% kostnaðar við B-hluta Medicare. Sjúklingur greiðir ætíð 75 fyrstu dalina fyrir þjónustu hvers almanaksárs, nokkurs konar sjálfsábyrgð, vegna þess kostnaðar, sem B-hlutinn tryggir. Auk þess greiðir hinn tryggði 20% þess kostnaðar, sem B-hluta tryggingin nær til og viðurkennir. Þar fyrir utan ber sjúklingurinn ábyrgð á og þarf að greiða þann hluta kostnaðar sem er umfram hámarksmörk þau, sem Medicare hefur sett fyrir þjónustu sem B-hlutinn tryggir. Greiðslum B-hluta Medicare til lækna fyr- ir þjónustu við tryggingaþega er þannig háttað, að Medicare endurgreiðir í samræmi við venjulegt, algengt og sanngjarnt gjald (customary, prevailing and reasonable reim- bursement) fyrir verkið. Reikningur læknis er þannig borinn saman við tvær viðmiðanir, hið venjulega gjald læknisins fyrir sömu þjónustu og hið algenga gjald lækna á sama svæði fyrir verkið. Fari reikningurinn ekki fram úr annarri eða báðum viðmiðununum telst hann sanngjarn og er greiddur af Med- icare. Hinn tryggði greiðir þó ætíð 20% reikningsins. Læknum er i sjálfsvald sett hvernig þeir standa að endurgreiðslukröfum vegna þjónustu sinnar. Annars vegar geta þeir innheimt gjaldið hjá sjúklingnum sjálf- um. Sú aðferð hefur það í för með sér, að Medicare enduFgreiðir sjúklingnum aðeins upp að hámarki hins venjulega, algenga og sanngjarna gjalds. Hafi læknirinn innheimt hærra gjald verður sjúklingurinn sjálfur að standa straum af mismuninum, til viðbótar 20% sem hann þarf alltaf að greiða. Hin aðferðin er að læknirinn innheimtir greiðsluna hjá Medicare, og fær þá aldrei hærri greiðslu en sem hinu venjulega, al- genga og sanngjarna gjaldi nemur. 2.3 Áhrif Medicare Þegar Medicare var sett á laggirnar var u.þ.b. annar hver aldraður bandaríkjamaður sjúkratryggður. Ástæða þess var fyrst og fremst sú, að við starfslok misstu starfsmenn (og þar með makinn líka) sjúkratryggingu þá, sem fylgdi starfinu. Tryggingafélög voru treg til að tryggja aldraða vegna ótta við áföll. Það má þvi með sanni segja að Med- icare hafi til orðið vegna þess að trygg- ingafélög í einkarekstri treystu sér ekki til að bjóða öldruðum fullkomnar sjúkratrygg- ingar á viðráðanlegu verði. Mynd 4 sýnir fjölda bandaríkjamanna 65 ára og eldri (í milljónum) árið 1980 og spá fram til 2020. Það er almennt viðurkennt í Bandaríkjun- um að Medicare hafi bætt aðgengi aldraðra að heilbrigðisþjónustu. Not þeirra einstak-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.