Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Síða 26

Læknablaðið - 15.09.1986, Síða 26
202 LÆKNABLAÐIÐ linga, sem mest þurfa á spítalavist að halda, hefur aukist verulega. Jafnframt hefur ýmsum tegundum skurðaðgerða hjá öldr- uðum fjölgað að mun. Er þar fyrst og fremst um að ræða ýmsar augnaðgerðir, en fjöldi þeirra tvöfaldaðist á árabilinu 1965-1975 og stórra liðaðgerða, en fjöldi þeirra þrefald- aðist á sama tíma. Hafa verður í huga að hinir tryggðu í Medicare eru engan veginn einsleitur hópur. Þetta kemur best fram á því, að um 70% af útgjöldum Medicare má rekja til 9% hinna tryggðu. Af hinum tryggðu eru um 40%, sem ekki reynast þurfa þjónustunnar með. Á hinn bóginn er ljóst að Medicare nær ekki til nema takmarkaðs hluta heil- brigðisútgjalda tryggingarþega. Medicare tryggir ekki heilsuvernd, langlegu, lyfja- kostnað, tannlæknaþjónustu, sjónvernd, gleraugu, heyrnarhjálp og heyrnartæki. 3.0 MEDICAID Eins og áður hefur komið fram hófst starf- semi Medicaid um leið og Medicare, árið 1965. Medicaid er samvinnuverkefni alríkisstjórnarinnar og stjórna ríkjanna. Er kerfinu ætlað að útvega þeim heil- brigðisþjónustu, sem eru láglaunaðir og ald raðir, eða blindir, eða fatlaðir eða í fjöl- skyldum með börn á framfæri. Allflest ríki Bandaríkjanna taka þátt í verkefni þessu. Mynd 4. Fjöldi Bandaríkjamanna 65 ára og eldri í milijónum á árinu 1980, ásamt spám fyrir árin 2000 og 2020. Innan ákveðins ramma, sem alríkisstjórnin setur, er hverju ríki í sjálfs- vald sett hvernig það hagar starfsemi Med- icaid. Af því leiðir að verulegur munur er milli ríkja m.t.t. réttar, réttindavinnslu og greiðslufyrirkomulags. Alríkisstjórnin greiðir rúmlega helming alls kostnaðar við Medicaid. Árið 1983 var kostnaður alríkisstjórnarinnar vegna verk- efnisins 19 milljarðar dala. Medicare kost- aði sama ár 59 milljarða. Á árinu 1982 naut tíundi hver Bandaríkjamaður aðstoðar Medicaid vegna heilbrigðisþjónustu. 3.1 Hverjir eru tryggðir innan Medicaid? Öll ríki Bandaríkjanna eru skuldbundin til að láta Medicaid ná til þeirra sem njóta op- inberrar framfærslu. Annars vegar er um að ræða þá sem njóta framfærslustuðnings til fjölskyldna með börn á framfæri (AFDC: Aids to Families with Dependent Children er framfærslukerfi, sem nýtur stuðnings alríkisstjórnarinnar) og hins vegar þeirra sem njóta framfærslustuðnings vegna tekjutrygg ingarverkefnis fyrir aldraða, blinda og fatl- aða (SSI: Supplemental Security Income er framfærslukerfi á vegum alríkisstjórnarinn- ar). Þeir sem njóta framfærslu frá öðru hvoru þessara kerfa eru taldir þurfa á Med- icaid að halda (categorically needy). Réttindi til framfærslu innan AFDC-kerf- isins eru mjög mismunandi milli ríkja þar sem hvert ríki ákveður tekjumörk þau, sem eru skilyrði fyrir AFDC-framfærslu. Sömu- leiðis skilgreina ríkin mismunandi þá hópa, sem rétt eiga á AFDC-framfærslu. Þannig eiga fjölskyldur, sem hafa tvær fyrirvinnur, engan rétt til þessarar framfærslu í nær helmingi ríkja Bandaríkjanna. í mjög mörg um ríkjum er skilyrði AFDC-framfærslu að báðir foreldrar séu atvinnulausir. Flestir þeir, sem eiga rétt á Medicaid gegnum AFDC-framfærslu eru einstæðir foreldrar. Árið 1984 var stækkaður sá hópur, sem telst þurfandi skv. skilgreiningu. Að upp- fylltum skilyrðum um tekjur og eignir nær tryggingin til: - kvenna sem eru barnshafandi í fyrsta sinn, frá þeim tíma sem þungun er staðfest af lækni, enda ættu konurnar rétt á Medicaid ef barnið væri fætt; - barnshafandi kvenna í fjölskyldu þar sem foreldrar eru tveir en aðalfyrirvinnan er atvinnulaus;

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.