Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Síða 27

Læknablaðið - 15.09.1986, Síða 27
LÆKNABLAÐIÐ 203 - barna í tveggja foreldra fjölskyldu, sem fædd eru síðar en 1. október 1983, þangað til þau eru 5 ára; Þessu til viðbótar geta ríkin einnig tryggt þá sem teljast læknisfræðilega þurfandi (med- ically needy). Þrjátíu og fjögur ríki hafa á þennan máta stækkað þann hóp sem Med- icaid nær til. í þessum hópi eru þeir, sem hafa tekjur aðeins umfram framfærslu- hámörk en - eru aldraðir, blindir, fatlaðir eða í fjöl- skyldu með börn á framfæri; - tekjur þeirra (að frádregnum útgjöldum vegna lækniskostnaðar) falla undir hámarkið sem sett er fyrir læknisfræðilega þurfandi. Þeir sem njóta Medicaid sem læknisfræði- lega þurfandi eru taldir um 25% alls þeirra sem Medicaid nær til, en um helmingur útgjalda Medicaid er vegna þessa hóps. Mynd 5 sýnir hverjir njóta þjónustu Med- icaid og hvernig kostnaður Medicaid skiptist á milli nópanna. 3.2 Hvað tryggir Medicaid? Ríkin verða með Medicaid að tryggja þeim sem taldir eru þurfandi skv. skilgreiningu eftirfarandi þjónustu: - sjúkrahúsvist (aðra en berklahæli og geðdeildir) - göngudeildarþjónustu sjúkrahúsa; - læknisþjónustu; - rannsóknastofu- og röntgenþjónustu; - hjúkrunarheimilisþjónustu fyrir þá sem eru eldri en 21 árs; - heimahjúkrun fyrir þá sem rétt eiga á hjúkrunarheimilisþjónustu; - skim, sjúkdómsgreiningu og meðferð fyrir þá sem eru yngri en 21 árs (early and pe- riodic screening, diagnosis and treatment); - fjölskylduáætlun (family planning services and supplies); - heilsugæsluþjónustu í dreifbýli innan þeirra marka sem lög ríkisins kveða á um; - ljósmæðraþjónustu; Þessu til viðbótar geta ríkin tryggt innan Medicaid eftirfarandi þjónustu: - lyf; - sjúkrahótel (intermediate care facilities); - gleraugu; - dvöl á geðdeild fyrir einstaklinga yngri en 21 árs eða eldri en 65 ára. Ríkin geta hins vegar takmarkað þá þjónustu sem þau veita með Medicaid, bæði þá þjónustu sem þeim ber skylda til að veita og hina, sem þau kjósa að veita. Þannig geta þau takmarkað þann fjölda sjúkrahúsdval- ardaga, sem tryggður er, eða fjölda lækn- isheimsókna. Jafnframt geta þau sett hvers konar eftirlit á þjónustuna, t.d. krafist fyrirfram samþykkis vegna læknisaðgerða. Mynd 6 sýnir skiptingu útgjalda Medicaid. Þau ríki sem láta Medicaid einnig ná til þeirra sem teljast læknisfræðilega þurfandi verða a.m.k. að tryggja þeim eftirfarandi þjónustu: - utanstofnanaþjónustu fyrir börn; - mæðravernd; - fæðingarhjálp. 3.3 Greiðsla fyrir þjónustu Medicaid Ríkjunum er að mestu leyti í sjálfsvald sett hvernig þau haga greiðslum Medicaid fyrir Aldraðir 15<7o (Kostnaður 17°7o) ^ Undir 21 árs 45°o \ (Kostnaður 12°'o) Fatlaðir 15<To /ct CC CVV (Kostnaður 36^o) Foreldrar með börn 25<fl>vC£CCCC> (Kostnaður 14*Vb) Mynd 5. Hlutfallsskipting þeirra sem njóta þjónustu Medicaid og skipting kostnaðar á hópana.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.