Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Síða 33

Læknablaðið - 15.09.1986, Síða 33
LÆKNABLAÐIÐ 207 Þegar ákveðið er í hvaða DRG-flokk sjúklingur falli er stuðst við eftirtalin atriði: - aðalsjúkdómsgreiningu - skurðaðgerð - aðrar sjúkdómsgreiningar og aðgerðir - aldur sjúklings við innlögn - kyn sjúklings - ástand sjúklings við útskrift Mynd 7 skýrir nánar hvernig sjúklingar eru flokkaðir. Myndin sýnir mögluleika DRG- flokkunar hjá sjúklingi með sjúkdóm í lifur eða brisi. 5.4 Kostir og gallar áætlunargreiðslukerfisins Áætlunargreiðslukerfi byggt á DRG-flokkun sjúklings tók gildi 1. október 1983. Var gert ráð fyrir að endurgreiðslur Medicare mundu smátt og smátt færast yfir á þetta kerfi yfir þriggja ára tímabil. Frá 1. október 1986 munu öll sjúkrahús, sem áætlunargreiðslu- kerfið nær til og fá Medicare sjúklinga til meðferðar fá endurgreitt fyrir dvölina skv. þessu kerfi. Af sérstökum ástæðum eru endurhæfingarsjúkrahús, geðsjúkrahús og barnaspítalar undanþegnir áætlunargreiðslu- kerfinu. Þegar áætlunargreiðslukerfinu var komið á laggirnar voru kostir þess einkum taldir þessir: - Sjúkrahúsin vita fyrirfram hvað þau fá greitt fyrir hvern sjúkling sem stuðlar að hagræðingu í rekstri; - Kerfið hvetur til aukinna afkasta. Það hvetur til aukinna innlagna og styttri dvala. Síðast en ekki síst hvetur það lækna til að íhuga nauðsyn aðgerða og rannsókna. Vegna hins stutta tíma sem áætlunar- greiðslukerfið hefur verið i gildi, og sökum þess að enn nær það ekki að fullu til allra sjúkrahúsa er erfitt að meta reynsluna af kerfinu. Eftirtaldir annmarkar við kerfið hafa þó þegar verið staðfestir: - Greiðslukerfið letur sjúkrahús til að sinna alvarlega veikum sjúklingum, sem hætta er á að valdi meiri kostnaði en áætlun- argreiðslan gerir ráð fyrir. Jafnframt tekur kerfið ekki tillit til (nema að takmörkuðu leyti) að sami sjúkdómur getur verið mis-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.