Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1986, Side 34

Læknablaðið - 15.09.1986, Side 34
208 LÆKNABLAÐIÐ alvarlegur eftir einstaklingum. Reynslan hefur sýnt að ákveðin sjúkrahús, t.d. háskólaspítalarnir fá venjulega erfiðustu og alvarlegustu tilfellin. - Greiðslukerfið letur sjúkrahús til að sinna sjúklingum, sem enga tryggingu hafa og eru ófærir um að greiða reikninga sina sjálfir. Fyrir gildistöku áætlunargreiðslu- kerfisins reyndu sjúkrahúsin að endur- heimta kostnaðinn vegna ótryggðra sjúklinga með hærri reikningum fyrir hina, sem annað hvort voru tryggðir hjá Medicare, Medicaid eða með einkatrygg- ingu. Nú, er Medicare hefur tekið upp áætlunargreiðslukerfið og Medicaid hefur ýmist tekið upp kerfi svipað DRG eða einhvers konar öðru aðhaldi á greiðslur vegna sjúkrahúsdvalar, geta sjúkrahúsin eingöngu hækkað reikninga þeirra, sem tryggðir eru einkatryggingum. Einka- sjúkratryggingar leitast hins vegar í vax- andi mæli við að forðast þetta með því að taka upp einhvers konar DRG-kerfi vegna sjúkrahúsdvalar sinna skjólstæðinga. - Greiðslukerfið setur lækna í ákveðinn vanda. í stað þess að gera allt hugsanlegt fyrir sjúklinginn standa þeir nú frammi fyrir því að velja þjónustu sjúklingnum til handa, innan þess ramma sem DRG-flok- kun hans og áætlunargreiðslan setur. Sömuleiðis veldur kerfið ákveðinni tog- streitu milli Iækna annars vegar og stjórnenda sjúkrahúsa hins vegar þar sem greiðslur lækna á sjúkrahúsum eru ekki háðar DRG-kerfinu, heldur í samræmi við lengd dvalar og þær rannsóknir, skoðanir og aðgerðir, sem framkvæmdar eru. Sjúkrahúslæknar hafa því launalegan ávinning af sem lengstri dvöl og sem fle- stum aðgerðum og rannsóknum en sjúkrahúsin aftur á móti hafa ávinning af hinu gagnstæða. - Greiðslukerfið Ietur tækniþróun á þann máta, að gjaldið sem greitt er, byggist ætíð á gömlum gögnum og þar með tækni gærdagsins. Ný tækni er kostnaðarsöm, sérstaklega meðan verið er að þróa hana og fullkomna, en innan DRG-kerfisins hafa sjúkrahúsin lítið svigrúm til slíkra hluta. Beiting nýrrar og oft kostnaðarsam- rar tækni, sem þó gæti Ieitt af sér hag- kvæmni, endurspeglast ekki í DRG- greiðslu fyrr en seint og um síðir. Gert er ráð fyrir að gjaldskrá áætlunargreiðslu- kerfisins verði endurskoðuð á nokkurra ára fresti með tilliti til þessa. - Greiðslukerfið er talið hvetja til aukinna afkasta í mynd styttri sjúkrahúslegu. Hin hlið þessa er hins vegar sú hætta, að sjúklingar séu útskrifaður of snemma. Þykjast menn nú þegar sjá þess merki, að sjúklingar séu útskrifaðir veikari en áður, t.d. yfir á endurhæfingarsjúkrahús (sem eru undanþegin DRG-kerfinu). Þetta vekur annars vegar upp spurningar um gæði þjónustunnar, hefur kerfið áhrif á gæði til hins verra. Hins vegar hvort sjúkrahús með þessum hætti útskrifi sjúklinga, sem þeir viti að þurfi að leggja inn á nýjan leik (og fá þá aftur greitt fyrir) í viðleitni sinni til að snúa á kerfið. 6.0 NIÐURSTAÐA Hér að framan hefur verið leitast við að gera grein fyrir hinum tveimur opinberum trygg- ingakerfum í Bandaríkjunum, og þróun þeirra frá lögleiðingu 1966. Ljóst er að kostnaðaraukningin, sem orðið hefur vegna reksturs þessara kerfa er mun meiri en gert var ráð fyrir. Orsakanna er m.a. að Ieita til þátta, sem innibyggðir voru í kerfið, s.s. endurgreiðslur fyrir sjúkrahúsdvöl skv. reikningi. Á hinn bóginn eru óumdeild þau áhrif sem tilvera þessara ríkistryggingakerfa hefur haft á bætt heilsu- far Bandaríkjamanna. Núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa haft mikinn áhuga á að minnka umsvif hins opinbera á sviði heilbrigðis- og trygg- ingamála og flytja sem mest af þeirri starfs- emi í hendur einkaaðila. Ekki hefur þó tekist að sýna fram á að einkaaðilar gætu rekið tryggingar þær, sem Medicare og Medicaid sinna með hagkvæmari hætti, auk þess sem hætt er við að ótryggðum myndi enn fjölga frá því sem nú er. Hið nýlega áætlunargreiðslukerfi Medi- care fyrir sjúkrahúsvist er eitt dæmi um viðleitni núverandi stjórnvalda í Banda- ríkjunum til að draga úr kostnaði við heil- brigðisþjónustu. Augljóst er að eldra greiðslukerfi var mjög kostnaðarhvetjandi. Enn sem komið er hefur lítil reynsla komist á hið nýja greiðslukerfi og hvaða áhrif það hefur á sjúkrahúsvistun og heilbrigðisþjón- ustu almennt í Bandaríkjunum. Hitt er þó ljóst, að kerfinu fylgja ýmsir alvarlegir gall-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.