Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1986, Side 41

Læknablaðið - 15.09.1986, Side 41
LÆKNABLAÐIÐ 211 ar telja dæmigerðar um örasta þróun innan læknisfræðinnar. Verða menn sennilega ekki á eitt sáttir um þá röðun og upptalningu. Meðal þeirra eru taldar ónæmisfræði og veirufræði. Mætti halda af lestri kaflans, að öll þekking heimsins hefði riðið hjá garði íslendinga í þessum greinum. Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum, sem tengd er læknadeild, hefur þó haft á að skipa mörgum þekktum vísindamönnum á sviði veiru- og ónæmisfræði og sameindaerfða- fræði, sem lagt hafa fram drjúgan þekk- ingarforða, sem gerir sig gildandi í veiru- sjúkdómarannsóknum. Ekki er í þessum kafla minnst brautryðjendastarfs hérlendis á sviði sameindaerfðafræði og háskólakennslu og rannsókna í líffræðiskor. Elztu nemendur úr þeirri deild H.í. stunda háskólakennslu og rannsóknir, þ.á m. í læknadeild og á rannsóknastofum sjúkrahúsa. Nýliðun fyrir vísindarannsóknir í sameindalíffræði á sviði læknisfræði og annarra greina líffræða verður óhjákvæmilega að mestu úr hópi þeirra, sem útkrifast hafa úr líffræðiskor. 8. »Sameindalíffræðin« (bls.70-71) er á- grip af fræðslu um þátt og þýðingu samein dalíffræði. Um það efni hafa læknar getað lesið í ítarlegra máli í ýmsum læknaritum, sbr. greinaflokkinn »DNA í læknisfræði«, sem birtist í Lancet í lok 1984. í fjölriti Líffræðistofnunar Háskólans 1984, nr. 20: LÍFTÆKNI Á ÍSLANDI, kynning á líf- tæknilegri örverufræði og erfðatækni eftir Guðna Á. Alfreðsson, Jakob K. Kristjáns- son og Guðmund Eggertsson, er allitarleg greinargerð um þessi fræði. 9. Um uppbyggingu vísindalegrar læknis- fræði á íslandi (bls. 71). í þessum kafla segja höfundar: »Við erum eindregið þeirrar skoðunar, að án meiriháttar breytinga á bæði kennslu og rannsóknaaðstöðu (og rannsóknaskyldu) innan Iæknadeildar Há- skóla íslands, verði óumflýjanleg stöðnun og afturför, sem leiði til verr menntaðra lækna og komi í veg fyrir hagnýtingu á nútíma- læknisfræðiþekkingu«. Undir þessa skoðun er hægt að taka, þótt ætla megi, að misjafn- lega sé að kennslu búið í ólíkum greinum í læknadeild. í álitinu er ekki fjallað um það, hvernig kennsla læknanema og læknakandi- data skuli byggð upp m.t.t. nýrrar þekkin- gar. Mikil ný verkefni í rannsóknum og námi gera kröfur til endurskipulagningar og niðurfellingar á eldra námsefni og vin- nubrögðum. Mætti í því sambandi minna á fyrirætlanir um breytingar á læknanáminu, sem fela í sér að kenna grunngreinar líf- fræðifaga í þrjú ár og B.Sc. próf verði inntökuskilyrði í læknanám, sem stytt yrði í fjögur ár. Nauðsynlegt er einnig, að um- breyta sem fyrst gömlum, fyrirferðamiklum kennslugreinum, með þvi að velja háskóla- kennara í læknadeild, sem staðið hafa fyrir uppbyggingu nýrra rannsókna. Binda verður endi á þá valaðferð á kennurum, að prófes- sorar, sem komnir eru á eftirlaunaaldur séu kjörnir til að velja eftirmann í sinni kenn- lugrein. Slík aðferð er líklegasta leiðin til stöðnunar. í áliti höfunda er hvergi minnst á launamál háskólakennara og rannsóknaman- na með langt háskólanám og starfsþjálfun. Þetta er mikill galli. Lögmál vinnumarkaðar gilda um vísinda- og kennlustörf á háskóla- stigi, eins og aðrar starfsgreinar. Helzta ástæðan fyrir áhugaleysi lækna um rannsókna- og kennslustörf í læknadeild er sú, að aðrar tegundir læknisstarfa eru meira metnar til launa. Ástand launamála er ill- kynja mein, sem hefur grafið undan viðgangi rannsóknagreina í læknisfræði og fleiri rannsóknagreinum í landinu. Hugmyndir eru nú uppi i stjórn Háskóla íslands um að breyta þessu ástandi í sumum rannsókna- greinum með stofnun sérstakra fyrirtækja með rekstraraðilum og fjármagns eigendum utan Háskólans. Um þessa hlið málsins er lítið sagt í álitinu, en þó lagt til á bls. 99 (sjá 2. áhersluatriði) »að hluti af rekstrarfé og fjármögnun á a.m.k. 2 stöðum yrði fenginn með styrkjum (bæði erlendum og innlendum), eins og tíðkast í nágrannalönd- um okkar«. 10. í kaflanum Uppbygging vísindalegrar læknisfræði á íslandi á bls. 71 er að finna ýmsar hollar ábendingar. Höfundar telja »eðlilegt að stjórn og skipulag á uppbyggin- gu læknisfræðilegra rannókna í tengslum við Landspítalann heyri undir heilbrigðisráðu- neytið«. Við sem teljum okkur hafa starfað að rannsóknum um langt árabil á ríkisspít- aladeildum, vitum ekki annað en allt heyri í reynd undir það ráðuneyti. Reynt er þó að setja háskólastimpil læknadeildar á flest af þvi, sem bezt er unnið, vegna þess, að Landspítalinn er aðalmiðstöð læknakennsl- unnar. Undir það skal tekið með höfundum, að skipulagið er lélegt og mikilla úrbóta er þörf.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.