Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1986, Side 44

Læknablaðið - 15.09.1986, Side 44
214 LÆKNABLAÐIÐ kannski fyrst og fremst á því atriði, að heilsugæzlan hefst heima.« Um sérstöðu Reykjavikur í heilsugæzlumál- um sagði Ragnhildur, að áherzlan hefði verið !ögð á að byggja upp heilsugæzlu á lands- byggðinni. Mjög hefði verið á orði haft, að þar væru menn mjög illa settir vegna fjar- lægðar frá öllum meiri háttar heilbrigðis- stofnunum. Ragnhildur sagði, að forverum sínum í embætti hefði tekist vel að byggja upp slíka heilugæzlu, en að sama skapi hefði ekki tekist að vinna með sama hraða að uppbyggingu á höfðborgarsvæðinu. Hins vegar bæri að hafa í huga, að þar ætti fólk hægara með að nálgast ýmsa þá aðila, sem veita sérhæfða þjónustu og að þarfir fólks í mjög fjölmennum sveitarfélögum eins og Reykjavík væru frábrugðnar því, sem gerist í afmörkuðum sveitarfélögum. Hún sagði, að þess bæri þó að geta, að fjölgun heilsu- gæzlulækna og heilsugæzlustöðva í Reykja- vík stæði yfir. Aðspurð um, hvort nokkur fastmótuð heilbrigðisstefna væri til á íslandi í ljósi þeirrar gagnrýni, sem fram hefur komið, sagði heilbrigðisráðherra, að það hlyti að vera bærileg stefna, sem hefði skilað þeim árangri, sem raun ber vitni. Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir sagði, að skipulag heilbrigðisþjónustu hér- lendis hefði ávallt mikið ráðist af þeim mönnum, sem hér hefðu komið til starfa. Mikil áherzla hefði verið lögð á sérhæfingu á undanförnum árum. Guðjón sagði, að það væri ekki til nein afdráttarlaus skýring á því, hvernig heilsugæzlumál standa nú. Margt gæti komið þar til. Þó bæri að gæta að því, að þegar lög um heilbrigðisþjónustu voru sett árið 1973, hafi ekki verið til nægilega margir menntaðir starfsmenn til að unnt væri að framfylgja þeim að fullu. Nú væri svo komið, að starfsmenn eru nægir, en stjórnmálamenn skortir vilja til að fram- kvæma lögin, sem þeir settu sjálfir. Fréttamaður: Borgarlæknir segir, að ekki leiki vafi á, að Reykvíkingar búi við lakari heilsugæzlu en fólk úti á landi og hafi gert það lengi. Hvað veldur því, að Reykjavík sker sig úr? Guðjón: »Aðalástæðan held ég, að hljóti að vera sú, að hér eru svo margar stórar og miklar heilbrigðisstofnanir. Helztu sjúkra- hús landsins eru staðsett hér. Hér er Mekka sérhæfðrar læknisfræði og heilbrigðisþjón- ustu, og það eru e.t.v. margir, sem halda þar af leiðandi, að við þurfum ekki eins mikla heilsugæzlu í Reykjavík.« Guðjón sagði, að hægt væri að minnka eft- irspurn eftir óarðbærri sérfræðiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu með því að stórauka heilsugæzluna og heilsuverndina. Að sögn Guðjóns eru til á íslandi margir þættir eðlilegrar heildarheilbrigðisstefnu, en að öðru leyti vantar stefnuna sjálfa. Sturla Sigurjónsson sagði frá og talaði við Ragnhildi Helgadóttur heilbrigðisráðherra og Guðjón Magnússon aðstoðarlandlækni. Undanfarið hefur komið fram nokkur gagnrýni á skipulag heilbrigðisþjónustu hér- lendis. Bent hefur verið á, að bágborin heilsugæzla í Reykjavík valdi m.a. mikilli eftirspurn eftir hlutfallslega dýrri sér- fræðiþjónustu í borginni. Ólafur Mixa heimilislæknir telur, að samhengi sé á milli þessa og óhóflegrar notkunar sýklalyfja. í erindi, sem Ólafur Ólafsson landlæknir hélt fyrir nokkru um sýkingavarnir í sjúkrahúsum kom fram, að sala sýklalyfja hefur verið 60-100% meiri hérlendis en í nágrannalöndunum. Hann sagði jafnframt, að notkunin virtist minni á sjúkrahúsdeild- um í dreifbýlinu en á höfuðborgarsvæðinu. f framhaldi af gagnrýni héraðslæknisins á Egilsstöðum, borgarlænis og aðstoðarland- læknis á skipulag íslenzkrar heilbrigð- isþjónustu, sérstaklega varðandi bága heilsugæzlu á Reykjavíkursvæðinu, var leitað álits Ólafs Mixa, heimilislæknis, á því, hvort að hugsanlega væru tengsl á milli óhóf- legrar notkunar dýrra sýklalyfja og skorts á hlutfallslega ódýrri heilsugæzlu. (Kvöld- fréttir 25.05.1986) Ólafur Mixa heimilislæknir Ólafur: »Ég er persónulega þeirrar skoðun- ar, að það séu mjög ákveðin tengsl þarna á milli. Ef að viss samfella er í umsjón með sjúklingum, þá getur maður fylgst með hon- um, jafnvel frá degi til dags og þannig frestað því eða látið alveg vera að gefa sýklalyf á þeim forsendum, að þú ert í stöðugu sambandi við sjúkling. Hins vegar er freistingin miklu meiri fyrir þá, sem sjá sjúklingana aðeins við og við og þá i

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.