Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1986, Qupperneq 46

Læknablaðið - 15.09.1986, Qupperneq 46
216 LÆKNABLAÐIÐ manna einstakra kennslugreina. Menn yrðu þó að hafa í huga, þegar grunngreinar og sérgreinar væru lagðar á vogarskálar, að nútímalæknisfræði, hvort sem um væri að ræða heimilislækningar eða aðrar sérgrein- ar, byggði í sívaxandi mæli á aukinni þekk- ingu og skilningi á öllum myndum frum- eindalíffræðinnar. Ásmundur sagði, að þetta yrðu menn að skilja og gera sér ljóst, áður en vanhugsuð atlaga yrði gerð að mark- miðum og áherzlum í kennslu læknisefna hérlendis og erlendis. Sturla Sigurjónsson sagði frá og talaði við Ásmund Brekkan forseta læknadeildar Háskóla íslands. Fyrir skömmu ræddi fréttamaður við Ásmund Brekkan forseta læknadeildar um stöðu heimilislækninga sem kennslugreinar í deildinni. Ásmundur sagði meðal annars, að kennsla í almennri klínískri skoðun, rannsóknum, lyfjagjöf, barnalækningum, geðlækningum og öðrum greinum væri uppistaðan í kennslu í heimilislækningum. Þetta væri orsök þess, að eiginleg kennsla í heimilislækningum hefði verið hlutfallslega lítil. En hvert er álit Leifs Dungal lektors i heimilislækningum við læknadeildina á þess- ari túlkun deildarforsetans? (Kvöldfréttir 27.05.1986) Leifur Dungal lektor í heimilislækningum Leifur: »Kennslan hefur verið mjög lítil, og við höfum haft athugasemdir fram að færa við þann skilning læknadeildar, sem er í raun einstakur hér á landi miðað við okkar nágrannalönd, að kennsla í heimilislækn- ingum felist í því að kenna læknanemum svo og svo mikið í hinum ýmsu undirstöðu- greinum, hvort sem það eru grunngreinar eða geðlækningar, barnalækningar, lyflækn- ingar o.s.frv. og að út úr þessu komi menn með þekkingu í heimilislækningum. Þetta teljum við svona álíka eins og það að kenna barni lestur, með því að kenna því svo og svo mikið um hljóðfræði, hreyfingar munnsins, hreyfingar öndunarfæra, líffærafræði tun- gunnar, setningarfræði, málfræði og þess háttar. Út úr því kemur talsverð þekking, en lestur verður ekki úr því og úr kennslu læknadeildar koma heldur ekki menn, sem þekkja neitt til heimilislækninga.« Leifur sagði, að þróun í heimilislækningm hefði verið mjög hröð í nágrannalöndum ok- kar á síðustu árum. Þessir straumar hefðu hins vegar ekki náð inn á gólf til lækna- deildar og þar væri fyrst og síðast því um að kenna, að öll læknisfræði á íslandi hefði verið byggð á sjúkrahúsvinnu. Stóru klínísku greinarnar og grunngreinarnar hefðu verið allsráðandi. Að sögn Leifs er það, sem nefnt hefur verið skipulagsleysi í íslenzkri heilbrigðisþjónustu að hluta af- leiðing af áherzlum Iæknadeildar. En skil- ningsleysi heilbrigðisyfirvalda, fjárveitingar- valdsins og Tryggingastofnunar ríkisins bæt- tist við. Námsstöður fyrir unglækna, sem ætla í heimilislækningar hafi ekki fengist á heilsugæzlustöðvum og framhaldsmenntun í heimilislækningum hefði því einvörðungu verið sótt út fyrir landsteinana. Þetta væri andstætt því, sem gerðist með aðrar klínískar greinar. En hvað er til bragðs að taka? Leifur sagði að lokum: »Það kom fram í máli borgarlæknis hér á dögunum, að fjármagnsrennslið til heil- brigðisþjónustunnar í íslandi fer að lang- mestu Ieyti til sjúkrahúsa og sérfræðiþjón- ustu utan sjúkrahúsa. Þessi þjónusta er mjög dýr, og við teljum, að með eflingu náms innan læknadeildar, svo og fjölgun náms- staða á heilsugæzlustöðvum, væri ef til vill hægt að snúa þessari þróun við, efla áherzlu á forvarnir og ódýrari læknisþjónustu og þar með spara umtalsverða fjármuni fyrir íslenz- ka heilbrigðiskerfið.« Sturla Sigurjónsson sagði frá og ræddi við Leif Dungal lektor í heimilislækningum vð læknadeild Háskóla íslands. Ofanritað er tekið beint eftir upptöku Rikisútvarpsins og birt með leyfi fréttastofu. Kann ritstjórn fréttamönnum þakkir fyrir að hefja umræðu um mikilvæga þætti íslenzkra heilbrigðismála. Er það jafnframt von okkar að læknar láti frá sér heyra og er umræða hér með opnuð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.