Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1986, Side 53

Læknablaðið - 15.09.1986, Side 53
LÆKNABLAÐIÐ 221 Um numerus clausus í lœknadeild Ályktunin var send menntamálaráðherra með bréfi, þar sem þess var vænst, að ráðherra yrði við áskorun aðalfundarins. Afrit fengu læknadeild, landlæknir, heil- brigðisráðherra og Félag ungra lækna. Takmörkun starfsemi göngudeilda á sjúkrahúsum Stjórn félagsins skipaði 4 stjórnarmenn í vinnuhóp um ályktunina. Bréf voru send formönnum læknaráða sjúkrahúsanna í Reykjavík og á Akureyri, þar sem ályktunin var kynnt. Síðar var sömu aðilum sent álit nefndar á vegum L.í. frá 1982 um göngu- deildarstarfsemi og jafnframt óskað eftir upplýsingum um breytingar á göngudeilar- starfsemi viðkomandi sjúkrahúss frá þeim tíma. Svör hafa nú borist frá flestum sjúkrahúsum, og er greinargerð vinnu- hópsins væntanleg fyrir aðalfund. Ályktanir um atkvœðagreiðslu um aðild eða úrsögn úr BHM og um að fá viður- kenningu fjármálaráðherra á L.í. sem heild- arsamtökum vegna samningamála eru ræddar aftar í skýrslunni. Viðbygging við Domus Medica Ályktunin var kynnt sjálfseignarstofnunni og Læknafélagi Reykjavíkur. Framkvæmda- stjórar Domus Medica og L.f. hafa átt viðræður við fulltrúa borgarstjóra og borg- arskipulags um viðbyggingu við Domus Medica og um mögulegar framkvæmdir á vegum læknasamtakanna á hornlóðinni Egilsgata/Snorrabraut. Stærðartakmörk eru fyrir þeim byggingum, sem geta risið til viðbótar á þessum Ióðum og er von á nýjum tillögum frá skipulagsyfirvöldum um nýtingu þeirra í þágu læknasamtakanna. Hjúkrunarfrœðingaskortur o.fl. Ályktunin var send heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra. Einnig var hún send Iandlækni og stjórnum Hjúkrunarskóla íslands, Hjúkrunarfélags íslands og Sjúkraliðafélags íslands. Efling framhaldsmenntunar lcekna hérlendis Ályktunin var send heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra ásamt greinargerð. Afrit fengu læknadeild, landlæknir og fyrrv. formaður nefndar um framhaldsmenntun lækna. Sérfræðiviðurkenning í heimilislœkning- um verði skilyrði fyrir skipun í stöðu heilsu- gœzlulœknis. Ályktunin var send heilbrigðisráðherra og landlækni. Aðild L.í. að B.H.M. Læknafélag íslands hefur átt fulla aðild að BHM síðan bandalagið var stofnað árið 1958. Formenn stjórna L.í. hafa undanfarið átt sæti i aðalstjórn þess eins og formenn annarra aðildarfélaga. Læknir hefur ávallt setið í 7 manna framkvæmdanefnd BHM og L.í. hefur átt fulltrúa í launamálaráði BHMR. Aðild L.í. að BHM hefur oft verið til umræðu, og félagar í L.í. margir hverjir hvatt til þess, að L.f. segði sig úr bandalag- inu. Aðildin hefur þótt talsverður og allt að því óþarfur kostnaður fyrir L.í. og ávinn- ingurinn af þátttöku í launamálaráði verið talinn rýr fyrir lækna. Kjarasamningar flestra lækna, annarra en heimilislækna utan heilsugæzlustöðva og sérfræðinga á eigin stofum, grundvallast á lögum frá 1973 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Samkvæmt þeim lögum hlaut BHM á sínum tíma viðurkenningu fjármálaráðherra sem heildarsamtök ríkis- starfsmanna, og af því Ieiddi, að BHM var ábyrgt fyrir aðalkjarasamningi, en einstök félög innan heildarsamtakanna annast skv. lögunum gerð sérkjarasamninga hvert fyrir sig. í lögunum er það undantekning- arákvæði, að L.í. er veittur, ef BHM hefur um það beðið, réttur til að fara með kjara- samninga fyrir þá félagsmenn sína, sem ráðnir eru með skemmri uppsagnarfrest en þriggja mánaða, bæði hvað varðar aðal- og sérkjarasamning. Hér er átt við sjúkrahús- lækna (svokallaða lausráðna lækna), og annast samninganefnd LÍ. því alfarið kjara- samning þeirra. Allt frá 1981 hafa endurteknar tilraunir verið gerðar til að koma því til leiðar, að L.í. hljóti viðurkenningu fjármálaráðherra sem heildarsamtök, en það er honum heimilt skv. lögunum. Hafa fulltrúar stjórnar rætt málið við alla þá, sem frá því ári hafa setið á þeim ráðherrastóli. Erindinu hefur jafnan verið tekið af velvild, en framkvæmd orðið engin. Á aðalfundi L.í. 1985 var enn samþykkt

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.