Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1986, Qupperneq 62

Læknablaðið - 15.09.1986, Qupperneq 62
230 LÆKNABLAÐIÐ Erindi til umsagnar I. Heilbrigðis- og tryggingamálanefnd efri deildar Alþingis óskaði í bréfi, dags. 10. mars 1986, umsagnar L.í. um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1975. Frumvarpið fjallar um fóstureyðingar, og er í því »lagt til að fella niður, að félagslegar ástæður geti heimilað fóstureyðingu«, eins og segir í greinargerð með frumvarpinu. Stjórn L.í. leitaði álits Félags ísl kvensjúkdómalækna. Umsögn stjórnar L.Í., dags. 25. mars 1986, studdist efnislega við álit þess og skiptist annars vegar í allítarlega greinargerð og hins vegar álit, svohljóðandi: 1. Stjórn L.í. telur, með vísan til framan- ritaðs, að ekki beri að svo komnu að fella niður úr lögum, að félagslegar ástæður geti heimilað fóstureyðingar. Slíkt er líklegt til að skapa meiri vanda en þann sem fyrir er. 2. Stjórn L.í. mælir með því, að fóstur- eyðingar af félagslegum ástæðum verði ekki heimilaðar eftir 12. viku með- göngu, nema ástæður séu mjög brýnar og þá aðeins að fengnum úrskurði lögskipaðrar nefndar. 3. Stjórnin leggur til, að nefnd skv. 3. gr. frumvarpsins, sem skera á úr um læknis- fræðilegar forsendur fóstureyðinga, verði eingöngu skipuð læknum. 4. Stjórnin hvetur til, að lög heimili fóstur- eyðingar í neyðartilvikum, þegar lif kon- unnar að mati 2ja lækna er í bráðri hættu vegna þungunarinnar. II. Ljósmæðraráð óskaði i nóvember 1985 umsagnar L.í. um drög að ljósmæðrareglu- gerð. Stjórn L.í. fékk í hendur athugasemdir Fél. ísl. kvensjúkdómalækna við reglu- gerðardrögin. I umsögn sinni tók stjórn L.í. undir athugasemdir sérgreinafélagsins og benti sérstaklega á þann megingalla reglu- gerðardraganna, að mjög skorti ákvæði um læknisfræðilega ábyrgð og umsjón lækna með störfum ljósmæðra, og einnig vanti ákvæði um samskipti og verkaskiptingu ljósmæðra og annarra starfsmanna á heil- brigðisstofnunum. Auk þess var bent á ó- samræmi vissra greina reglugerðardraganna og gildandi ákvæða í reglugerð um heilsu- gæslustöðvar frá 1982. III. fslandsdeild Norðurlandaráðs óskaði í apríl 1986 umsagnar L.I. um framkomna þing- mannatillögu í Norðurlandaráði um aukið samstarf Norðurlandanna í heilbrigð- ismálum. Stjórn L.í. tók undir forsendur í tillögum um þörf aukinnar samvinnu, bæði varðandi styrkara forvarnarstarf og eflingu heilbrigðisviðhorfa í framhalds- og símennt- un starfsfólks heilbrigðisþjónustunnar. IV. íslandsdeild Norðurlandaráðs óskaði enn- fremur í apríl 1986 umsagnar L.í. um þing- mannatillögu um norrænt samstarf á sviði sjúkraflutninga. I tillögunni kom m.a. fram, að ástæða er til að samræma og auka nám sjúkraflutningsmanna og að full þörf er á að hanna samnorræna sjúkraflutningabila með hliðsjón af sérþörfum Norðurlandanna, sérlega nyrstu héraðanna. Stjórn L.í. óskaði álits Kristins Guðmundssonar, yfirlæknis heila- og taugaskurðdeildar Borgarspitalans, og lét hann i té ítarlega greinargerð um stöðu íslendinga á þessu sviði. I samræmi við álit hans mælti stjórn L.í. með þvi, að tillagan yrði samþykkt og að íslendingar tækju þátt í þessu samstarfþ V. Lyfjanefnd óskaði umsagnar L.í. um tillögur um rýmkun á lausasölu tiltekinna lyfja, að uppfylltum vissum skilyrðum. Jafn- framt var óskað, að L.í. kynnti sér viðbrögð sérgreinafélaganna við tillögunum. Sex þeirra sendu stjórn L.í. álit sitt. Raunar hafði Lyfjanefnd óskað álits L.í. um svipað efni árið 1985 i sambandi við reglugerðar- drög um gerð lyfseðla o.fl. Þá taldi stjórn L.í. ekki rétt að heimila lyfjafræðingum að ávísa lyfjum, sem nú eru lyfseðilsskyld. I umsögn sinni áréttaði stjórn L.í. fyrra álit sitt. Umsagnir sérgreinafélaganna, sem frá heyrðist, voru almennt neikvæðar. Lokaálit stjórnar L.í. var, að ekki beri að breyta núgildandi reglum um lausasölu lyfja. Endurskoðun og breytingar á reglugerð um veitingu lækningaleyfis og sérfræðileyfa Deildarráð læknadeildar Háskóla íslands skipaði nefnd í nóvember 1984 til að endur- skoða reglur um veitingu sérfræðileyfa. Nefndin skilaði tillögum sínum til forseta læknadeildar i lok maí 1985.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.