Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Síða 66

Læknablaðið - 15.09.1986, Síða 66
234 LÆKNABLAÐIÐ framhaldsnámsmöguleikana í Bandaríkju- num. V. Á Læknaþingi í september 1985 gerði Ólafur Bjarnason prófessor grein fyrir starfsháttum Vísindasjóðs. Jafnframt gerði hann grein fyrir tillögum nefndar, sem skipuð var 1977 til að endurskoða lög um Vísindasjóð o.fl. Um sama leyti var skipuð nefnd til að endur- skoða lög um Rannsóknaráð ríkisins, og var þess óskað, að nefndirnar hefðu samráð um samræmingu á ákvæðum laga um þessi mál- efni. Þegar til kom, reyndist ekki unnt að samrýma sjónarmið nefndanna. Málamiðlun artillaga um skipan mála var lögð fram 1981, en leiddi ekki til frumvarps á Alþingi. Málinu var hreyft aftur 1985 og á ný 1986. Ó1 afur Bjarnason hefur kynnt málaframvind- una fyrir fyrrverandi og núverandi formönn- um L.í. og framkvæmdastjóra læknafélanna og þá tillögu, að frumvarpi um Visinda- og Rannsóknaráð íslands, sem nú er í höndum menntamálaráðherra. Ólafur hefur og lagt til, að L.í. hvetti ráðherra til að leggja frumvarpið yrir næsta Alþingi. Málið verður nánar rætt á næsta aðalfundi L.í. - Tengd framangreindu er hugmynd, sem hefur ekki komist í framkvæmd að svo komnu, um forgöngu L.í. að skipun vísind- asiðanefndar að fyrirmynd nágrannalan- danna. Ekki er kunnugt um, að eftirlit sé haft hér á landi með því, að siðareglur séu haldnar við framkvæmd rannsóknaverkef- na, að því undanskyldu, að læknaráð tveggja sjúkrahúsa í Reykjavík hafa á sinum vegum nefndir til að yfirfara, frá sjónarmiði siðareglna, rannsóknir, sem sækja efnivið til viðkomandi sjúkrahúss. Æskilegt telst að hafa hér á landi einn aðila -nefnd- sem hefði a.m.k. yfirumsjón með þessum málum og sæi m.a. til þess, að Helsinkiyfirlýsingin (samþ. 1965, endurskoðuð 1975) sé í heiðri höfð. - Þótt ekkert mæli því á móti, að L.í. komi slíkri siðanefnd á fót, væri af fjárhagsástæðum hagkvæmt að tengja störf hennar við fyrirhugað Vísinda- og Rannsóknaráð íslands. VI. Hóptrygging lækna Að undangengnum nokkrum umræðum um tryggingamál lækna í stjórn félagsins á sl. hausti voru teknar upp viðræður við Sam- einaða liftryggingafélagið h.f. um mögulegar breytingar á skilmálum hóptryggingarinnar. Staða mála var kynnt í dreifibréfi til allra meðlima hóptryggingarinnar og síðan öllum læknum í Fréttabréfi lækna 3/1986. Sam- komulag varð um nokkrar breytingar á skilmálum, jafnframt því, sem bótafjárhæðir voru hækkaðar verulega. Telja má, að skilmálar séu að flestu leyti rýmri fyrir tryggingartaka en gengur og ger- ist, sérstaklega að því er varðar slysatrygg- ingu. Eina undantekning bótaskyldra tilvika líftryggingar er nú sjálfsvíg innan 1 árs frá töku tryggingar. Aðildarskirteini verða endurútgefin til þeirra, sem þegar eru aðilar að tryggingunni. Bótafjárhæðir eru þessar miðað við 1. apríl 1986: Líftrygging................ kr. 2.700.000.- 100% örorka................ kr. 3.000.000.- Dagpeningar á mánuði .... kr. 80.000.- Vátryggingafjárhæðir breytast ársfjórðungs- lega skv. vísitölu framfærslukostnaðar, en lækka þó aldrei frá því, sem þær eru í upp- hafi hvers vátryggingarárs, sem er 1. apríl. Væntir stjórn L.í. þess, að þeir læknar, sem ekki hafa þegar séð fyrir tryggingum sínum með öðrum hætti, gerist aðilar að hóptryggingunni. Þeir læknar, sem hafa tryggt sig annars staðar, ættu að bera sína skilmála saman við þá, sem gilda í hóptryg- gingunni. Nú eru um 170 læknar aðilar, en með aukinni þátttöku ætti að fást frekari lækkun iðgjalda. VII. Að gamalli hefð buðu stjórnir L.í. og L.R. 27. júní sl. nýútskrifuðum læknakandidöt- um, 60 talsins, og mökum til fagnaðar og jafnframt kynningar, svo að þeim sé, eins og segir í lögum L.Í.: »ljós tilvera félagsins, til- gangur þess og reglur, og réttindi þeirra og skyldur í því sambandi«. Lífeyrissjóður lækna Á árinu 1985 voru veitt 146 lán úr sjóðnum að fjárhæð samtals kr. 34.630.000.00. Vísitölutryggð verðbréf voru keypt af Fram- kvæmdasjóði fyrir 23.000.000.00 og önnur skuldabréf voru keypt fyrir 35.000.000.00. Iðgjöld sjóðfélaga voru um 47.000.000.00.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.