Læknablaðið - 15.02.1990, Síða 20
94
LÆKNABLAÐIÐ
eðlilega stórt hjarta og enginn vökvi sást í
gollurshúsi við ómskoðun.
Sjúklingur hefur síðan haft þrálát einkenni
með þyngslaverkjum fyrir brjósti, slappleika
og mæði. Þolpróf hafa þó verið eðlileg og án
línuritsbreytinga. I júli 1987 var gerð hægri
og vinstri hjartaþræðing sem sýndi góðan
samdrátt í hjarta en nokkra þrýstingsaukningu
í hægri og vinstri hjartahólfum en þó ekki
jafnan þrýsting í hlébili.
Sjúklingur 3. Þessi 24 ára gamli karlmaður var
keppnismaður í handbolta og hafði kvöldið
fyrir komu tekið þátt í kappleik. Að morgni
innlagnardags vaknaði hann með mikinn
hjartslátt, verk fyrir bringspölum og hratt
vaxandi mæði. Var við komu á spítalann
í mikilli andnauð, sljór og klínískt mjög
hjartabilaður. Hávær brakhljóð heyrðust
við lungnahlustun. Hjartarit sýndi gáttaflökt
og breytingar sem samrýmst gátu drepi
í framvegg hjartavöðva. Röntgenmynd
sýndi mikinn lungnabjúg. Fékk hann
hjartabilunarmeðferð og svaraði henni vel í
fyrstu.
Einnig fékk hann lyf vegna hjartsláttartruflana
og lágs blóðþrýstings. A öðrum degi varð
hann skyndilega mjög móður og fór skömmu
síðar í hjarta- og öndunarstopp en endurlífgun
tókst. Gerð hafði verið ómskoðun á hjarta
skömmu áður vegna gruns um vökva í
gollurshúsi en enginn vökvi reyndist vera til
staðar. Hins vegar var mjög lélegur samdráttur
í hjartavöðvanum og grunur um blóðsega
í vinstra slegli (myndir la og lb). Eftir
endurlífgun kom í ljós vinstri helftarlömun
og tölvusneiðmynd sýndi lágþéttnisvæði í
hægra heilahveli. Sennilega varð blóðrek
til heilans frá hjarta. Einungis væg hækkun
varð á hjartahvötum, kreatínkinasi varð hæst
um 700 ein/I og CK-MB um 30 ein/1 og var
það á fyrsta degi eftir komu. Þessi hækkun
er á mörkum þess að vera marktæk fyrir
hjartadrep.
Sjúklingur jafnaði sig smám saman. Starfsemi
hjarta lagaðist mikið eins og greina mátti
á endurteknum ómskoðunum. Nokkrum
mánuðum eftir útskrift var gerð hjartaþræðing
sem sýndi eðlilegan vinstri slegil með góðum
samdrætti og eðlilegar kransæðar. Orsök
þessarar tímabundnu hjartabilunar gæti hafa
verið bráð bólga í hjartavöðva.
Sjúklingur 4. Þessi 22 ára gamli karlmaður
sem hafði ávallt verið heilsuhraustur
hneig skyndilega niður í fótboltaleik.
Þegar sjúkrabíll kom á vettvang um 10
mínútum síðar var hann lífvana og voru
hafnar lífgunartilraunir. Hann var fluttur
í skyndi á slysadeild Borgarspítalans og
við komu þangað var hann í hjarta- og
öndunarstoppi með víð og ljósstíf sjáöldur.
Hjartarafsjá sýndi sleglaflökt. Hefðbundnar
lífgunartilraunir ásamt gangráðsísetningu
reyndust árangurslausar.
Við krufningu komu í ljós breytingar í
hjarta sem voru ósértækar en gátu samrýmst
hjartavöðvabólgu með bólgufrumuíferð og
örmyndunum í hjarta. Einnig voru samvextir
á yfirborði lungna. Dánarorsök var því talin
vera skyndileg hjartabilun á grundvelli
hjartavöðvabólgu, líklega vegna skyndilegrar
áreynslu sem valdið hafi hjartsláttartruflunum.
Fram kom hjá ættingjum að maðurinn hafði
Mynd 1. a. Ómskoöun af hjarta, fjögurra hólfa sniö.
Segi í toppi vinstra slegils.
b. Samskonar snið og á mynd 1a meö mikilli
stækkun. Segi í toppi vinstra slegils.