Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1990, Qupperneq 20

Læknablaðið - 15.02.1990, Qupperneq 20
94 LÆKNABLAÐIÐ eðlilega stórt hjarta og enginn vökvi sást í gollurshúsi við ómskoðun. Sjúklingur hefur síðan haft þrálát einkenni með þyngslaverkjum fyrir brjósti, slappleika og mæði. Þolpróf hafa þó verið eðlileg og án línuritsbreytinga. I júli 1987 var gerð hægri og vinstri hjartaþræðing sem sýndi góðan samdrátt í hjarta en nokkra þrýstingsaukningu í hægri og vinstri hjartahólfum en þó ekki jafnan þrýsting í hlébili. Sjúklingur 3. Þessi 24 ára gamli karlmaður var keppnismaður í handbolta og hafði kvöldið fyrir komu tekið þátt í kappleik. Að morgni innlagnardags vaknaði hann með mikinn hjartslátt, verk fyrir bringspölum og hratt vaxandi mæði. Var við komu á spítalann í mikilli andnauð, sljór og klínískt mjög hjartabilaður. Hávær brakhljóð heyrðust við lungnahlustun. Hjartarit sýndi gáttaflökt og breytingar sem samrýmst gátu drepi í framvegg hjartavöðva. Röntgenmynd sýndi mikinn lungnabjúg. Fékk hann hjartabilunarmeðferð og svaraði henni vel í fyrstu. Einnig fékk hann lyf vegna hjartsláttartruflana og lágs blóðþrýstings. A öðrum degi varð hann skyndilega mjög móður og fór skömmu síðar í hjarta- og öndunarstopp en endurlífgun tókst. Gerð hafði verið ómskoðun á hjarta skömmu áður vegna gruns um vökva í gollurshúsi en enginn vökvi reyndist vera til staðar. Hins vegar var mjög lélegur samdráttur í hjartavöðvanum og grunur um blóðsega í vinstra slegli (myndir la og lb). Eftir endurlífgun kom í ljós vinstri helftarlömun og tölvusneiðmynd sýndi lágþéttnisvæði í hægra heilahveli. Sennilega varð blóðrek til heilans frá hjarta. Einungis væg hækkun varð á hjartahvötum, kreatínkinasi varð hæst um 700 ein/I og CK-MB um 30 ein/1 og var það á fyrsta degi eftir komu. Þessi hækkun er á mörkum þess að vera marktæk fyrir hjartadrep. Sjúklingur jafnaði sig smám saman. Starfsemi hjarta lagaðist mikið eins og greina mátti á endurteknum ómskoðunum. Nokkrum mánuðum eftir útskrift var gerð hjartaþræðing sem sýndi eðlilegan vinstri slegil með góðum samdrætti og eðlilegar kransæðar. Orsök þessarar tímabundnu hjartabilunar gæti hafa verið bráð bólga í hjartavöðva. Sjúklingur 4. Þessi 22 ára gamli karlmaður sem hafði ávallt verið heilsuhraustur hneig skyndilega niður í fótboltaleik. Þegar sjúkrabíll kom á vettvang um 10 mínútum síðar var hann lífvana og voru hafnar lífgunartilraunir. Hann var fluttur í skyndi á slysadeild Borgarspítalans og við komu þangað var hann í hjarta- og öndunarstoppi með víð og ljósstíf sjáöldur. Hjartarafsjá sýndi sleglaflökt. Hefðbundnar lífgunartilraunir ásamt gangráðsísetningu reyndust árangurslausar. Við krufningu komu í ljós breytingar í hjarta sem voru ósértækar en gátu samrýmst hjartavöðvabólgu með bólgufrumuíferð og örmyndunum í hjarta. Einnig voru samvextir á yfirborði lungna. Dánarorsök var því talin vera skyndileg hjartabilun á grundvelli hjartavöðvabólgu, líklega vegna skyndilegrar áreynslu sem valdið hafi hjartsláttartruflunum. Fram kom hjá ættingjum að maðurinn hafði Mynd 1. a. Ómskoöun af hjarta, fjögurra hólfa sniö. Segi í toppi vinstra slegils. b. Samskonar snið og á mynd 1a meö mikilli stækkun. Segi í toppi vinstra slegils.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.