Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1990, Page 21

Læknablaðið - 15.02.1990, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 95 legið veikur með öndunarfæraeinkenni og hita nokkrum vikum áður en þetta gerðist en virtist hafa jafnað sig. Sjúklingur 5. Tvítug kona sem kom með nokkurra daga sögu um háan hita og einkenni um öndunarfærasýkingu. Einnig brjóstverkir og höfuðverkur. Mænuástunga var eðlileg. Sjúklingur var með hækkun á hvítum blóðkomum og sökki. Hjartalínurit við komu var eðlilegt en fram kom hækkun á hjartahvötum, kreatínkinasi var 487 ein/1 og CK-MB 39 ein/1 (8,1%) á öðrum degi legunnar. Sólarhringshjartarit sýndi mikla sinus hjartsláttaróreglu og köst af hraðatakti frá gáttum. Hresstist hún fljótt og var útskrifuð eftir um einnar viku legu. Sjúklingur 6. Þessi 23 ára karlmaður var innlagður með um sólarhrings sögu um endurtekna brjóstverki. Hafði einnig haft niðurgang í fjóra daga og vægan hita, auk þurrs hósta í hálfan mánuð. Tekið var hjartalínurit við komu sem sýndi vægar útbreiddar ST-hækkanir. Sjúklingur var með hækkun á hvítum blóðkomum við komu. Hjartahvatar voru hækkaðir, kreatínkinasi var hæst 682 ein/1 og CK-MB 66 ein/1 (9,7%) á fyrsta degi. Hjarta reyndist ekki vera stækkað og ekki sást vökvi í gollurshúsi við ómskoðun. Hann lá inni í nokkra daga, varð fljótlega hita- og verkjalaus en fann fyrir slappleika og þreytu lengi á eftir. Sjúklingur 7. Sjúklingur var 27 ára gamall karlmaður, þroskaheftur frá fæðingu en líkamlega hraustur og stundaði íþróttir. Hann var lagður inn í desember 1986 nteð viku sögu um almennan slappleika, hita, mæði og hósta ásamt verkjum fyrir brjósti sem virtust versna við djúpa innöndun. Við komu var hann með veruleg hjartabilunareinkenni og stækkaða lifur. Hjartalínurit sýndi sínus hraðatakt, vinstri öxul og ósértækar ST-T breytingar. Röntgenmynd við komu sýndi mjög stækkað hjarta og merki um lungnabjúg ásamt nokkurri vökvasöfnun í fleiðruholi. Við blóðrannsóknir kom fram nokkur fjölgun á hvítum blóðkornum. Hvatamir ALAT og LDH voru hækkaðir en CK var eðlilegt. LDH varð hæst 613 ein/1 og HBDH 243 ein/1 sem er marktæk hækkun. Sjúklingur fékk lyfjameðferð vegna hjartsláttartruflana og lágs Mynd 2. a. Ómskoöun af hjarta ( M-mode). Eölileg veggþykkt en mjög víkkaöur vinstri slegill með verulega skertri samdráttarhæfni. b. Ómskoðun af hjarta, tveggja hólfa sniö meö mikilli stækkun. Segi í toppi vinstra slegils. blóðþrýstings fyrstu dagana. Omskoðun gerð skömmu eftir komu sýndi mjög víðan vinstri slegil með lélegri samdráttarhæfni og blóðsega í hjartatoppi (myndir 2a og 2b). Var hann þá settur á fulla blóðþynningu. Isótóparannsókn með gallíum var gerð og sýndi óeðlilega mikla upptöku í hjarta. Hjartabilunareinkenni fóru smám saman minnkandi á hefðbundinni meðferð. Sólarhringshjartarit sýndi mjög tíð aukaslög frá sleglum og var því sjúklingurinn útskrifaður á procaínamíð eftir um mánaðar dvöl á sjúkrahúsinu auk þvagræsilyfja, dígitalis og blóðþynningar. Hann var lagður inn aftur nokkrum mánuðum síðar og reyndist þá auk hjartasjúkdóms hafa lifrarbólgu. I þeirri legu greindist cytomegaloveiru sýking við blóðrannsóknir. Vegna lifrarbólgunnar varð að hætta blóðþynningu. Illkynja hjartsláttartruflanir varð að meðhöndla með amíódarón. Honum var síðan fylgt eftir m.a.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.