Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1990, Qupperneq 22

Læknablaðið - 15.02.1990, Qupperneq 22
96 LÆKNABLAÐIÐ með endurteknum ómskoðunum og virtist starfsemi hjarta fara heldur batnandi. Enn á ný var sjúklingur innlagður haustið 1988 vegna slappleika og öndunarfæraeinkenna. Hann lést í þeirri legu. Krufning leiddi í ljós mjög stórt og útvíkkað hjarta en eðlilegar kransæðar. Blóðsegi var veggfastur í vinstri slegli og smásjárskoðun var talin geta samrýmst yfirstaðinni neggbólgu (bólgu í hjartavöðva), sjá myndir 3a og 3b. UMRÆÐA Ymsar orsakir eru fyrir bólgu í hjartavöðva en í okkar heimshluta er talið að veirusjúkdómar séu algengasta ástæðan. Einkum eru Coxsackie (aðallega Coxsackie B), ECHO og skyldar veirur taldar algengar (5, 6). Þær veirur er erfitt að greina og þrátt fyrir ítarlegar tilraunir tókst ekki að sanna veirusjúkdóm nema hugsanlega hjá einum sjúklingi en þá var um að ræða nýlega cytomegalovirussýkingu. Af þeim sökum var leitast við að útiloka aðrar mögulegar orsakir svo sem aðrar sýkingar, sarklíki, sjálfsofnæmis- og efnaskiptasjúkdóma (t.d. lupus, uremia og fleira) (7). Þá er þekkt að ýmis lyf og eiturefni geta valdið bólgu í hjartavöðva (2, 3) en ekkert kom fram sem benti til slíks hjá fyrrgreindum sjúklingum. Bólga í hjartavöðva getur verið útbreidd og skert starfsemi hjartans verulega með tilheyrandi einkennum hjartabilunar. Oft er þó um að ræða væga eða takmarkaða bólgu og eru þá einkennin vægari. Dæmigerð einkenni urn bráðabólgu í hjartavöðva eru: 1) Almenn einkenni; hiti, slappleiki og þreyta. 2) Verkir í brjósti, stundum takverkur. 3) Einkenni hjartabilunar svo sem mæði og bjúgur. 4) Hjartsláttaróregla og yfirlið. 5) Einkenni um blóðrek. Einkenni sjúklings eru oft ósértæk, gjaman hiti, öndunarfæraeinkenni og óljósir verkir. Af þeim 7 sjúklingum sem að framan hefur verið lýst fékkst sjúkrasaga hjá 6 en í einu tilfelli var um skyndidauða að ræða og sjúkrasaga því óviss. Allir 6 voru með vöðvaverki, hita, mæði, hósta og hraðan hjartslátt en 5 voru með brjóstverki. Komast má nær greiningunni með blóðrannsóknum og ýmsum rannsóknum á hjarta. I töflu II em teknar saman helstu rannsóknaraðferðir sem notaðar voru og niðurstöður varðandi sömu sjúklinga. Blóðrannsóknir eru til nokkurs gagns við greiningu á bráðabólgu í hjartavöðva. Hækkun á hvítum blóðkomum og sökki geta bent til bráðabólgu. Reyndust flestir sjúklinganna hafa hækkun á þessum gildum við komu á sjúkrahús. Ef hjartahvatar eru hækkaðir bendir það ótvírætt til skemmdar eða dreps í hjartavöðva. Tafla II. Niöurstöður skoöunar og rannsókna. Sjúklingur nr. 1 2 3 4 5 6 7 Klínisk merki um hjartabilun *) .... 1 1 1 0 0 1 Hækkun á hvítum blóökornum og/eöa sökki viö blóðrannsókn .... 1 0 1 1 1 1 Stækkaö hjarta á röntgenmynd eöa viö ómskoðun .... 1 1 1 1 1 1 Breytingar á hjartalínuriti **) Hjartsláttartruflanir á sólarhringshjartariti eöa hjartarafsjá .... 1 1 1 0 1 1 a) Frá gáttum .... 1 1 1 1 0 1 b) Frá sleglum .... 1 0 1 0 0 1 Hækkaöir hjartahvatar ***) .... 0 1 1 1 1 1 Jákv. veirurannsóknir # .... 0 0 0 0 0 1 Gallium skann (Ga'’7) Hjartaþræöing: . . . . — - — — — — 1 a) Eölil. kransæöar .... 1 - 1 - - - . - b) Skert starfshæfni slegla .... 1 1 0 - - - Krufningarniðurstöður A . . . . - - - 1 - 1 1 = Jákvætt 0 = Neikvætt - = Ekki gert *) Átt er viö einkenni ss. brakhljóö viö lungnahlustun, aukna bláæöafyllingu á hálsi, þriöja hjartatón. **) ST-breytingar, eöa leiöslu og hjartsláttartruflanir. ***) Einkum er átt viö hækkum á CK-MB en einnig ASAT og LDH (HBDH). # Blóövatnspróf og/eöa saurræktanir. A Kransæöar án marktækra þrenginga og víkkun á hjarta meö útbreiddri bandvefsaukningu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.