Læknablaðið - 15.02.1990, Qupperneq 41
LÆKNABLAÐIÐ 1990;76:111-15
111
Gígja Sveinsdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Reynir Tómas Geirsson
REYKINGAR ÍSLENSKRA KVENNA Á
MEÐGÖNGU
ÚTDRÁTTUR
Könnun var gerð á reykingum og
reykingavenjum meðal kvenna á
sængurkvennadeildum Landspítalans. Af 590
konum sem fengu spumingalista svöruðu 440
(74.6%). Rúmur þriðjungur (34.3%) reykti
á meðgöngu, þar af 27% daglega. Yngstu
og elstu konumar reyktu sjaldnar í þungun.
Með hærri aldri jókst hlutfall þeirra sem
reyktu og þeim fækkaði sem hættu reykingum
á meðgöngunni. Yngstu konumar reyktu
færri sígarettur og hættu oftar reykingum
á meðgöngu eða drógu úr þeim. Tæp 18%
kvenna höfðu hætt reykingum áður en þær
urðu bamshafandi. Af þeim sem reyktu á
meðgöngunni breytti þriðjungur engu um
reykingar sínar, en 60% minnkuðu þær.
Enginn munur var á aldursdreifingu hjá þeim
sem minnkuðu reykingar og hinum sem ekki
breyttu reykingavenjum sínum.
Fjallað er um hættur fyrir ófætt bam af
beinum og óbeinum reykingum á meðgöngu.
INNGANGUR
Sígarettureykingar eru lfklega algengasta form
ávanaefnanotkunar meðal bamshafandi kvenna
í okkar þjóðfélagi. Niðurstöður fjölmargra
rannsókna undanfarin ár hafa staðfest skaðleg
áhrif sígarettureyks á neytendur en einnig á
þá sem vinna í reykmettuðu andrúmslofti
og/eða búa við mikla reykmengun innan
veggja heimilis síns (1). Konur fá alla þá
sjúkdóma sem reykingar leiða af sér hjá
körlum. Langflestar þeirra kvenna sem
reykja nota sígarettur. Konur sem reykja á
meðgöngutíma fæða rýrari börn, að meðaltali
250 g léttari, og tíðni léttburafæðinga tvö-
eða þrefaldast ef móðirin reykir. Hætta á
fósturláti og burðarmálsdauða eykst í réttu
hlutfalli við það hve mikið móðirin reykir, og
Frá Kvennadeild Landspítalans. Barst 06/03/1989.
Samþykkt 18/10/1989. Lykilorö: Prenatal care, Pregnancy
Complications, Smoking.
sum sjúkleg afbrigði meðgöngu og fæðinga
eru algengari hjá konum sem reykja. Þar
má nefna blæðingar á meðgöngu, fylgjulos,
legvatnsleka og fæðingu fyrir tímann (2-3,
4). Þá benda líkur til að böm reykingakvenna
vaxi og þroskist hægar en önnur böm (2, 5,
6).
Reykingar þungaðra kvenna hafa lítið verið
athugaðar á Islandi. Eftirfarandi athugun
var gerð til að kanna algengi reykinga og
breytingar á reykingavenjum á meðgöngu
meðal íslenskra kvenna.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Þversniðs athugun var gerð meðal kvenna í
sængurlegu á Kvennadeild Landspítalans.
Verkið var upphafiega unnið sem verkefni
í Ljósmæðraskóla íslands (7). Úrtakið átti
að ná til um 600 kvenna, sem áætlað var að
mundu fæða á tímabilinu 1. júní- 31. ágúst
1987. Siðanefnd Læknaráðs Landspítalans
veitti leyfi fyrir athuguninni. Spumingalisti
með alls fimm spumingum, hver með þremur
til fimm valkostum, var lagður fyrir hverja
konu. Spurt var um aldur í aldursflokkunum
<19, 20-25, 26-35 og >36 ára, hvort konan
reykti eða hefði reykt áður, hvort hún hætti
eða breytti reykingavenjum á meðgöngunni,
hvað hafði áhrif á ákvörðun um að hætta
eða minnka reykingar á meðgöngu (velja
mátti fleiri en einn valkost) og hve mikið
konan reykti á síðustu vikum fyrir æðinguna.
Nafnleyndar var gætt. Kynningarbréf fylgdi
með listanum. Spumingalistum var skilað í þar
til gerða kassa á sængurkvennadeildum. Tveir
höfunda (SÓ og GS) fylgdust með framvindu
könnunarinnar og skilum spumin^alista ásamt
starfsfólki sængurkvennadeilda. A miðju
tímabilinu voru skilin metin og reyndust 65%.
Af 600 spurningalistum fóru 10 í kynningu
verkefnisins en 440 listum var skilað (74,6%).
Kí-kvaðrat próf var notað til að meta
aldursbundnar breytingar á reykingavenjum
í meðgöngu.