Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1990, Page 42

Læknablaðið - 15.02.1990, Page 42
112 LÆKNABLAÐIÐ Tafla I. Reykingavenjur kvenna á meögöngu í heildarúrtaki og eftir aidurshópum. <19 20-25 26-35 >36 Aldur N *) % *) N % N % N % N % Aldrei reykt ................................... 156 35.5 6 23.1 51 32.7 83 37.0 15 45.5 Hætti fyrir meögöngu............................. 68 15.5 1 3.8 20 12.8 40 17.9 7 21.2 Hætti á meögöngu................................. 63 14.3 10 38.5 28 17.9 20 8.9 5 15.1 Reykir sjaldnar en daglega ...................... 31 7.1 1 3.8 15 9.6 15 6.7 0 Reykir daglega.................................. 119 27.2 5 19.2 42 26.9 66 29.5 6 18.2 Svara ekki................................... 3 0.7 3 11.5 0 0 0 Heildarfjöldi svara ......................... 440 100 26 156 224 33 *) á viö heildarúrtak Tafla II. Breytingar á reykingavenjum kvenna á meðgöngu; heildarúrtak og eftir aldurshópum. <19 20-25 26-35 >36 Aldur N *) % *) N % N % N % N % Óbreyttar reykingar....................................... 52 34.7 0 17 29.8 34 42.0 1 16.7 Minni reykingar........................................... 90 60.0 5 83.3 37 64.9 45 55.5 3 50.0 Meiri reykingar............................................ 8 5.3 1 16.7 3 5.3 2 2.5 2 33.3 *) á viö heildarúrtak NIÐURSTÖÐUR Aldursdreifing kvennanna (440) sýndi að 5,9% voru undir 20 ára, 35,5% 20-25 ára, 50,9% 26-35 ára og 7,5% yfir 35 ára aldri. Reykingavenjur í meðgöngu eru sýndar í töflu I. Alls reyktu 34,3% kvennanna á meðgöngu, en af þeim reykti fimmtungur lítið, það er ekki daglega. Ekki var marktækur munur á aldursdreifingu þeirra sem ekki reyktu, þeirra sem hættu reykingum fyrir eða í meðgöngu eða þeirra sem reyktu á meðgöngunni. Af konum yngri en 20 ára reyktu alls 23% og 11 af 17 konum hættu reykingum fyrir eða á meðgöngunni. Með hærri aldri jókst hlutfall þeirra sem reyktu og þeim fækkaði sem hættu reykingum á meðgöngunni. Af konum 20-25 ára reyktu 36,5% og aðeins tæp 27% hættu á meðgöngunni. Af konum 26-35 ára reyktu 36,2% og 14,2% hættu reykingum á meðgöngunni. í elsta aldurshópnum voru reykingar minni fyrir og í meðgöngunni. Fjórðungur allra kvennanna reykti daglega. Af þeim sem reyktu á meðgöngunni breytti þriðjungur engu um reykingar sínar, en 60% minnkuðu þær (tafla II). Enginn marktækur munur var á aldursdreifingu hjá þeim sem héldu óbreyttum reykingum og hinum sem minnkuðu þær. Af þeim 153 konum, sem svöruðu spumingu um ástæður fyrir því að þær hættu eða minnkuðu reykingar á meðgöngu, voru flestar (132 eða 83%) sem sögðu ástæðuna vera hið ófædda bam, 65 (42%) hættu vegna fræðslu um skaðsemi reykinga, 52 (34%) vegna þrýstings á heimili eða vinnustað og 24 (16%) vegna vanlíðunar af reykingunum á meðgöngunni. Af þeim sem reyktu daglega sögðust 28% hafa reykt eina til fimm sígarettur á dag síðustu dagana fyrir fæðingu, 26,7% reyktu fimm til tíu, 33,3% 11-20 og 12% reyktu meira en 20 sígarettur á dag. Elstu reykingakonumar (6) reyktu allar 11 eða fleiri sígarettur á dag. UMRÆÐA Aðeins er vitað um tvær íslenskar athuganir sem áður hafa verið gerðar á reykingavenjum á meðgöngu. Önnur var gerð af hjúkrunarfræðinemum í Háskóla Islands 1987. Hún fjallaði um reykingavenjur á meðgöngu og þekkingu og viðhorf þungaðra kvenna til reykinga (8). Könnunin náði til 109 þungaðra kvenna á Reykjavíkursvæðinu (úrtak frá Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur og heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu), en af þeim reyktu 22,3% á meðgöngunni. í okkar athugun reyndist hlutfall kvenna sem reyktu mun hærra eða rúm 34%. Svipuð tala (32%) hefur áður fundist í athugun á Kvennadeild Landspítalans (Geirsson RT, X

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.