Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 119 þýðingarmiklir erfðaþættimir eru, en frá hagkvæmnisjónarmiði, vekja umhverfisþættirnir mestan áhuga, enda er, þrátt fyrir allt, auðveldara að hafa áhrif á þá en á erfðaþættina. Við höfum þannig dregið upp mynd af manninum sem »eðlisrænum efnabúnaði«, sem getur starfað eðlilega eða óeðlilega - hann er heilbrigður eða sjúkur. Sjúkdómsferlið fer af stað af völdum orsakakerfis, sem í eru bæði umhverfis- og erfðahlutar. í kjölfar þessa fylgja flóknar keðjuverkanir í líkamanum - meingerðir -, sem leiða til sértækra líffærameinafræðilegra eða lífeðlismeinafræðilegra frávika, sem skilgreina sjúkdóminn. Þessi bilun í gangverkinu leiðir til lokaniðurstöðu sjúkdómsferlisins, sjúkdómsmynstursins, sem við sjáum hjá sjúklingnum. Eins og þegar hefir verið greint frá, er mestur hluti læknisfræðirannsókna gerður út frá þessari ímynd, en þvf fylgja vandræði. Imyndin segir okkur nefnilega ekkert um það, hvað sé eðlileg og hvað sé óeðlileg starfsemi. Þegar um áhald eða vél er að ræða, getum við flett upp í tæknilýsingu framleiðandans, en hvaða tæknilýsingar gilda fyrir manninn sem lífveru? Út frá almennu líffræðilegu sjónarmiði hefir verið stungið upp á, því, að hver tegund einkennist af sérstöku tegundarmynstri, en erfitt er að koma auga á það, á hvem hátt þessi forskrift gæti leyst vandann. Það væri miklu nær sannleikanum að segja, að það sé alls ekki hægt að skilgreina sjúkdóma og heilbrigði út frá vélfræðilegu ímyndinni. 4. HitastiIIir. Aður en við höldum áfram þurfum við að betrumbæta vélfræðilegu ímyndina. Lýsing mín er - jafnvel út frá vélfræðilegum þankagangi - ófullnægjandi að einu leyti: Við vitum að líkamshitinn helst nokkum veginn stöðugur, að jám er tekið úr göminni eftir þörfum og að hormónum er haldið f jafnvægi með hjálp afturvirknibúnaðar. Það er því ekki nægjanlegt, að hugsa eftir orsakabrautum, sem liggja í eina átt eða að segja að sjúkdómsmynstrið sem við blasir, sé lokahlekkurinn í orsakakeðju. I stað þess að lfkja lífverunni manninum við flókið úrverk, sem getur bilað, getum við jafnað henni við tæki, sem líkist hitastilli, þar sem eðlilegt jafnvægi svarar til heilbrigði og það óeðlilega til sjúkdóms. Innkirtlafræðingar hugsa til dæmis á þessum nótum. Þessi ímynd er mjög frábrugðin þeirri fyrri, þar sem nú er litið á lífverumar sem afar margslungið kerfi, þar sem allir hlutar starfseminnar í líkama mannsins eru samtengdir. Könnunin á orsakasamhenginu verður mjög flókið verk, þar sem að við verðum að gera ráð fyrir því, að tmflun í einhverri deildinni geti breiðst út um allt kerfið. Hitastillirinn er sjálfstýrandi, - hann leitast við að koma á eðlilegu jafnvægi og á sama hátt læknast margir sjúkdómar vegna mótvægisráðstafana líkamans. Innan hippókratfsku læknisfræðinnar, lögðu menn áherslu á vis mediatrix naturae - lækningamátt náttúrunnar - og litið var á það sem helsta hlutverk læknisins, að styðja við eðlilegan lækningabúnað mannverunnar. Þau ferli sem breiðast um kerfið, þegar höfð eru áhrif á það hér eða þar, eru svo sannarlega ekki tilviljunarkennd, heldur þjóna þau því, að koma á jafnvægi. Hægt er að segja, að þau svara til upplýsinga og að á sama hátt og bæklunarlæknirinn fékk aðstoð vélaverkfræðings, þurfum við ef til vill í framtíðinni að fá hjálp sérfræðinga í upplýsingafræðum. Því má enn fremur halda fram, að hagstæðasta jafnvægið breytist með aldri lífverunnar. A vaxtarskeiðinu er hlúð að eðlilegum þroska, síðar er æxlunarhæfni efld og að lokum breytist jafnvægið sem hluti öldrunar, sem endar með eðlilegum dauðdaga. Við hugsum bara ekki á þennan hátt. Einu sinni skrifaði ég mors naturalis á dánarvottorð og þá fékk ég umvöndun frá embættislækninum. Það er bannað að líta á dauðann, sem eðlilegt fyrirbæri. Dauðinn er í hugarheimi okkar ávallt óeðlilegur og vel er líklegt að það hafi áhrif á meðferð aldraðra á sjúkrahúsum. Hugsunin um manninn sem sjálfstýrt, flókið kerfi hlýtur að minna okkur á það, að kerfi hafa eigindi vegna þess að þau eru kerfi. Ætlum við að átta okkur á starfi - eða vanstarfi - flókinnar vélar, höfum við ekki mikið upp úr því, að byrja á því að rífa hana í sundur. Rannsóknir á frumubyggingu og á sameindabyggingu eru í hæsta máta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.