Læknablaðið - 15.02.1990, Qupperneq 57
LÆKNABLAÐIÐ
125
vegar mjög háð menningu. Siðrænir staðlar
eru breytilegir frá einu samfélagi til annars
og hægt er að segja, að læknisfræðilegar
siðfræðivangaveltur felast að verulegu leyti
í því, að beita stöðlum tiltekins samfélags á
lœknisfrœðileg málefni. Samfélagsstaðlamir
í Bandaríkjunum eru til dæntis frábrugðnir
því sem gerist á Norðurlöndunum. Það felur í
sér, að við getum ekki fundið út hvað er rétt
og réttlátt í samfélagi okkar, með því að lesa
- annars ágætar - amerískar kennslubækur
í siðfræði læknisfræðinnar. Þetta er mjög
mikilvægt atriði: Við erum orðin vön því, að
mikið af framförum í læknisfræði komi frá
Bandaríkjunum og við erum vön því að lesa
amerískar fagbókmenntir. Ég tel, að við eigum
einnig að sækja þangað lesningu, þegar um
siðfræði er að ræða, en við verðum að gæta
þess, að færa ekki bandaríska siðferðisstaðla
hugsunarlaust austur yfir Atlantsála. Ég á alls
ekki við það, að þeirra staðlar séu verri en
okkar, þeir eru bara öðruvísi. Ég mun koma
aftur að þessu síðar.
Hins vegar má slá því föstu, að gerð
siðfræðilegrar röksemdafærslu sé hin sama
um heim allan og áður en ég held lengra, þarf
ég að kynna nokkur grunnhugtök siðfræðinnar.
Að öðrum kosti er alveg ómögulegt að ræða
hlutstæðari hugtök.
Reglusiðfrœði (forskiftasiðfræði, normativ
etik) fjallar um það, hvemig bregðast skuli við
tilteknum aðstæðum. Siðfræðin á að gefa svar
við spumingunum: »Hver er bezta ákvörðunin
við ákveðnar aðstæður« og »Hver er rétta
ákvörðunin við þær aðstæður« og siðfræðingar
hafa svarað þeim á tvo mismunandi vegu:
Suntir þeirra hafa sagt, að við eigum að velja
þá athöfn, sem hafi beztu afleiðingarnar. Þeir
tilheyra þeim skóla innan siðfræðinnar, sem
nefnist markhyggja eða markhyggjusiðfrœði
(teleologisk etik, g. telos: markmið), þar
sem hugsunin snýst um afleiðingamar af
gerðum okkar. Ég mun skýra það síðar, að
heilbrigðishagfræðingar beita ávallt einni gerð
markhyggju, nytsemiviðhorfum.
Við skulum taka dæmi um
markhyggjuafstöðu: I tiltekinni stöðu eigum
við völ á því, að ljúga eða segja satt. Hvað
eigum við að gera? Hefðbundin afstaða
er ljós: Hún er sú, að við eigum að meta
afleiðingamar af því að ljúga og af því að
segja satt og velja síðan þann kostinn, sem
hefir beztu afleiðingamar.
Aðrir siðfræðingar eru mjög ósammála þessu
og til þess að varpa ljósi á hugsanagang
þeirra, skulum við líta á boðorðin tíu. Þar
segir meðal annars, að »þú skalt ekki bera
ljúgvitni gegn náunga þínum«. Þar segir svo
sannarlega ekki, að þú megir ekki ljúga, hafi
það slæmar afleiðingar, en að þú megir ljúga,
hafi það góðar afleiðingar. Hver einstök athöfn
er góð eða vond í sjálfri sér og okkur er
skylt að forðast athafnir sem em siðferðilega
óhæfar. Þessi skóli innan siðfræðinnar, sem
þarf ekki að tengjast trúarbrögðum, er nefndur
skyldusiðfrœði (deontologi, g. deon: skylda).
Innan markhyggjunar skiptast menn síðan í
tvo hópa, þá sem líta svo á að skoða beri
afleiðingamar af hverri einstakri athöfn og
þá sem alhæfa. Þannig er hægt að spyrja:
»Hverjar verða afleiðingamar ljúgi ég í
þessari ákveðnu stöðu?« og, »hverjar yrðu
afleiðingamar ef allir menn beittu ósannindum
við sömu aðstæður«. Niðurstöðumar yrðu
væntanlega mismunandi.
Á hinn bóginn metum við oft afleiðingamar
fyrir einstaklinga og þetta gerist að sjálfsögðu
í klínískri læknisfræði og kem ég að þessu
atriði hér á eftir.
Það mikilvæga í þessari umræðu er, að til eru
tvær gerðir siðfræðilegrar röksemdafærslu:
Markhyggjusiðfrœðingar líta á afleiðingamar
af gerðum okkar. Skyldusiðfrœðingar
viðurkenna ekki þetta sjónarmið, en hugsa
út frá hugtökum eins og skyldu, réttindum og
réttlæti.
Þannig er tvenns konar hefð í heimspekinni,
en ég held að við getum orðið ásátt um það,
að í daglega lífinu hugsum við á tvo vegu:
Við hugsum um afleiðingar gerða okkar, en
við virðum það einnig, að til eru réttindi
Skyldusiöfræöileg Markhyggjusiöfræðileg
Umræða röksemdafærsla röksemdafærsla
á einstak- Viröing fyrir Hvaö er best fyrir
lingsstigi sjálfsforræöi - einstaka sjúklinga - alla sjúklinga
á samfé- Réttlæti meö Efnahagsumræöa
lagsstigi stoö í samfélags- sáttmála